25.11.03

nýir linkar

Gunna fær link. hún er frænka hans Stebba, og er á fyrsta ári. Það er aldrei að vita nema Gunna smelli link á ungverjann innan tíðar.

Annars er ungverjinn í tómu fokki. Nú eru helvítis anatómíudeildin búin að ákveða að hafa prófið 23. en ekki 22. eins og Prof. Matéz tjáði ungverja um daginn. Prof. Antal hins vegar fékk það í gegn [enda er hann guð á Anatómíudeildinni], öfugt við vilja meirihluta starfsfólks. Ungverji er frekar pirraður, enda búinn að festa kaup á flugmiða þann 23. klukkan 9:55, en það er ekki nógu gott. Þá er spurning um að breyta miðanum þangað til um kvöldið til köben og taka morgunflugið heim á Aðfangadag. Ungverja líst orðið ekkert á þennan fjanda.

Svo er að sjálfsögðu próf á morgun, sem ekkert hefur gengið að læra fyrir. svo eru að sjálfsögðu líka tvö próf á fimmtudaginn, sem ungverji verður veskú að fá fimm af fimm í báðum prófunum. Þetta er náttúrulega ekki mannlegt!!!

|

10.11.03

Nú þegar ungverji hefur fengið allrækilega útrás fyrir blogg er rétt að tala aðeins um ekkert.









.
takk, og lifið heil
góðar stundir
Ungverji kveður

ps.
nennir einhver að ljóstra því upp hvað á að hafa gerst með Kalla prins og einhvern gaur. Var einhver að pota einhverju í einhvern sem hann átti ekkert að vera að pota í með einhverju. Kalli kom nebblega á CNN og sagðist aldrei hafa gert þetta sem einhver sagði að hann hefði gert. Þegar Kalli var svo inntur eftir því hvað þessi einhver hefði eiginlega sagt að Kalli hefði gert, þá sagði Kalli að einhver hefði sagt að hann hefði gert eitthvað sem hann gerði ekki neitt. Þetta er hið skrýtnasta mál.

|

Svo verður aðeins að minnast á bandaríkjamenn, fyrst ungverji er þegar byrjaður að dissa aðrar þjóðir.

Hafa lesendur séð gæðamyndina Bowling for Columbine? Þetta er argasta snilld.
Hafa lesendur heyrt um "the Patriot Act"? Það er argasti þvættingur.

The Patriot Act gerir stjórnvöldum í bandaríkunum kleyft að fylgjast með hverjir kaupa og lesa "anti american" bækur og annað lesefni, og einnig hverjir horfa á "anti-american propaganda" eða and-bandarískan áróður. Þetta gerir ríkisvaldið með því að tala við bókasöfn, bókabúðir og netverslanir eins og amazon.com. Ungverji myndi þess vegna komast á svartan lista ef hann kaupir til dæmis Bowling for Columbine hjá amazon.com, eða fer á almenningsbókasafn í nevjork og les sér til um íslam, leigir kóraninn eða eitthvað slíkt. Svo er alltaf verið að tala um hvað allt sé best í bandaríkjunum. Þvílíkt rugl. Svo er ungverji að öllum líkindum á leið í framhaldsnám á þessar slóðir. Það er nú lítið vit í því.

Ungverji mælir með Bowling for Columbine.
Ungverji mælir ekki með Gorg Búsk og félögum.
Ungverji mælir með Dana Carvey að gera grín að Gorg Búsk og félögum. Þvílík snillld.

|

Ungverji lýsir yfir ánægju með tilætlanir þess sænska [þetta er linux talva sem styður ekki hyperlink] að flytja til meginlandsins á ári komanda. Þá er aldrei að vita nema ungverji leggi af stað í leiðangur til að heilsa upp á kjötið, og jafnvel fíflið í leiðinni. En eins og gjört hefir verið heyrinkunnigt þá flutti fíflið af landi brott, eftir að fjölskyldan í heild sinni flúði land.

Svo er það helst í fréttum að lín er enn og aftur að standa fyrir sínum hluta af áhyggjum fátækra námsmanna erlendis, með því að senda rafbréf svo hljóðandi:

sæll
hér kemur útreikningurinn þinn
kær kveðja,
****************

og svo kemur ekkert meira. Þetta þótti ungverja nokkuð skondið, en svo þegar til kom, þá var þetta bara alls ekkert skondið. Lífeyrir ungverja á næstu önn veltur á þessum útreikning, og ef hann er enginn, þá lifir ungverji ekki lengi. Kannski öllu lengur en David Blaine sem drakk Gatorade í plexiglass búri við Thames ánna í Lundúnum við mikla hrifningu innfæddra í 44 daga; enda eru glúkósabyrgðir Ungverja öllu meiri en Blaine's. Kannski hundrað daga. En kommon. Í fullu námi lifandi á eiginglúkósabyrgðum er ekki sniðugt. Auk þess er önnin meira en 100 daga, og ungvejri býður ekki í að vera án matar lengur en 2 sólarhringa. Það er náttúrulega bara rugl.

