29.6.03

Myndir

Stórviðburður hefur átt sér stað. Myndir, er nýr þáttur á domus hungaricus. Þar verður smámsaman birt samansafn stafrænna mynda sem ungverjinn hefur tekið bæði á Íslandi, og í Ungverjalandi, af vinum, kunningjum, óvinum, skrímslum og almennu ógeði.
Fyrstu myndirnar eru að mestu lausar við ógeð, en þær koma frá Eyrarbakka, hvar Ungverjinn tók þátt í Jónsmessuhátið þeirra Eyrbekkinga. Stiginn var Vikivaki í fjörunni, Atli fékk kúk á rassinn (eina ógeðið í þessari syrpu), drukkið var ótæpilegt magn áfengis (Gulli átti þar mestan partinn í þessu ótæpilega), ástir vöknuðu, slöknuðu, hjörtu tóku kipp, fengu líf, og voru kramin. Það má því segja að margt hafi gerst, enda ekki við öðru að búast, þegar slíkur hópur DPK-ara(DreifBýlisPakk) og AKP-ara (AðKomuPakk) leiða saman hesta sína.
Gjöriði svo vel.

|

28.6.03

10.000 gesturinn

Ungverja þykir rétt að tilkynna eftirfarandi: Senn líður að þvíað gestur númer 10000 líti inn á síðuna. Mun viðkomandi hljóta vegleg verðlaun.
Keppisti nú við, og verið númer 10000

|

27.6.03

bletz

jamm og jæja... Ingvar, a.k.a. ómennið, er líka á næturvakt, svo þetta er allt hið besta mál.

Magnaður skítur þetta rugl.

Ungverji telur að þetta, að vera á næturvakt 7 daga í röð, sé full mikið. Bloggandi finnur greinilega fyrir ásókn sturlunar. Annars er þetta ótrúlega gott tsjill. 55% álag gerir líka sitt til að gera þetta bærilegt. Svo má ekki gleyma langloku með fersku grænmeti, ananas og osti (man ekki hvort skinka dveljist þar einnig), en nokkuð ljóst er að sinnepssósan gerir sitt fyrir langlokuna.

Lesendum domusins, ætti nú að vera orðin ljós sturlun Ungverja.

góðar stundir.

|

Texas má ekki banna kynmök karlmanna

Ungverja er spurn: Hvað er ekki að hjá Bandaríkjamönnum? Ungverji skilur einfaldlega ekki hversvegna kynmök samkynhneigðra voru bönnuð til að byrja með. Þetta er með ólíkindum. Ungverji spyr sjálfan sig, hvort ekki sé heil brú í forseta BNA, fyrrverandi ríkisstjóra Texas. Svo dúkkar það upp, að auðvitað er ekkert heil brú í þeim manni. Mætti segja að Corpus Callosum sé sundurslitið.

|

Söknuður

Það er ekki laust við að Ungverji sakni Guju á næturvaktinni. Þetta lítur út fyrir að verða löng nótt, en ætli þetta verði ekki allt í lagi.

|

26.6.03

Jæja...

Það er ljóst að búið er að breyta blogger. Í upphafi var grátt. Ungverji var ósáttur. Svo varð ljós. Ungverji sá blátt. Líkar vel. me læk...

|

24.6.03

hahahahahaha!!!

Já, þegar þriðjungi Draumadeildarinnar er lokið, hefur Ungverjinn komist á flug. Eftir að hafa vermt neðsta sæti Ramleague fyrir síðustu umferð, er Ungverjinn kominn í efsta sæti. Er það vel.

|

Affirmative Action

...Eða affirmative blacktion, eins og gárungarnir í USA hafa stundum kallað þessa stefnu. Hún gengur út á það að fólk af minnihluta hópum sé gert auðveldara fyrir að komast að í vinnu, skóla eða þess háttar, á þeim grundvelli einum saman, að þeir séu allt nema hvítir. Hvað finnst fólki um þetta? Er þetta allt í lagi, eða er rotið epli í tunnunni?

Fyrir leiti Ungverja, er þetta ekki nógu gott. Vissulega hafa þeir sem tilheyra minnihlutanum í USA ver menntaðir, og hafa minni tækifæri á að koma sjálfum sér í gegnum skóla o.a.þ.h. Hins vegar er það ekki réttlætanlegt að hvítum umsækjanda í háskóla, sem hefur betri einkunnir en svartur umsækjandi, sé hafnað á þeirri forsendu að hinn svarti tilheyri minnihlutahóp. Það sér það hver einasti maður að þarna liggur pottur brotinn.
Svo ég minni á stjórnarskrá USA [Stebbi, þú leiðréttir ef ég fer rangt með] "Allir menn eru fæddir jafnir, og mismunun manna á milli er bönnuð." Auðvitað hljómar stjórnarskráin ekki svona, en þetta er meiningin með því sem þar er ritað.
Hvað segir liðið? Kommentiði nú í nýja kommentakerfið!!!

|

Snilldar heimasíða!!!

