28.1.03

Kiddi í Hallanum

"Já góðan daginn herra Forseti. Og hvað má bjóða þér í dag? Peppó kannski?"
Það var ósjaldan að Ungverjinn fékk að heyra þessi orð á námsferlinum í MR. Kiddi í Hallanum var ómissandi. Alltaf, hvað sem á bjátaði, mætti manni fyrir aftan borðið brosandi góðlátlegt andlit Kidda sem vildi allt fyrir mann gera. Þannig var hann bara. Það var allt sjálfsagt.
Ungverjann rekur minni til þess, e-n daginn er hann átti leið í Hallann að Kiddi var ekki á staðnum. Ungverjinn ályktaði strax að kallinn væri í útréttingum. Borga reikninga, eða stússast eitthvað. Konan hans Kidda, (sem lengi vel hélt nafni sínu leyndu fyrir Ungverjanum þó ekki af ásetningi, heldur var um að kenna ragni Ungverjans við að inna konuna eftir nafni sínu) hún Magga varð fyrir svörum. Það var Magga sem sagði Ungverjanum, er hann spurði um Kidda, að hann hefði verið lagður inn um nóttina. Ungverjinn kom af fjöllum, þó vitandi að Kiddi ætti við e-r veikindi að stríða, lungnabólgu og eitthvað slíkt. Kiddi hafði þá verið greindur með krabba fyrir nokkrum mánuðum. Ungverjinn spurði, eins og bjáni, hvort hann væri þá kominn heim. Nei. Svo var ekki. Hann væri hins vegar allur að hressast, og hefði ekki viljað hafa það að Hallinn væri lokaður í löngu frímínútunum. Hvað ættu krakkarnir að gera? Magga var hinn helmingurinn af Kidda. Oftar en ekki greindi þau á um hin ýmsu mál, en það var alltaf leist með góðlátlegu brosi og vinahótum. Meira þurfti ekki til. Þau stóðu alltaf saman. Kiddi og Magga voru sem órjúfanleg heild. Þau voru partur af MR, nemendum skólans. Þau voru partur af mér.
Ungverjinn vonar að Magga haldi áfram með Hallann, og kæmi Ungverjanum ekki á óvart að nemendur MR taki þar undir, heils hugar. Ungverjinn vottar Möggu og fjölskyldu innilega samúð, á þessum erfiðu tímum.
Horfinn er sjónum góður vinur,
Hvíl þú í friði Kiddi minn

Eggert Eyjólfsson (Forsetinn)

|

VIRKJUM DRASLIÐ II

Núna verða lesendur, sumir allavega, kolvitlausir. En neibb. Ungverjinn ætlar ekki að færa nein rök fyrir skoðunum sínum, frekar en í síðustu færslu sem bar sama nafn.

|

hvaða djö...

Þetta er náttúrulega ekki hægt! Það hefur verið risjótt netsambandið á Díák Szalló undanfarna daga, nú eða bara viku. Þetta hefur verið þannig, að Ungverjinn, kemur fram og biður um lykilinn að internet-herberginu. Vörðurinn segir: It´s not working. I´m sorry. Ungverjinn fer því inn, horfir á vídjó eða e-ð les eða bara e-ð. Svo kemur Ungverjinn fram, næsta dag, á leið á ungverskunámskeið. Vörðurinn segir: I can tell you, the internet is finally working. En nei. Þá þarf ungverjinn í skólann. Að skóla loknum, upp úr klukkan hálftvö, kemur ungverjinn heim, glaður í bragði og biður um lykilinn að internetherberginu. Neibb. It´s not working!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! DJÖFULSINS HELVÍTI!!! En núna er þetta víst allt að komast í lag.

|

21.1.03

VIRKJUM DRASLIÐ!!!

heilir og sælir lesendur góðir. Netsambandslaust hefur verið í Díák Szálló undanfarið, og bloggfall sökum þess.

fréttir úr bloggheimum:

Felgulykillinn er kominn í gang.

Atliis.is fer hamförum, og hörðum orðum um Liverpool, sem btw. er komið í úrslit bikarkeppninnar, ef ég man rétt. Gott mál það. Atlinn er beðinn afsökunar á fullhörðum orðum í hans garð. Bræðin fór með ungverjann, alla leið til Rúmeníu.