Svo var það ísraelinn sem hélt fyrirlestur um kjöt. Hann sagði að meltingarfæri manna væru ekki gerð til að þola kjöt. Þvílík og önnur eins vitleysa. Ungverjinn beið í ofvæni eftir því að hann rökstyddi það að kosher kjöt væri betur fallið til manneldis en annað kjöt. En þess skal getið að kosher kjöt, t.d. lambakjöt, er ekkert öðruvísi en annað kjöt, bara það að lambið er skorið á háls, og því látið blæða út. Svo má líka segja frá öðrum gyðingasið, en hann er á yom kippur. Þá er hænu slátrað, höfuðið höggvið af og hænunni sveiflað yfir höfðum fjölskyldunnar sem býr í viðkomandi húsi. Það sér náttúrulega hver heilvita maður að það er ekki hægt að borða kjúkling öðruvísi. Heilagleikinn er svo undirstrikaður með blóðslettum á veggjum borðstofunnar. Undarlegt fólk...

|

Komiði blessuð og sæl. Ungverj heilsar frá tölvu örláts manns, sem hefur net.

Eftir að netsamband við Díákszalló hefir legið niðri um nokkurt skeið, hefur ungverji ákveðið að greina ástandið niður í öreindir.

Þannig er mál með vexti, að eins og flestum er vonandi kunnugt, er Ungverjalandi að ganga í ESB um áramótin. Til þess að vera hleypt inn, urðu þeir að minnka atvinnuleysið, sem var víst eitthvað í kringum 10 prósent, niður í 3 eða 5. Þetta er ekkert lítið mál, enda vinnufært fólk eitthvað á sjöundi milljón. Ungverjar leystu þetta mál á auðveldan hátt. Réðu bara allt liðið í herinn. Svo deilir herinn út "hermönnum" til að grafa skurði undir því yfirskini að skipta um lagnir. Þrátt fyrir að vissulega hafi þurft að skipta um lagnir, var óþarfi að grafa skurðina með skóflu. Já, venjulegri malarskóflu. Einni malarskóflu. Það voru á að giska 5 menn um hverja skóflu, svo á meðan einn var að grafa tóku hinir sér síkópásu. Þetta hægði náttúrulega á hinum, sem var að grafa. Hann vildi náttúrulega líka vera í síkópásu, en mátti það ekki þar sem að um gaslagnir var að ræða. Hann stóð því dögum saman að tala við hina, sem voru bara í endalausri síkópásu. Svo þegar þessi eini maður var búinn að grafa skurð í 2 mánuði kom skurðgrafan. Hún kláraði djobbið á nótæm. Henti nýjum rörum í jörðina og gróf yfir. Þar með er ekki öll sagan sögð. Það kom í ljós að það gleymdist að tengja rörin. Og allt byrjaði upp á nýtt. Svo var ákveðið að grafa pínulítinn mjóan skurð til að setja niðurfall. Þá kom atvinnubótaskurðgrafan og gróf sundur ljósleiðarann sem liggur milli díákszalló og umheimsins. Þar með var rofið netsamband við umheiminn. Svo eins og ekkert hafi gerst hentu þeir niðurfallinu niður, grófu yfir og malbikuðu. Þetta er náttúrulega óhemjuvitlaust. Eða hvað? Þetta náttúrulega skapar vinnu fyrir marga mismunandi þjóðfélagshópa. Tölvunörd, ljósleiðaramann, nokkrir fá að fara í síkópásu á meðan einn fær skóbblu...

Þess má svo geta að ungverski herinn er einn sá fjölmennasti í Evrópu sökum þessa. MAGNAÐ!!!

|

3.11.03

gottkveldgóðirhálsarogveriðivelkomináhinaheimsfrægutvistkeppniJackRabbitSlims

þessi sena er yndi, allt sem gerist á staðnum, karakterarnir... snillld. Næsta takmark Ungverja í lífinu, fyrir utan að komast heim fyrir jól, og ná skyndiprófinu sem er núna á eftir, er að eignast allar myndir Snillingsins (fyrir þá sem ekki vita hver snillingurinn er, ber hann nafnið Quinten (eða -in???) Tarantino) og myndirnar hans eru fátt annað en tær snilld. Í hús er aðeins ein komin, PulpFiction sem er án vafa eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar, ásamt Reservoir Dogs.

Annars biður ungverji lesendur, þá fáu sem þolað hafa við bloggleti ungverja, að senda góða strauma í dag, enda ekki vanþörf á. Físíólógían bíður átekta, og harður stóll á labbinu.

Ungverji óskar Erlingi og Sigrúnu innilega til hamingju með nýja pleisið, og vel heppnað partý. Og restinu af fólkinu til hamingju með að lifa af á þessum síðustu og verstu. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt.
Sjálfur var ungverjinn nánast drepinn, tvisvar fyrir ekki allslöngu, rétt eftir anatómíupróf. Það var ung kona á bíl, sem keyrði of hratt á bílastæði. Vissi fátt hvað hún var að gera. Í stað þess að keyra á næsta bíl, til að stöðva sig, ákvað hún bara að keyra á ungverjann í staðinn. Ungverjinn, af alkunnri lipurð og fimleika, vék sér undan á elleftu stundu, og ákvað að ganga frekar fyrir aftan bílinn, en fyrir framan. Ungverjinn reiknaði með að konan væri í smá sjokki eftir að hafa næstum keyrt niður samborgara sinn, en svo var ekki. Um leið og ungverjinn stígur fet inn fyrir ímyndaða línu dregna samhliða bílnum frá horni stuðuarans, kviknar bakkljós. Ungverjanum dettur ekki annað í hug en að hann fái nú að ganga óáreittur framhjá bílnum; en svo var ekki. Það endaði með því að ungverji var nær því að deyja en flestum skiptum fyrr, tvisvar sama daginn. Ungverja grunar að hér sé um samsæri að ræða.

góðar stundir

|