31.8.04

Iceland, signing off...

jæja, þá er sumarið búið, og hefur liðið alltofalltof fljótt. Veturinn bíður, og ungverji heldur til lands Magyara eldsnemma í fyrramálið. Árið verður strembnara í ár en hið síðastliðna. Mætti jafnvel segja að þetta ár sé hið erfiðasta á námsferlinum, hvað varðar álag og annað slíkt.

Ungverji þakkar samverustundir á líðandi sumri, óskar vinum og velgjörðamönnum velfarnaðar á komandi ári, og vonar að samverustundirnar verði fleiri næsta sumar.

Svo er hérmeð boðað til teitis milli jóla og nýárs, í nýjum súlnasal, en þangað verður fengin sérstök súla til að þjóna þörfum æstra kvenkyns vina (og sumra karlkyns).

Við setjum svo bara L á þetta.

signing off from iceland...

næsta blogg verður frá Zoltay 19 í of miklum hita.

|

23.8.04

800 kall í vaskinn

jább. Ungverji var í bíó. Fór á Village eftir Shamalalalalan. Slaur. Djöfull var þetta ómennsk mynd. Engin spenna, og plottið... HVAÐA PLOTT??? Þetta er með lakari myndum sem ungverji hefur orðið vitni að, síðan Paycheck (en þar var þó hægt að horfa á Umu). Saug feitan hamstur.

Svo er ungverji að horfa á fimleikana á ólympíuleikunum. Það er kínversk stelpa að fara á tvíslánna. Hún er ekki eldri en 8 ára... Þetta ér nú ekki hægt. Svo var Adolf Ingi að segja að hún væri 16 ára, 32 kíló og 139 cm. Þekkja lesendur margar stelpur sem eru að byrja í framhaldsskóla, sem passa fyrir þessa lýsingu. Ungverji á ellefu ára frænku, sem er mun stærri, og sennilega þyngri en þessi hnáta.

Svo er það Óli. Fuglahræðan. Hættur í landsliðinu. Rennir sterkum stoðum undir það að eitthvað alvarlegt er að hjá landsliðinu. Hættulegt að menn eins og Dagur og Gummi Hrafnkels hafi bara áskrift af landsliðinu. Gott hjá Óla að draga sig út úr vitleysunni. Rekum þjálfarann.

|

22.8.04

dýrasta afmælisgjöfin mín!

þessi flugeldasýning var mögnuð. dýrasta og sennilega flottasta ammalisgjöf sem ég hef fengið. Takk fyrir mig, Reykjavík.

|

20.8.04

farið að styttast...

já, það er farið að styttast í að ungverji hverfi til sín heima í landi Magyara. Sumarið er búið að lýða ansi hratt, eiginlega hraðar en góðu hófi gegnir ef á að segja alveg eins og er. Það er ekki hægt að segja að sumar ungverja hafi verið viðburðaríkt, en það sem stendur upp úr er verslunarmannahelgin, djömmin með félögunum, og grillið í Hlíðinni með ungverjum. Já, þetta er líka það eina sem ungverji hefur gert í allt sumar, að frátöldu því að skeina og neðanþvo fólk á Sóltúni. Svo fór ungverji í veiðiskap í Haffjarðará í boði Actavis sem var náttúrulega helber snilld, þrátt fyrir að hafa rifið út úr eina fiskinum sem beit í Eldrössu. Planlagt er annað fiskerí í Norðurá um aðra helgi, svona rétt áður en ungverjinn heldur "heim". Svo er familían væntanleg á morgun í grill til að fagna ammali ungverja sem verður víst 23 ára. Þetta er rosalegt!!!

Svo skutlaði ungverji Atlanum og Tumanum suður í Keflavík, hvaðan þeir lögðu upp í reisu til ítalíu á fimmtudagsmorgun. Þeir ætla að krúsa um stígvélið og nærliggjandi lönd í 2 vikur. Svo var Hanna að leggja upp í langferð um daginn, til Nígeríu. NÍGERÍU!!! Hún er að fara að heimsækja skólasystur okkar sem býr þarna. Hanna mín, passaðu þig bara á brjáluðu fólki með AK47 rifflana eins og í sjónvarpinu. Þetta lið er stórhættulegt! Jamm, svo hafa fólksflutningar hafist til ungó, en Gunna fór í dag, og undirritaður heldur að Þengill og Björg hafi skellt sér í gær, svo íslendingarnir geta farið að láta finna fyrir sér aftur í Debó.

Menningarnótt á morgun, laugardag. Ungverji á víst ammali á sunnudaginn, og tekur á móti gestum og gangandi við Sólon kaffihús upp úr miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Reykvíkingar og aðrir nærsveitamenn eru boðnir velkomnir í miðborgina að samfagna ungverja á þessum miklu tímamótum. Ungverji þakkar hugulsemina, en það er ekki á hverjum degi sem ungverji fær heila flugeldasýningu í afmælisgjöf frá Reykjavík. Sérstaklega hugulsamt þar sem ungverji býr ekki einu sinni í Reykjavík.

|

14.8.04

Andskotans spilling!!!