Drífan drakk einum kokteil of mikið um síðustu helgi [heimild:atliis.blogspot.com, bróðir Drífunnar]

Guja kyssir, og veitir kossa, eins og galin sé. Ungverjinn býður sig fram til að verða kysstur.

Guðrún Ása, og KP hafa báðar sent Ungverja rafpóst, og síðarnefnda hefur sent SMS, auk taumlausra örmýktarsendiboðasamræðna um Kárahnjúkavirkjun og Hálsalón, auk þjórsárvera. Þess má geta að KP er mjög blóðheit manneskja, sérstaklega þegar um ræðir þessi mál, og skiptir þar engu máli að KP hefur hvorki séð svæðin sem um ræðir "í beinni", hvað þá, að ungverjinn heldur, kynnt sér málstað beggja aðila, á hlutlausan og málefnalegan hátt.

Vitnað er í rafpóst frá Guðrúnu Ásu:
"Hryðjuverk gegn náttúru Íslands!!!" þarf að segja meira?

það verður svo að geta þess að Guðrún sem og KP eru fögur fljóð, fluggáfaðar, og hafa góðar og án efa vel ígrundaðar skoðanir. Ungverjinn er hins vegar á öndverðum meiði.

Lifið heil.

VIRKJUM DRASLIÐ!!!

|

18.1.03

Lygar, á lygar ofan

Það er ótrúlegt, hvað fólk kemst upp með þessa dagana. Menn ljúga sig, og sína, svo yfirfulla af vitleysu, að það er ólýsanlegt!!! Sem dæmi má nefna vefstjóra síðunnar Útvarp Felgulykill. Vefstjóri síðunnar atarna, er enginn annar en Dvergurinn, fyrrverandi andskoti Ungverjans, og verðandi (það er aldrei að vita). Vefstjórinn hefur undanfarna daga og vikur setið sveittur yfir frumkóða síðunnar, og reynt að fá "bévítans takka óbermin" til að virka. Á síðunni stendur svo "bévítans takka óbermin virka loksins", eða e-ð þvíumlíkt. EN ÞAÐ ER HELBER LYGI!!! Þessir djöfulsins takkar virka bara andskotann ekki neitt!!!

Fleiri dæmi um lyga, má finna í pólitískum undirheimum Reykjavíkurborgar, hvar Ingibergu Sólbrúnn [stolið af Kettinum], svíkur, lýgur og fer í kross við sjálfan sig, og flesta aðra. Hann lofaði að vera borgarstjóri. Svikið. Hann lofaði að fara ekki í þingframboð. Svikið [Hann stendur reyndar í þeirri meiningu að þingframboð hans hafi bara verið í "þykjó" eins og maður sagði í gamlagamladaga, því hann sóttist eftir 5.sætinu. Nú verður hann semsagt forsætisráðherra, sem hefur ekki sæti á þingi, og þarmeð hefur hann ekki brotið nein loforð. Góð rökfærsla, ekki satt.] Ungverjinn hefur fengið sig fullsaddann af þessu rugli, og leggur þess vegna til að Lazló István, borgarstjóri Debrecen borgar verði gerður að einræðisherra yfir Reykjavík, enda maðurinn hæfileikaríkur með meiru. Hann sást, fyrir ekki svo alllöngu vera að "juggla" með 4 boltum í verlsanamiðstöð borgarninnar, Plaza. Gárungarnir gerðu því í skóna, að með þessu móti, hafi maðurinn náð kjöri, í síðustu 5 skiptin. Já, Lazló István er búinn að vera borgarstjóri í Debrecen í 20 ár, og að þessu kjörtímabili loknu, verða árin orðin 25.

góðar stundir.

|

Vangaveltur um próf...

Ungverjinn er skráður í próf næstkomandi fimmtudag. Eins og glöggir lesendur ættu að vita, þá er Ungverjinn búinn í prófum. Hvernig getur þetta þá staðist? Jú, Ungverjinn hefur ákveðið að taka improvement próf í efnafræði næstkomandi fimmtudag. Nenna Ungverja til þess, fer þverrandi. Ráðleggingar frá lesendum væru vel þegnar!!! [snökt, snökt!]

|

Ekkert kynlíf.

