13.5.04

ekki lýst ungverja nú á blikuna. Líkast er sem bölvun dvergs hvíli nú á ungverskum bloggöldum...

|

jæjahér

jújú, Ungverji á á þessari stundu að vera að stúdera móðurmálið, enda eitt lítið próf í því núna eftir tjah, 2 tíma eða svo. Ungverji er að sjálfsögðu altalandi á þetta hrognamál, og hefir því á síðasta klukkutíma reynt að fara yfir sagnabeygingar og þess lags drullu. Ekki gengið vel.

Á morgun hefst svo próflestur fyrir alvöru. Fyrir liggur próftafla ungverja, en hún er svohljóðandi:

Biochemistry and Molocular Biology Final Exam Date: 2004.06.01.
Physiology Date: 2004.06.08.

Ekki sérlega löng, en nóg er nú að læra fyrir þetta. Þrjár góðar möppur af ógeði fyrir fyrra prófið. En það góða er að deildin gefur út titla sem maður svo dregur á munnlega prófinu. Þetta eru rúmlega 80 titlar, auk 24 klínískra vandamála. Ungverji ætlar sér að taka 2 daga í klíníkína, og svo 10 í titlana. Þá liggja eftir 6 dagar í yfirferð, og lærdóm fyrir skriflega prófið.

Fyrir seinna prófið, er ekki mikið hægt að segja. Lífeðlisfræði mannslíkamans er til prófs, og alls óvíst hvað spurt verður um. Kennarar þar á bæ hafa nefnilega frjálst val, og geta því spurt í sömu andránni um lifrina, og klifrað svo beint yfir í hjartað og svo í nýrun. Svo getur þeim líka dottið í hug að gefa manni upp eitthvað efni, eins og tildæmis taugagas og beðið mann að útlista áhrif þess á líkamsstarfsemina. Skemmtilegt? ekki sérlega.

Annars er allt í góðum pakka. Bloggerinn er kominn í nýjan búníng. Góður pakki það. Svo er ungverjinn bara að vonast til að komast heim í kringum 10. júní, ef allt gengur að óskum. Ungverji hefur svo störf á næturklúbbnum Costa Del $óltún 25. júní á næturvakt.

Eru það ekki eyjar???

|

3.5.04

Mikið eru nú fuglarnir yndislegir

eða þannig. Ungverji hatar fátt meira en helvítisdúfurnar sem kurra við svefnherbergisgluggann svona upp úr fimm á morgnana. Það ríkir heldur ekki mikil ást á starrahelvítinu sem gargar eins og hann eigi lífið að leysa í öllum mögulegum trjám við bókasafnið. Ef ungverji hefði nennu til, myndi hann vafalítið skjóta andskotans kvikindin, öll með tölu. Þess skal þó getið að hér er ekki átt við að þeyta hnöppum hvers konar að flygildunum, heldur silfurkúlur úr púðurbyssu, sem myndu án efa verða fuglunum að bana. Hins vegar koma efnahagslegar aðstæður ungverja í veg fyrir þessa fyrirætlan. Áætlaður fjöldi fugla á stór-Debrecen svæðinu er sennilega hátt í 20 milljónir. G.r.f.a. hver kúla vegi um það bil 30 grömm, og í henni sé 50% silvur. 15 grömm af silfri, gerum ráð fyrir 2 skotum per fugl sem gefa þá 600 tonn silfurs. Miðum við að verð á silfri sé 6 dollarar kemur þetta heim og saman. Þetta mun semsagt kosta um það bil markaðsvirði Pharmaco, give or take a few million $.

Annað sem ungverji vill koma á framfæri.

Hjólhýsi splundraðist . Þetta verður að teljast góð fyrirsögn. Önnur góð er "Fjórlembd ær í Rángárþingi" sem hékk uppi heilan sunnudag á mbl.is hér um árið.

Skilaboð dagsins:

PSD-95 hefur 3 PDZ domain eitt SH3 domain og eitt GK domain. Binst við NMDA receptora og NOS með PDZ, non-NMDA receptora með SH3 og við microtubulur með GK via MAP-1.

Þetta er undirstaða þess að lesendur lesa, börn læra, og skortur á þessu veldur því að fólk sem lærir, fellur í prófum.

góðar stundir

|