Þessi heimasíða er helber snilld. Hún ber heitið Rectal Foreign Bodies, and their removal. Þetta er ómennskur suddi!!!

|

23.6.03

myndir...


Atlinn látinn, og Lókar fagna sigri. Þetta er virkilega sárt



Gunni fagnar

|

21.6.03

Draumadeildin´

Hingað til hefur draumadeildin verið hálfgerð eða öllu heldur alger martröð. Hins vegar eftir síðustu umferð áskotnuðust Ungverja 24 stig. Farinn úr síðasta sæti í Ramleague, því níunda, í fimmta sæti. Efri hluti deildarinnar er mjög jafn en ekki skilja nema 6 stig efstu fimm sætin. Svo er bara að vona það besta...

|

Hjólastólar sem ganga fyrir rafmagni.

Undanfarið hefur Ungverji tekið eftir nýrri þróun í farartækjaflóru Íslendinga. Fjórhjól, sem líta út eins og nýtískuhjólastólar skjóta nú upp kollinum eins og gorkúlur. Fólk "þeysist" um götur bæjarins, ekki á gangstéttum og stígum. Nei. Á götum úti, innan um bíla og fullhlaðna malarflutningabíla.
Það er svo sem gott og blessað að fólk, sem á erfitt um að komast milli staða fái sér svona apparat. Hins vegar er þetta stórhættulegt í höndunum á röngum einstaklingum. Það var einmitt í dag, sem Ungverjinn ásamt bróður sínum, sátu fyrir framan "kirkjuna sem er eins og McDonalds-merki", að bíða eftir eiganda geisladisks sem gleymdist í geislaspilara bróðurins. Sem beðið var, og biðin var löng, keyrði maður niður brekkuna hjá Kópavogskirkju á svona apparati. Ekki leið á löngu þar til hann sneri við, en hann fór hring á hringtorginu, og kom aftur upp brekkuna. Í þetta skiptið varð Ungverjanum ekki um sel. Það var ljóst að maðurinn gekk ekki heill til skógar. Eðlilega ekki, enda ef hann hefði verið heill, þá hefði hann ekki notað sægrænan "Thunder buggey" fjórhjólastól til að komast ferða sinna. Hann fór í chicken. Ungverjanum rann kalt vatn milli skins og hörunds. Hann fór ítrekað í chicken við umferðareyjarnar á bílastæðinu, og hefði auðveldlega getað valdið stórtjóni. Bæði á sjálfum sér, umliggjandi bílum, og "Thunder buggey" fjórhjólastólnum.
Ungverjanum varð létt er hann sá manninn hverfa bakvið kirkjuna.
En nú af heimskupörum stúlkunnar, eiganda geisladisksins. Hún spurði bróður Ungverja, hvort þeir gætu ekki hitt hana og vinkonu sína, við kirkjuna sem er eins og McDonaldsmerkið. Ungverji minnist þess ekki að hafa séð aðra kirkju sem lítur út eins og McDonaldsmerki en viti menn. Stúlkan fann aðra kirkju. Indíánatjaldskirkjuna í Mjódd. Hversu tregt getur fólk verið? Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að stúlkan ók á Yaris, gengur í verzló og er ljóshærð.

Lifið heil

|

13.6.03

ENN MAGNAÐRA!!!

HVAÐ ER Í GANGI??? Þessir menn eru brjálaðir!

Ísraelar segja pólitíska leiðtoga sem fyrirskipi morð ekki njóta friðhelgi

þessi fyrirsögn er af mbl.is í dag. Með þessu, er ríkisstjórn Ísraels í raun að segja sjálfa ekki njóta friðhelgi. Það mætti því segja að það sé "open season" á Ariel "Ultra" Sharon, og félaga á Knesset.

MAGNAÐ!!!

|

10.6.03

Magnað

Dýrkeypt gramm af hassi


Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið dæmdir til að greiða hvor um sig 30 þúsund króna sekt auk sakarkostnaðar en þeir urðu uppvísir að því að kaupa í sameiningu eitt gramm af hassi og nota það í bíl, sem þeir lögðu m.a. í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Fjögurra daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu SÁÁ má gera ráð fyrir að götusöluverð á grammi af hassi sé um 1880 krónur.


tekið af mbl.is

Það er magnað að lögreglan á Íslandi hafi ekkert betra að gera við tíma sinn, en að taka menn sem vilja fá sér eina jónu í bíl við Akureyri. Hvern voru þeir að skaða með því, aðra en sjálfa sig?
Ungverja er spurn...