Lesendur síðunnar eru innilega beðnir afsökunar á bloggfalli því er átt hefur sér stað. Það er þó ekki vegna ásetnings Ungverjans, heldur vegna laks netsambands.

|

15.1.03

Kynlíf, eiturlyf og Anna Kournikova á rassgatinu

Svona líka asskoti góður titill á bloggfærslu. Finnst ykkur það ekki? Annars er Ungverjinn búinn í prófum. Biophys var "rúllað upp" nokkurn veginn allavega. Ungverjinn sótti þrjú rör af fimm mögulegum. Ef ekki hefði verið ánægju Ungverja fyrir að fara, og hann gefið sér tíma í að líta yfir prófið, og kroppa e-r stig, þá er aldrei að vita að 4 rör hefðu verið uppskeran. Aldrei að vita.

Þó hefur ákvörðun um improvement próf í efnafræði verið tekin, og skal prófað 23. jan, næstkomandi. Því prófinu var heldur betur rúllað, en þar lágu 49 stig, og voru það bónuspunktar sem Ungverjinn vann sér inn, sem redduðu málinu. Þess skal þó getið, Ungverja til málsbóta, að prófið var tekið að morgni 9. jan, eða sem samsvarar 33 klukkutímum eftir að Ungverjinn kom til Debrecen. Þar af var helmingi tímans eytt í svefn, skiljanlega.

Nafn þokkagyðjunnar Önnu Kournikovu kemur fyrir hér í titli færslunnar. Það er ekki laust við að það hafi hlakkað í Ungverjanum, að fá að sjá sína keppa á Australian Open í nótt sem leið. Gaman var að sjá highlights úr leiknum úr fyrstu umferðinni, sem Kournikova rústaði 6-2 og 6-1. Hún var hins vegar grilluð af hinni nýgiftu Justin Henin, sem heitir nú nafninu Justin Henin-Hardenne. quite a mouthfull, wouldn´t you say.... hmm....

Svo var lagt af stað í bíóferð. Plaza varð fyrir valinu, og átti að sjá James Bond: Die Another Day. Hún var semsagt ekki sýnd með ensku tali. Tekinn var sá póll í hæðina að sjá þá myndina The Transporter. Fín mynd, byrjar vel, en endar í ruglinu. Það er bara of væmið þegar hardcore breski x-sérsveitarmaðurinn, sem keyrir um á brjáluðum bimma með töskur, og annan varning sem þarf að "transporta", verður ástfanginn af "the package" sem var kínversk stelpa. Svo bjargar hann gámi sem í eru 400 kínverjar. Hversu mikið rugl getur ein mynd orðið?

lifið heil


Ps.
Ungverjinn er á leið í verslunarleiðangur, sem að öllum líkindum mun þurrka út alla peninga sem ungverjinn á. Áhugasamir eru hvattir til að leggja inn á reikning 60100, kennitalan er 2208815989. Frjáls framlög.

|

11.1.03

Hvaða djö...

Hafa ráðamenn þjóðarinnar ekkert betra að gera en að skoða vefsíður borgaranna, sem verður nú að viðurkennast að eru ekki alltaf með gáfulegra móti. Það voru nefnilega hvorki fleiri né færri en 6 innlit af vefþjóni Alþingis inn á síðuna í gær. Pælið í því!

|

10.1.03

Ekki fleiri ferðasögur

en svona til að setja "the icing on the cake", eða setja punktinn yfir i-ið, þá fékk Ungverjinn ekki farangurinn, heldur varð að hýrast í sömu fötum í nákvæmlega 2 daga og 7 tíma.

Ef fólk lítur svo við í gestabókinni, þá má þar sjá að foreldrarnir hafa látið sjá sig, svona rétt til að líta yfir farinn veg afkvæmisins. Pabbi tekur heimspekilega á hlutunum, og lætur sér ekki bregða, á meðan mamma bara hlær yfir öllu saman.

Svo að lokum, þá hlýtur Ungverjinn að spyrja sig: "Hvað gerði ég til að verðskulda allt þetta?"
Ungverjann rekur minni til þess að hafa eitt sinn sparkað fótbolta upp í háaloft, og hann lenti á bílnum hjá ömmu. Spegillinn lá bara á planinu fyrir framan bílskúrinn og Ungverjinn vissi ekki hvort hann átti að hlæja eða gráta. Auðveldasta lausnin var sú, á þeim tíma, að kenna Jóa um allt saman. Jói, ég vona að þú getir fyrirgefið mér.

lifið heil.

|

9.1.03

Ófararsaga

Eins og lesendur Dómussins hafa væntanlega áttað sig á, þá er Ungverjinn á ný staddur í Ungverjalandi. (Ó)förin frá Klakanum á fáa ef einhverja sína líka í heimssögunni. Allavega flugsögu Íslands. Eftirfarandi er ekki fyrir viðkæmar sálir. Sagan er það niðurdrepandi að vissara er að hafa prósakkið við höndina ef illa skyldi fara.

