9.5.05

Já góðan og blessaðan daginn.

Hér sit ég við hlið eyrnalauss manns. Magnað það. Hann hlýtur að hafa lent í slysi eða eitthvað. Svo umlar hann endalaust... Þetta er nú ekki hægt að bjóða upp á þessa vitleysu. Hér í Ungverjalandi eru flestallir þeir sem sýna líkamlega eða andlega veiklu af einhverju tagi settir á stofnun!!! Eða voru allavega hérna í denn. Hvað um það. Nú er farið að líða all ískyggilega að prófum, veðrið orðið óbærilega gott, og engin leið að sitja yfir bókunum. Svo eru þau undur og stórmerki að gerast, að ég er að fara í klippingu í kvöld. Kristín Lilja ætlar að klippa mig. Það hefur ekki gerst síðan á fyrsta ári að ég hafi verið klipptur hér í magyaralandi. En einhverntíma verður allt annað.

Jæja, ég þarf að fara að hella mér yfir Creutzfeld-Jakob disease. Skemmtilegur andskoti...

svo er búið að seinka heimkomu. Frá 27. júní til 30. júní...

later...

|