17.3.05

jæja, loksins loksins!!!

Komið vor. EFtir mikla og alltof langa bið, þá er kominn svona 15-18 stiga hiti, sól, stelpur í svona siðsamlega stuttum pilsum (það á nú eftir að breytast), og lífið leikur við mann. Var að fá einkunnina mína úr patho hérna um daginn, og gekk bara vel. Var yfir 50%, sem ykkur finnst kannski ekki mikið, en það er það nú samt. Nú er nefnilega mikið keppikefli að vera fyrir ofan 50%, enda ekkert autopsy próf til að hífa mann upp í meðaltalinu eins og á haustönninni. Ég var semsagt með 53, og er bara sáttur.

Annars er litið að frétta. Er að fara í annað patho próf í næstu viku, og þarf að lesa svo mikið að mig flökrar við tilhugsuninni. Alltaf kemur nú vorið á réttum tíma. Þetta er náttúrulega ómennska. Svo er búið að bijða mig um að vera með í framboði til FMSA (sem er Foreign Medical Student Association). Þetta er allt að gerast. Maður er svo ábyrgur sjáiði til... Ef þetta fólk hefði nú séð mann í Vaðnesi hér um árið... úff...

jæja,
er að fara heim að lesa...
later á þetta

|

7.3.05

jæja,
kominn í pakkann... byrjaður að blogga á ný, þó ekki sé nú útséð með hvort maður haldi því áfram eitthvað, eða hvað. En allavega, hér stend ég og skrifa... Er á leðinni í próf í Microbiology, eða örverufræði. Skemmtilegar sveppasýkingar, bakteríur og hringormar. Óbjóður frá helvíti!!! Annars er þetta bara allt í góðu geimi. Var að fá einkunn úr efnafræðiprófinu mínu síðan á fimmtudaginn, og gekk bara betur en ég bjóst við. Ég fékk heilum 30% hærra en ég bjóst við. Ekki oft sem það gerist. Þetta þýðir nú ekki að ég hafi náð prófinu... en þetta er samt allt að koma.

Annars ætlar vorið að láta bíða eftir sér eitthvað lengur. Um helgina byrjaði að snjóa, og hætti ekki fyrr en í nótt. Debrecen er því undirlögð snjó í augnablikinu, og er bara frekar kalt, en það er samt nokkuð fallegt veður.

Skemmtilegt, ekki satt.
Var í tíma í surgery (kírúrgíu, fyrir ykkur sem heima eruð) og mætti einn. Mjög fínt að vera í einkatíma. Sá fullt af athygliverðum tilfellum, pre og post operative. Fór svo, vegna þess að ég var einn, með lækninum á ICU og skoðaði fólk sem var nýkomið úr aðgerðum. Sá þar gaur sem var í nephrectomiu í fyrradag og gastrectomiu í dag (tekið nýra og magi). Hann var bara merkilega hress. Hrygldi svolítið í lungunum á honum, svo Dr. Györy ákvað að setja upp sog í lungun og saug út svona 600 ml af blóðlituðum vökva, og greyið gaurinn var ómennskur á meðan, engdist allur til og var í pakka. Ekki gaman að horfa upp á þetta, en áhugavert engu að síður.

jæja, er að fara semsagt í Micro á fimmtudaginn, og svo er löööng helgi. laugardagur, sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur. Hversu yndislegt. Vonandi verður sæmilegt veður. Fer pottþétt til Búda á laugardaginn að kaupa skó. Orðin mikil þörf á nýjum skó, bæði fyrir sál og líkama.

later

|