Klukkan um það bil 10 á sunnudeginum 5.janúar vaknar Ungverjinn, ekki sæll og glaður, heldur þreyttur, þunnur og í almennu tjóni. Teitin kvöldið áður var vel heppnuð þrátt fyrir að vera endasleppt sökum bruna. Eftir að klárað hafði verið að pakka, vekja bróður Ungverja og foreldrarnir komnir framúr, allavega líkamlega, þá var lagt af stað (athuga skal hér að engin morgunmatur var snæddur). Sest var upp í Audibifreið Pharmaco hf. og lagt af stað til Keflavíkur. Þessi hluti ferðarinnar var án efa sá besti. Góður bíll, engar tafir og Ungverjinn mætti sem skyldi að Leifsstöð rétt fyrir klukkan eitt. Áætlun Icelandair gerði ráð fyrir brottför klukkan 14:15. Við komuna í Leifsstöð varð ljóst að ekki var allt með felldu. 45 mínútna seinkun var á brottför vélarinnar frá Keflavík, en það orsakaðist af seinkun í Glasgow. Eftir innritun var komið að kveðjustund og allir faðmaðir og kysstir í bak og fyrir. Nú dundu hremmingarnar yfir. Þegar að öryggishliðinu var komið stóð þar fyrir maður með perralegt andlit. Hann sagði einfaldlega ertu með e-ð á þér? Ég lét hann hafa allt mitt; Bakpoka, veski, fartölvu, klink, leðujakka, farseðil. Þegar Ungverjinn gerði sig svo líklegan til að ganga í gegnum hliðið, sagði gaurinn:
"Abababb!!! Ertu með belti?"
Ungverjinn: "Belti???"
G: "Já, belti?
Ungverjinn: "Já, afhverju?"
G: "Er það með stórt?"
Ungverjinn: "Það er nú frekar langt í því, en sylgjan er bara venjuleg... hvert er málið?"
G: "Úr beltinu!"
Ungverjinn: [eins og spurningarmerki í framan] "OK"
Það ver engu líkara en hanskinn hefði verið kominn upp á miðjan handlegg á gaurnum og höndin komin hálfaleið ofan í vaselíndolluna! En nei, Ungverjinn slapp í þetta sinn. Eftir að hafa setið í flugstöðinni og maulað kleinur í á annan klukkutíma var komið að því að labba út í hlið. Og auðvitað þurfti endilega að leggja vélinni eins langt frá og mögulegt var. Þegar út í vél var komið, kom í ljós sama rugl og á heimleiðinni. Full vél af nýbökuðum foreldrum með krakkana með sér. Grenjandi eins og smábörn, sem þau náttúrulega voru, og eru vonandi enn. Tíðindalítil var flugferðin fyrstu 3 tímana, en flugtíminn var reiknaður til Köben 3 tímar og 5 mínútur.
Flugstjórinn: "Góðir farþegar, flugstjórinn talar. Það er mikil umferð yfir Kaupmannahöfn, og við þurfum því að bíða í allt að 45 mínútur eftir lendingarplássi. Við vonum að þetta valdi ekki miklum óþægindum. Takk fyrir."
Flugstjórinn: "Ladies and gtlm [hann sagði semsagt ekki gentlemen, heldur gtlm]. We have to emmmmmmmmmmmmmmmm... hold over Copenhagen for emmmmmmmmmmmmmm about 45 minutes. Emmmmmmmmmm we hope it will be emmmmmm ok. Thank you."
Fyrir utan að vera vart mælandi á enskri tungu, þá var þetta bara allt í lagi hjá greyið kallinum. Nú var hins vegar farið að fara um Ungverjann, enda hafði hann einungis 2 tíma upphaflega til þess að ná flugvélinni til Budapest. En ok, hálftími... þetta reddast bara hugsaði hann. Barnalegt.
Eftir að hafa sirkúlerað yfir Stórabelti í hartnær klukkutíma heyrist eftirfarandi í kerfinu:
"Góðir farþegar, flugstjórinn aftur. Það er farið að snjóa á Kastrup. Þeir þurfa að þrífa brautina [er bara ein braut til að lenda á á Kastrup?], og við reiknum með að geta verið númer þrjú til lendingar, svo við reiknum með að vera lent eftir um það bil 25-30 mínútur."
[sama runa á ensku, náttúrulega með sömu tilþrifum að sýnd voru í fyrri ræðu kapteins].
Jæja, nú leit allt út fyrir að Ungverjinn væri búinn að missa af fluginu. Það svo sem ekkert slæmt. SAS, sem samstarfsaðila Icelandair, myndi þá bara redda mér hóteli, kvöldmat, bjór og græjum ókeypis, eins og þeim er jú skilt.
Eftir að hafa hringsólað í 45 mínútur kemur eftirfarandi:
"Jæææææja. Góðir farþegar. Það er bara búið að loka Kastrup, og við erum á leiðinni til Billund. Áætluð lending í Billund er eftir um það bil 5 mínútur. Áhöfn gerið farþegarými klárt fyrir lendingu og fáið ykkur sæti."
Semsagt. Eftir að hafa verið á leiðinni til Kaupmannahafnar frá Keflavík í tæpa fimm klukkutíma (sem er btw. sami flugtími og til New York!!!) var kallinn á leið til Billund. Lending var, ótrúlegt en satt fimm mínútum eftir að kapteinninn sagði að það væru fimm mínútur í lendingu.
"Góðir farþegar, velkomnir til...... emmmm Danmerkur [flugfreyjan ekki með hlutina alveg á hreinu]"
