25.3.03

Próf á próf ofan

Það er ekki laust við að það verði nóg að gera næstu vikurnar.
Próf í sameindalíffræði á fimmtudaginn, hvar 80% eru nánast bráðnauðsynleg.
Pabbi, mamma og "litli"bróðir koma á fimmtudaginn, farið til búdapest á laugardaginn, komið heim síðdegis á sunnudegi. Próf í frumulíffræði á þriðjudaginn, og í vikunni þar á eftir próf í anatómíu. Ekki er sagan öll. Á föstudeginum, viku eftir anatómíuprófið, er próf í vefjafræði. Svo er pása í 2 vikur [sem verður náttúrulega engin pása, því vinna verður upp tapaðar klukkustundir í lestri hinna faganna] og svo koma aftur próf.

SVO KEMUR KALLINN Á KLAKANN!!!

|

Cat me if you can!!!

Þetta er ekki prentvilla.

Það byrjaði alltsaman á föstudaginn. Ung stúlka, hafði verið miður sín, svo dögum ef ekki vikum skipti. Kvikindi eitt, er tekið hafði sér bólfestu á heimili hennar var henni til mikils ama. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að kvikindið eigi heima á Ideg és Elemklinika (geðdeild). Það hafði löngum búið utar í bænum, en hafði verið fært í körfu, milli staða, hvar veikindi hennar eiga sér sennilega uppruna sinn. Á föstudaginn var svo kallaður á heimilið ungur maður og sterkur, sem tók að sér að ná kvikindinu. Það kom þá í ljós að helvítið hafði falið sig bakvið eldhúsinnréttingu íbúðarinnar, hvar það hafði haft hægðir og þvaglát. Af lyktinni að dæma, hafði saur og hland verið látið í ómældu magni. Það var því ekki til annarra ráða að grípa, en rífa fram eldhúsinnréttinguna. Það tók maðurinn ungi að sér. Árangurinn lét ekki á sér standa. Kvikindið lét ekki bíða eftir sér, heldur rauk inn í stofu, hvaðan það hljóp svo beinustu leið inn undir innréttinguna aftur. Nú var farið að fjúka í unga manninn.

Nú var sófa stofunnar stillt upp í "dyrnar" inn í stofuna, öllum dyrum lokað svo eina undankomuleiðin var inn á baðherbergi, hvar kvikindið var svo látið dúsa.

Ekki er sagan öll. Það átti eftir að handsama ófétið. Þá var kallaður á svæðið, öllu minni maður vexti en ungi maðurinn hér á undan. Köllum minni manninn Johnson, stærri manninn Niiiice. Johnson hætti sér fyrstur inn á baðherbergið. Það var ljóst að kvikindið ætlaði ekki að láta ná sér. Það hoppaði og skoppaði. Upp um veggi og skápa, gardínur og gardínustengur. Er Johnson hafði átt í rimmu við, að því er virtist djöfulinn, í hartnær hálftíma kom Niiiice inn í jöfnuna [svona eins og þeir segja í amríku]. Tók Niiiice sér í hönd körfu þá, er kvikindið hafði verið flutt í. Á meðan mundaði Johnson handklæði, blágrænt að lit, og forláta drullusokk. Karfan var nú borin upp að kvikindinu, hvar það hafði komið sér "þægilega" fyrir, UPPI horni, ofan á gardínustöng. Sem karfan kom að fési óvinarins, kvæsti það líkt og um pæþonslöngu væri að ræða. Johnson myndaði blágrænan vegg með handklæðinu sem hann otaði að kvikindinu drullusokkinum. Kvikindið átti sér engar undankomu auðið, og sá sér ekki fært annað en ofan í körfuna.

Bundið fyrir, Ofan á sett ferna með vínberjasafa. Töldu Johnson og Niiiice að kvikindið ætti sér engrar undankomu auðið. RANGT
Á mánudeginum var helvítið sloppið. Niiiice nennit einfaldlega ekki að standa í einhverjum æfingum, mætti á svæðið og viti menn. Ófétið at arna þurfti ekki annað en heyra röddina í Niiiice. Það skoppaði ofan í körfuna, og hrærðist ekki. Niiiice gekk ásamt stúlkunni, eigandanum, út í skóg, hvar kvikindið varð frelsinu fegnara, en körfunni.