Nú er amríski herinn farinn að tæla fólk til herþjónustu með öllum tækjum og tólum. Það síðasta, eða reyndar síðan 2000, hefur herinn boðið öllum hermönnum/konum upp á ókeypis lýtaaðgerðir. Þá er ekki verið að tala um skotsár, brunasár o.s.frv. Heldur líka brjóstastækkun, fitusog, nose-job og allt það. ÓKEYPIS!!!. Talskona bandaríkjahers sagði að frá 2000 hafi verið gerðar yfir 1500 fitusogs aðgerðir og yfir meira en fimm hundruð brjóstastækkanir.

óbjóður.

|


góður vs. vondur??? Posted by Hello

Góður gæi...

Já, Ungverji telur sig vera góðan gæa. Er það ekki líka betra en að vera vondi gæinn, sem allir óttast, en allir vilja vera? Andskotinn... Þetta góða gæa rugl er samt svo leiðinlegt. Ætti ungverji að söðla um og verða vondur? Hvað finnst lesendum um það???

|

4.8.04

Verslunarmannahelgin...

...var bara drullugóð. Þónokkur drulla varð á vegi Ungverja og ferðafélaga á leiðinni upp Kjöl. Þá er ekki átt við frakka-fíflin sem týndust/týndust ekki uppi á fjalli. Þetta lið... Það var drullukalt á Hveravöllum, og því ákveðið að rúnta smáspotta niður í Varmahlíð, sem stóð ekki undir nafni, fyrr en á mánudeginum. Ferðin uppeftir gekk vel, fyrir utan að verða fyrir skýi sem ákvað að detta af himnum ofan, beint ofan á Patrolinn. Demban hefði verið vel þegin á bakaleiðinni, enda bíllinn aurugur upp eftir öllu, og tók 45 mínútur að skola skítinn af. Ferðalangar skunduðu um bílastæðið á Hveravöllum, drepast úr kulda, og allt í rugli. Skipulaginu var þó komið á á hvelli, um leið og einum volgum hafði verið slátrað.
Grillun á svína-tilboðsborgurum úr Bónus í Hveragerði gekk eins og búast mátti við, sæmilega, og voru tæjurnar sem urðu eftir á grindinni (eftir að líter af slökkviolíu og grillkolum var brennt) étnar á nótæm.
Bílför um Vatnsnes, með viðkomu í Kántrýbæ hvar snæddir af bestu list voru kokteilsósuhjúpaðir tvöfaldir Kántrýborgarar með osti og frönskum, og Sauðárkróki hvar Edda dumpaði einum feitum í klóstið hjá frænku sinni var fín. Fótbrotin rolla og 3 dauðir fuglar, einn vængbrotinn eftir að Ungverji grýtti hann fram af klettabrún, og ófá þvottabretti voru ekki til að stöðva ferðina. Mjög gaman, og gott að enda þetta í pottinum í Varmahlíð, þrátt fyrir óbjóðsfroðuógeðið sem tók sér bólfestu í bringuhárum Ungverja. Kvöldið var svo tileinkað minningu um Geirmund Valtýsson, sem varð af ballgestum. Salmonellukjúllinn úr Bónus stóð fyrir sínu, ásamt víninu (sem náttúrulega kemur ekki mörgum á óvart). Kata tók Helgu-pakkann á þetta og spúði út fortjaldið, og undirritaður var kurteis og ældi að ungverskum sið í trjárunna. Tjaldstæðið rumskaði, vægast sagt, við aðfarirnar, enda ekki við öðru að búast þegar Ungverji þenur æluböndin í fjallasal.
Ógeð ferðarinnar var þó hvorki ælan í fortjaldinu, né trjárunnanum. Salmonellukjúllinn var himnasending við hliðina á hræinu sem Varmahlíðarmenn kalla hamborgara með frönskum. Það eina góða við þá máltíð var kókið, sem stóð fyrir sínu. Þránuð olía, myglaðar kartöflur, ósteikt kjöt og óbærilegur sviti var ekki það sem þunnir ferðalangar þrá...
Á ferðinni til baka gerðist fátt markverðara en það að föruneytið sá sjón merka. Sýnin var sú að þýðverskir fararstjórar þváu bílkost sinn með vatnsflösku og pappírssnifsi að vopni. Hvers vegna, þegar hálfur Kjölur er eftir... Þjóðverjar...

Heilbrigðisráðherra slóst svo í förina á Hveravöllum og var þar með löglega forfallaður frá innsetningu forsetans. Hann stoppaði við Gullfoss og fékk sér pullu með öllu og ís, eins og við hin, á Geysi. Merkileg verðlagning á þeirri búllu, barnaís (hálfur líter) hundrað og fimmtíu kall. Ónýtur steinn og sprittkerti (selt undir yfirskininu "listaverk") á litlar fjögurþúsund krónur. Slæmur díll það, enda grandalausir ferðamenn með bakpoka helstu fórnarlömbin.

Frussukúkurinn kíkti bara ekkert í heimsókn, og fín ferð að baki í mjög góðum félagsskap. Atli, Hulda, Edda og Kata: Takk kærlega fyrir mig, og frábæra helgi.
Að ári?

góðar stundir

|