Þegar flugvélinni var lagt, slökkt á hreyflunum og ljósin kveikt, byrjaði maður að undirbúa sig fyrir landgöngu. Stiginn kominn og allt virtist reddí fyrir gott tsjill í Billund, jafnvel bara overnatning. En nei.
"Jæja gott fólk. Það vill víst enginn keyra ykkur inn í flugstöð, enginn vill selja ykkur neitt, og það vill enginn fá okkur þarna inn." Þetta voru skilaboðin sem kapteinninn fékk úr flugturninum á Billund Lufthavn. Farþegar urðu því að gera sér það að góðu að gera nákvæmlega ekki neitt. Eftir að þófið hafði staðið í um tvo tíma, þá gat Ungverjinn ekki setið á sér lengur og spurði yfirfreyjuna hvort hún ætti ekki e-a bíómynd. Hún sagðist munu athuga það. Eftir stutta stund komu svo skjáirnir niður og bíómyndin byrjaði. Ungverjinn gerði sér vonum um að Training Day hefði orðið fyrir valinu. NEIBB. Kvikmyndin sem sýnd var heitir Sweet Home Alabama. Þrátt fyrir að Ungverjinn sé tiltölulega ánægður með Reese Witherspoon, þá var þetta of mikið. Væl, grenj, öskur og asnalegheit.
Þegar um það bil korter var eftir af myndinni, sem maður náttúrulega neyddist til að horfa á bara til að gera eitthvað, þá kom tilkynning: "Það er búið að opna Kastrup!!!" "Áhöfn gerið farþegarými klárt fyrir brottför" "Cabin crew arm doors and report". Fagnaðarlætin brutust út meðal farþeganna. Stuttu síðar kom eftirfarandi: "Góðir farþegar. Það er umferðarhnútur yfir Kastrup, og við getum ekki tekið á loft fyrr en eftir hálftíma." þá heyrðist í e-m: "BÚÚÚÚ!!!" Í millitíðinni var boðið upp á kjúklingabringu númer tvö þann daginn. Sú fyrri hafði verið með skrítnu hrísgrjónahrásalati [hrísgrjónin hefðu alveg mátt vera soðin], en sú seinni með kartöflusalati. Ekki gott mál það.
Nú jæja, lent á Kastrup eftir LANGA bið. "Góðir farþegar, velkomin til Kaupmannahafnar" Fagnaðarlætin brutust út. Eftir að hafa taxíað á flugvellinum þónokkrastund stopparflugvélin allsnarlega og gellur við "Jææææja, góðir farþegar... Þetta hafðist. EEENNNNNN nú er ekki til neitt hlið fyrir okkur, en þeir segja að það losni fljótt. Hvað sem það nú þýðir" og eftir svona tíumínútur kom aftur "Ég vildi bara láta vita, að það er ekkert að frétta" Það kom svo í ljós, að það var svo mikil hálka, að bílarnir sem ýta flugvélunum afturábak spóluðu bara, og það þurfti að nota skriðdreka til að bakka draslinu út. En allavega. Kominn til Köben, og klukkan orðin 3, að nóttu til. Ferðalagið til Köben hafði því tekið 11 klukkutíma frá flugtaki til lendingar.
Á Kastrup var allt í steik. 10 tíma biðröð eftir information desk. 15 þúsund manns fastir. Öll hótel yfirfull. Fólk sofandi á miðju gólfinu. Ungverjinn fékk sér bjór og tsjillaði. Klukkan 6 um morguninn var lagt af stað í biðröð. Ungverjinn komst að, með miklu harðfylgi, eftir fjóra klukkutíma, þ.e.a.s. klukkan 10. Þá fékk hann flug til Búdapest sem átti að fara klukkan 14:15, eða sólarhring síðar en flugið átti að fara frá Keflavík daginn áður. Það voru því fjórir klukkutímar í viðbót. Þreytan var vægast sagt farin að síga í. Þegar komið var út í hlið, var tilkynnt um hálftíma seinkun. Gat verið. Nú jæja, hálftími ekki svo mikið. Ungverjinn var farinn að hlakka til að fá að borða, enda orðinn sársvangur. "Ladies and Gentlemen, we have a serious problem!" OHHHHHHHHHH AF HVERJU ÉG!!!!!!!!!!!!!!!! "There is no catering onboard this flight. This is due to the chaos at Kastrup Airport for the last 24 hours" Ok, enginn matur. Bara að komast til Budapest. Eftir allvenjulegt flug, og engan svefn varð ungverjinn var við konu um borð í flugvélinni sem lét all ófriðlega. Hún fékk semsagt taugaáfall. FRÁBÆRT. Öskrandi kelling í móðursýkiskasti yfir e-u rugli. Nú jæja til að gera langa sögu stutta [er það hægt héðan í frá???] þá lenti vélin, óvenjumjúklega, á Ferihegy og allt í gúddí. Enginn farangur. Engar bækur til að læra fyrir prófið eftir tvo daga. Ungverjinn átti eftir að sitja í lest í 3 tíma eða svo á leiðinni til Debrecen. Vegna þess að undirritaður hafði ekki tekið umrædda lest áður, hvað þá séð lestarstöðina í Debrecen, þá varð hann veskú að halda sér vakandi. Upp úr klukkan 22:30 var svo stoppað á stöð sem heitir Debrecen og Ungvejrinn vægast sagt feginn að vera kominn á leiðarenda. Allt á kafi í snjó, og leigarinn sem tekur venjulega svona 10 mínútur fór ekki yfir 40 alla leiðina að Diák Szalló. 25 mínútur þar. Um klukkan 23:00 var gengið inn um dyrnar. Lykillinn fenginn, og farið inn í herbergi. Hringt heim. Farið að sofa um miðnætti.