Kattardjöfullinn var sótbrjálaður!!!

|

21.3.03

BULL

Já, það má með sanni segja að Ungverjinn hafi lent í því mesta bulli, sem sögur fara af. Það byrjaði með því að Ungverja, ásamt samverjum, var boðið í kokteil og pinnamat á þriðjudaginn.

Ungverjinn vaknaði ferskur og hress á þriðjudaginn. Hlakkaði til að fara til Budapest og skoða borgina, í góðum félagsskap, drekka ótæpilega af víni í boði íslenskra skattborgara, borða fínan kvöldmat og komast svo heim í háttinn, og fara í krufningu á miðvikudagsmorgninum. Og viti menn. Þannig fór það nú aldeilis ekki.
Ungverjinn steig úr rekkju upp úr klukkan 10. Lestin átti að fara klukkan 11:48, svo nægur var tíminn. Farið var í sturtu, jakkafötin þrædd upp á útlimina, bindið hnýtt um hálsinn, skórnir pússaðir, og Ungverjinn reddí að ganga út úr húsi klukkan 11:05. Fínu skórnir eru þess eðlis að ekki er hægt að labba eins greitt á þeim og útslitnum strigaskóm Ungverjans. Var kominn að trammastöðinni svona 11:15. Enn nægur tími. Eftir langa bið kom tramminn. Og það var ekkert með það, en trammstjórafíflið fór ekki hraðar en snigill. Undir venjulegum kringumstæðum, væri þetta allt í lagi, en eftir að hafa staðið 23 mínútur í trammanum kom hann á lestarstöðina. [tekur venjulega upp undir 15 mínútur] Ungverjinn kom, og klukkan stóð í 11:45. Eins gott að samverjarnir hafi keypt miða fyrir ungverjann, ellegar yrði lítið úr þessari ferð. En það var lán í óláni að það var engin lest til Budapest klukkan 11:48. Næsta lest klukkan 12:57. Ferðalangar [auk Ungverja, Bjartur, Sólrún, Tóta, Ingvar, Daði, Björg, Hanna og Stefán] tóku því á það bragð að hringja í Zsoltán, einkabílstjóra með meiru. En nei. NNNNEEEEEIIIIIIII. 70000 Ft vildi melurinn fá fyrir að keyra okkur til Budapest. 70000. Það er rugl. Fólkið ákvað því að láta slag standa og taka 12:57 lestina. Eftir ekki svo eftirminnilega lestarferð, að undanskildum æfingum Bjargar á klósettum lestarinnar, og annars ágætri ommelettu, var komið til Nyugati [lestarstöðina okkar í Buda]. Lestarstjórinn sá sér samt ekki fært annað en að hægja um of á lestinni, allt of oft, svo við vorum mætt til Buda upp úr klukkan 15:35. Eftir að hafa samið við leigubílstjóra borgarinnar um keyrslu á hótel Danubius Gellert. Það tókst, og var ekki laust við að samverjar mættu samtímis Palla Ped. Við innganginn í Salinn stóð enginn annar en Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, auk sendiherra og viðhengis [lesist Dorrit]. Eftir að inn var komið, var ljóst að það yrði alveg nóg að éta og drekka, og var ekki slegið við slöku í þeirri deildinni. Fátt markvert gerðist í þessari veislu, fyrir utan það að Óli kom bara vel út, talaði heillengi við okkur stúdentana, minntist á okkur í ræðu og titlaði okkur sendiherra framtíarinnar í samstarfi Íslands og Ungverjalands. Gott mál það.
Það kom svo upp á, eins og vill verða, að ein stúlkan þurfti að verða léttari. Fór í þeim erindagjörðum beinustuleið á salernið. Það var ekki laust við að fólk tæki eftir því að Dorrit hlypi í humátt á eftir. Síðar kom í ljós, að Dorrit er sjúk í Sólrúnu. Komment eins og "You er estatic", og "I lover your shoes" [sem hún btw. átti ekki] og "Your waist is exactly like Nicole Kidman´s" féllu Sólrúnu í skaut úr munni Dorrittar. Gaman að þessu...
Jæja, eftir að hafa látið panta borð á fínum stað, borðað fyrir óhæfilega mikinn péníng, ómennskt góða máltíð var haldið á lestarstöðina til að ná 22:00 lestinni. BUT WHAT DO YOU KNOW??? Engin lest. Síðasta lest til Debó: 20:05 . Síðasta lest í áttina að Debó fór til bæjarins sem fékk viðurnefnið SajtosPulykamell, sökum óframberanlegs nafns.
Eftir þriggja klukkutíma lestarferð var lestin stöðvuð, að því er virtist á miðju viðgerðarverkstæði fyrir lestar. Okkur skipað út og allt í vitleysu. Eftir að hafa komist á sporið [hversu ömurlegur var þessi brandari???] fundu ferðalangar lestarstöðina, sem er einmitt eitt af 7 húsum í bænum. Lestarstöðin er eitt, hús viðgerðarmannanna er annað [stærst], hús Lestarstjóranna tveggja eru 2 og hin þrjú eru verslunarmiðstöð bæjarins. Þetta er e-r mesta vitleysa sem Ungverjinn hefur lent í, og heyrðist, oftar en einusinni, "þetta er mesta BULLLLLLLLLL, sem ég hef lent í!".
Haft hafði verið samband við Ofer Finkelstein, og hann dobblaður til að sækja fólkið, við annann mann.