Til að gera langa sögu stutta:
Ferðalag:
Hefst 5. janúar klukkan 12.
Lýkur 7. janúar klukkan 0.
samtals 35 tímar (vegna tímamismunar).

verði ykkur prósakkið að góðu.

|

Jákvæðir straumar

Efnafræðiprófið gekk. Ekki vel, og ekki illa. Það bara gekk. Ég er nánast pottþéttur á að ná, en líka pottþéttur á að taka prófið aftur, eftir að biophys er búið. Ungverjinn þakkar jákvæðustraumana sem e-r sendi þegar um það bil 15 mín voru eftir, en þá kom andagift yfir Ungverjann. Bloggandi gat hins vegar ekki með nokkru móti munað Henderson-Hasselbach jöfnuna.

|

8.1.03

Klásus

Ungverja bárust þær gleðifréttir að einkunnir úr klásus eru komnar. 48 nemendur komust inn, og eins og gera mátti ráð fyrir, þá lækkuðu einkunnir nokkuð frá ruglinu síðan í fyrra. Það er gleðiefni að gott fólk komst að nú, eins og í fyrra, og óskar Ungverjinn Gunnari Thor, Sigga Árna og Sverri Inga til hamingju með áfangann. Ungverjinn hefur ekki frétt af gengi annarra kunningja.