Langur dagur var að nóttu löngu kominn, og heimkoma var um 3:30. Ekki var farið í krufningu samdægurs, skiljanlega.

jæja, spurning hvort ungverjinn ætti bara yfirleitt að fara út úr húsi, hvað þá á milli bæjarhluta... sbr. ferðasögu, bloggaða 7. janúar.

góðar stundir.

|

13.3.03

Blésuð

Hvað segist? Úr Ungverjalandi er allt ágætt að frétta, og lærdómurinn kominn á fullt! Það er ekki laust við að í pelvis séu fleiri vöðvar en í öllum efriútlimnum, svo það verður alveg nóg að gera næstu 5 vikurnar. Til að bæta svörtu ofan á fjólublátt verða 4 próf á næstu 4 vikum, sem ekki getur talist til hagsbóta... Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Ungverjinn hefur ekki lært aukatekið orð í erfðafræði, en það er einmitt próf í erfðafræði í næstuviku. Gaman að því.

Annars er bara komið vor. Sólin skín, og blómin eru alveg að koma upp úr sandinum. Hér gleymdist nefnilega að tilkynna fólkinu að blóm og tré eru gróðursett í mold, ekki sand. En þau koma nú upp engu að síður. En anyways... Sumar á ungversku er nyár. Gott og gaman að vita það...

Ungverjinn komst í dag að því að Prof. Petko, ekki Prof. domini Antal af hvurjum er að finna mynd hér neðar á síðunni, hraunaði yfir nokkra samnemendur Ungverjans í munnlega histo prófinu um daginn. Kallinn vildi meina að það væri bara einn maður með viti í þessum bekk. Og hver ætli það hafi verið???

Jæja, þetta var ógeðslegt gort, og Ungverjanum líður illa, enda ekki hans stíll að láta svona frá sér. Jæja, komið nóg að sinni. Ungverjinn var búinn að lofa að ljósrita gögn fyrir glæpamann. Það er vissara að standa sig...

|

9.3.03

Welcome to

Hello, and welcome to the first international editon of domus Hungaricus, due to requests of my fans in Brazil, Finland and indeed Hungary, I feel obliged to write in english. But anyways...

The name of this page will not be changed to domus Hungarica, and quite frankly, I found the whole idea silly. So, domus Hungaricus it is. The public has spoken. With 26 votes against change, and 17 for, the results are clear. Domus Hungaricus it shall be.