Sendið jákvæða strauma fyrir efnafræðipróf morgundagsins hjá Ungverjanum.

ferðasagan birtist á morgun.

lifið heil.

|

5.1.03

hvert er málið???

hvers konar menn leggja hönd sína á heita eldavélarhellu, og brenna sig á henni??? Atlinn lenti nú einmitt í þessu. Hann er nýfarinn, og var sáttur við Burnfree, eftir þónokkur mótmæli, þar sem látin voru falla miðurfalleg orð um seyðinn at arna. En Atlanum er óskað velfarnaðar...

Gaman var hins vegar að glíma við sinn fyrsta sjúkling, Atlann. Hann lét í ljós mikil viðbrigði, sem einkenndust af ofurölvun (uppköst, endtutekt sömu orða/setninga, mótmæli o.s.frv.)

en engu að síður gaman að glíma við þetta. gott gott hér...

næsta blogg frá landi madjara, að loknu efnafræðiprófi 9.jan.

góða ferð Ungverji.

|

3.1.03

2002

Í þessum pistli er ætlunin að stikla á stóru í förum, og misfiörum Ungverjans á liðnu ári. Ástæða seinkunar birtingar pistils þessa, er sú að netsambandið á heimilinu hefur legið niðri frá því á gamlársdag.
Hefst þá pistillinn.