The Opera last night was fantastic. The Vienna Boys quoir was quite awful actually. The instruments were totally out of harmony, and the famous boys did not seem to care. The exhibition is extremely cool, and the equipment is unbelieveble. The things that are possible are unbeliveble. We are now waiting for our guide, who is going to show us the latest and greatest in x-ray technology. From what I have been told, it works like this: The machine scans tissues, finds abnormalities it self, and signals the operator.
I have also seen color x-ray machine... it is unbelieveble...


well the guide is here...

hope u have enjoyed...

c´ya

|

6.3.03

I Can See Dead People, part IV

Jæja, þá er komið aððí. Ungverjinn fer í munnlegt próf í anatómíunni á morgun. Bjartsýnin er hófleg, þrátt fyrir að innra með Ungverja bærist eftirfarandi hugsun: "ég sætti mig ekki við neitt annað en tíu". Það er því nokkuð ljóst, að Ungverjinn verður að taka á honum stóra sínum til að standast innri kröfur, en eins og allir vita, þá er það útlitið sem skiptir máli, ekki það sem bærist innan með manni. Eða hvað?

En allavega, lesendum verður hlíft við ógeðissögum af krufningum. Þess í stað verður sögð saga af ÓgeðisDaða.

Ungverjinn hefur ákveðið að segja ekki sögur af ÓgeðisDaða, því eins og nafnið ber með sér, þá geta þær ekki verið neitt nema ógeðslegar, og lesendur fyrir margt löngu búnir að fá nóg af svoleiðis.

En allir góðir straumar eru vel þegnir fyrir prófin á morgun. Já, Ungverjinn sagði prófin. Vefjafræði er einnig á matseðli morgundagsins. Epithelium og vefjalitanir eru þar aðalréttur. Gaman að því.

Vert er að vekja athygli á nýju vefriti, Glasnost. Þetta er vefrit um pólitík, og eru lesendur hvattir til að tjekka á skítnum. Hann lofar góðu.

góðar stundir

|

3.3.03

Hæbb

Vor í lofti. Núna er sól úti, og laukarnir farnir að koma upp og farið að sjást í græn gras og meira að segja lauf!!! Svo fer Ungverjinn til Vínar eða Bics (vona að þetta sé nálægt sannleikanum) en það fyndna er að þetta er borið eins fram og óyrðið bitch. En allavega...

Það er gleðiefni að mínir menn tóku MUFC í bakaríið í bikarnum í gær og unnu tvö núll. Fróður maður hélt því fram að L´Pool hefðu varist vel eins og þeirra er von og vísa og ekki hafi verið heppnisstimpill á þessum sigri. Dudek átti stórleik og varði fjöldamörg dauðafæri. Owen og Gerrard skoruðu og er það vel að sjá þá kumpánana skora á ný, eftir magra tíð undanfarna leiki.

Því er vert að láta fylgja einkunnarorð Poolara um allan heim: "You´ll never walk alone!!!"

|

2.3.03

Könnunin

Já, þessi könnun er ekki að hafa ætluð áhrif... Síðast þegar Ungverjinn athugaði, þá höfðu lesendur flestir valið vonda kostinn. En allavega, úrslitum könnunarinnar verður hlýtt.

Einnig höfðu kommentað 2 útlendingar, sem að öllum líkindum tala ekki ílensku. Það má sjá út úr því að annar þeirra hafði mikinn áhuga á því sem ég var að skrifa, en sagðist ekki skilja finnsku. Finnskan hjálpar honum sennilega ekki mikið í þessum efnum...

Þess má svo einnig geta að í gær voru flestar heimsóknir á síðuna, alls 269. Það verður að teljast nokkuð gott...

|

Flensa

Ungverjinn þjáist af kvefi og hálsbólgu, eins og reyndar fleiri íslendingar í Debrecen. Anna Sigga er byrjuð að blogga, og fær hún sæti á matseðli lesenda.

|

1.3.03

Prof. Miklós Antal

Þetta andlit mætti Ungverjanum, er hann kveikti á tölvuskjánum í dag. Svona eins og til þess að rétt minna á anatómíuprófið sem er á föstudaginn. Fyrir þá sem ekki vita, er þessi maður guð Anatómíunnar í Debrecen, og sennilega ef víðar væri leitað. Þetta er semsagt maðurinn:

|