Árið 2002 var stormasamt í lífi Ungverjans. Í janúar, komst Ungverjinn ekki inn í læknadeild HÍ, sem voru mikil vonbrigði enda hafði ómæld vinna verið lögð í þetta átak. Eftir vonbrigði 4.janúar tók við barátt við ofurefli, að flestum þykir. Í samvinnu við margt fólk, þar á meðal Gunna, Davíð, Árdísi, Jóa, Guðrúnu, Siggu og fleiri tókst föruneytinu ætlunarverkið. Ætlunarverkið var að fá læknadeild, og HÍ ofan af þeirri vitleysu að halda inntökupróf í læknadeildina, þá um vorið. Inntökuprófin voru svo illa undirbúin að það var ekki einu sinni fyndið. Meira að segja Reynir Pétur, sem hlær nánast að öllu, hefði að öllum líkindum grátið, hefði orðið af þessum áformum deildarinnar. Með ótrúlegri seiglu, fundarhöldum með toppum menntastofnana í landinu tókst að fá háskólaráð til að samþykkja tillögu stúdentaráðs, og þar með okkar um að fresta inntökuprófunum. Þegar þetta var frá, var komið fram í febrúar. Í febrúar tóku við skriftir á háskólaumsóknum til Danmerkur og Ungverjalands. Febrúar var annars frekar viðburðalítill... Um miðjan mars héldu fagurklædddir sveinar, og meyjar í Súlnasal Eggerts (tm) þar sem dansinn dunaði í tilefni af brottför Ungverja til Danaveldis. Vistin í danaveldi varð styttri en áætlað var, enda var Ungverja synjað um skólavist í því annars ágæta landi. En á þeim fjórum mánuðum sem Ungverjinn dvaldi þar í landi, varð hann margs vísari um heiminn, lífið og tilveruna. Hverfulleika alls og því hve erfitt í raun er að vera að heiman í lengri tíma. Sambandið við vinina verður öðruvísi, minna en á engan hátt verra. Þegar til Danmerkur var komið hitti maður Gullan, sem hafði beilað í janúar. Eftir stutta dvöl í Sönderborg var haldið til Århus. Þar dvaldi Ungverjinn frá miðjum mars fram í júlí. Eftir þriggja vikna dvöl hjá kunningjafólki pabba, þá flutti Ungverjinn í annað húsnæði. Glæpamaðurinn Carsten og vinir hans fluttu, á meðan dvöl Ungverja stóð að minnsta kosti hálft tonn af þýfi inn og útúr íbúðinni. Kókaín, bjór, hass og allt mögulegt var reglulega á ferðinni, og sogið upp af stofuborðinu. Ungverjinn lá ekki í reiðileisi eins og grænlendingur. DEFCO as (hf). Þar var Ungverjinn í vinnu sem skaffer. Líf Ungverjans hefði auðveldlega getað hangið á bláþræði, oftar en einu sinni. Þó munaði mjög mjóu þegar Ungverjinn varð nánast undir tvö þúsund kílóum af hamborgarahrygg. Það kann að hljóma fyndið, en í raun og veru þá skall hurð vægast sagt nærri hælum. Ungverjinn, þótt sterkur sé þá er það honum ofviða að hafa vald á 2ja tonna hlassi, sem þar að auki hallaði töluvert. Hildur Rut var einnig stödd í Århus þá dagana. Vinskapur Hildar og blogganda á sér langa sögu, enda kynnin staðið síðan í 4. bekk barnaskóla. Það var gott að hafa kunnuglegt andlit, og rödd að tala við, og ómældur fjöldi SMS skilaboða flaug á milli, nánast daglega. Eftir Danmerkur dvöl, var förinni haldið til Frakklands til að hitta Gulla, sem enn og aftur hafði beilað, og var nú kominn með hanakamb og bjó á Rivierunni. Gaman var að koma til Cannes, sjá rauðadregilinn, stjörnurnar og handarför þeirra. Gulli hafði búið um nokkurt skeið í Jean Les Pannes, sem er rétt hjá Cap d´Antibes, sem svo er ekki langt frá Cannes. Annars var Ungverjinn varði einnig 2 dögum í París. Ungverjinn mælir ekki með því að vera einn í París. Öruggt er að segja, að þrátt fyrir að Ungverjinn hafi oft verið einmana í Danmörku, þá náði einmanaleikinn hámarki í mannhafi Parísarborgar. [snökt, snökt] Gott var að vera með Gullanum eftir parísardvölina. Þrátt fyrir að eftir að líða tók á daginn tæki skyggni að minnka vegna óskilgreinds reykjarmökks [hmm...]. Veðrið var gott, sólin skein, og það var ógeðslega heitt. Eftir dvöl í Jean Les Pannes í nokkra daga, tók við lestarferð til Feneyja. Feneyjar voru góðar, þó ekki vegna þess að þar væru fögur hús, eða fagrar meyjar eða góðar almenningssamgöngur. Nei, félagarnir hittust aftur. Atlinn, Gullinn, Tuminn, Ingvinn og Ungverjinn. Í Feneyjum var heitt, og einhver fékk risakók dauðans. Bjórinn var góður, en einnig má þess geta að bjórinn hans Tuma vó eilítið minna en hinna. Svolítið fyndið. Að Feneyjum loknum héldu Ungverjinn, Atli og Tumi til Pompey, með viðkomu á hringtorgi í Bologna, þar sem lagst var til lúrs ásamt ógæfumönnum borgarinnar. Eftir hrikalega langa lestarferð, var komið að þætti Giuseppe, sem er eini ítalinn sem talar ensku. Hann benti ferðalöngum á að hostelið sem hafði orðið fyrir valinu, var einungis fyrir kaþólikka, svo við yrðum að vera þægir góðir "alterboys". Bara eins gott að við myndum ekki rekast á e-a dygga fylgismenn kirkjunnar, eins og t.d. erkibiskupa... Pompei: Frábær. Rústirnar mjög tilkomumiklar. Næst var það Róm. Enn og aftur mælir Ungverjinn með því að Róm sé tekin á 2 vikum, ekki 2 dögum, líkt og París. Hlaup um Péturskirkjuna, rölt um Vatikanið og að gægjast á Colosseum er ekki nóg. Eftir Rómardvöl var haldið heim á leið. Eftir um það bil fjórar vikur á Klakanum dunaði dansinn enn á ný í húsakynnum Súlnasalarins , nú að því tilefni að Ungverjinn var að láta upp í för til Ungverjalands. Þann þriðja september var svo haldið út. And the rest is history.

Í stuttu máli sagt: Ungverjinn fæddist hinn 31. ágúst 2002. Á hinum annars stutta líftíma hefur Ungverjinn gengið í gegnum margt; þykkt, þunnt, seigt og meirt. Í heildina gott ár, en þó of mikið af sálarflækjum og vitleysu. 2003 einkennist vonandi af meiri stöðugleika og almennri ánægju en það sem er að líða.

Gleðilegt ár, og takk fyrir allt gamalt, gott og slæmt. Því allt verður þetta nú til þess að þroska mann, hmm...

|