|

2.6.03

II

Jónas sá að undan sænginni kom brúnn fótur, vel snyrtur og lakkaðar táneglur með fjólubláu naglalakki. Jónas langaði að stökkva á sængina, og svipta hulunni af því sem hann hélt að væri Svanhildur og Didda í góðu geimi. Annað kom á daginn. Raggi kom inn í herbergið, og æpti:"Hvað í andskotanum er í gangi hérna?!" Sængin hætti að hreyfast. Undan sænginni kom stúlka með ljóst hár, og karlmaður. Hvorugt þeirra þekkti Jónas, því síður Ragga. Jónas spurði þau hvað þau væru eiginlega að gera inni hjá sér. Til þess að gera langa sögu stutta, þá höfðu þau brotist inn til þess að fá afnot af rúmi. Þau áttu nefnilega heima á Raufarhöfn, og þekktu engan í bænum, svo þau bara ákváðu að að brjótast inn einhvers staðar.
Það mætti segja að þau hefðu ekki getað valið betri stað, því Jónas var of þunnur til að gera eitthvað mál úr þessu. Hann sagði þeim bara pent að klæða sig í, og fara út. Sem þau og gerðu.
Þá var bara einni spurningu ósvarað: "Hvar voru stelpurnar?"
Raggi tók sig til og hringdi í Diddu. Eftir að hafa látið hringja 14 sinnum, svaraði Svanhildur í símann. Raggi átti ekki orð. "Hvar er Didda?"
Svanhildur: "Hún er í sturtu"
"Leyfðu mér að tala við hana!"
"HÚN ER Í STURTU FÍFLIÐ ÞITT! EKKI HRINGJA AFTUR, DRULLUSOKKURINN ÞINN!!!"
"Bíddu, hvað er í..."
"dududududududu"
Svanhildur var búin að skella á. Jónas spurði hvað væri eiginlega í gangi. Raggi sagðist ekki hafa hugmynd um það. Svanhildur væri bara kexrugluð, og örugglega á einhverju. Jónasi leist ekki á blikuna, og ýtti á rídæl.
"VAR ÉG EKKI BÚIN AÐ..."
"Svana þetta er ég! Jónas"
"Rektu þetta fífl út út íbúðinni hjá þér"
"Hvað er í gangi? Af hverju?"
Svanhildur greinilega nennti ekki að tala um þetta, því hún skellti á.
Hvað hafði eiginlega gerst? Hvað voru þessar gellur eiginlega að pæla?

Þegar Jónas og Raggi voru orðnir tiltölulega edrú, tóku þeir bílinn hans Ragga og keyrðu upp til Svanhildar, en hún átti heima í Gerðunum. Jónas sagði að það væri sennilega best að hann færi inn, og Raggi myndi allavega bíða til að byrja með. Þegar Jónas svo bankar, kemur Didda til dyra og segir bara hæ, svo þegar hún sér Ragga í bílnum, flippar hún. Hún skellti hurðinni næstum á nefið á Jónasi, og greyið Jónas veit ekkert hvað er í gangi. Þegar Raggi situr og horfir á þetta, finnur hann símann titra í buxunum. Hann tekur hann upp og sér: "1 message recieved". Raggi opnar skeytið og sér að það er frá einhverjum Kjartani. "Hvaða djöfulsins rugl er þetta. Ég þekki engan Kjartan!" hugsaði Raggi með sér, þegar hann opnaði skeytið. Þar stóð: "Takk fyrir gærkvoldid. Thu ert frábær :)". Raggi sendi til baka: "Hver í fjandanum ertu???". Eftir kannski hálfa mínútu fær Raggi þetta skeyti: "Manstu ekki eftir mér? Thu sagdist aldrei hafa gert svona ádur". Raggi varð brjálaður. Hann reyndi eins og hann gat að muna hvað gerst hafði kvöldið áður. Eftir að hafa legið með hausinn í bleyti í nokkrar mínútur, á meðan Jónas var að reyna að ná sambandi við Svanhildi, rifjaðist eitthvað upp fyrir honum. Á Gauknum kvöldið áður hafði hann hitt einhvern gaur. Raggi rifjaði meira upp, og þá kom það. "ert´ ekk´ að fokkin grínast!!!"

|

jæja

Kominn heim. LOKSINS!!! Lenti, ótrúlegt en satt ekki í neinum hremmingum á leiðinni. Tókst meira að segja að stytta ferðalagið um 3 klukkutíma, með því að tala við snilldarkonu á Kastrup sem hleypti mér í fyrra flug. Mjög gott.
Snilldin er slík, að vera kominn heim. Tsjillaði feitt á föstudagskvöldið. Mamma og pabbi fengu að njóta návistar við mig, í fyrsta sinn síðan í lok mars. Kallinn vakti mig svo upp úr klukkan eitt. "Var bara að prófa símanúmerið". En það var gaman að heyra í Kallinum. Ekki heyrt í honum lengi. Svo á laugardagskvöldið var tekið gott djamm. Byrjaði heima hjá Atla. G&T kom sterkur inn. Stebbi mætti (meira þarf eiginlega ekki að segja um snilld þessa kvölds en að Stebbinn var í bænum til að ég held að verða 5, en það gerist ekki á hverjum degi!!!). En allavega, eftir að GT hafði runnið ljúflega niður, og búið að mixa lagalistann fyrir kvöldið, var haldið í langferð. Til KP. KP var voða sæt, að venju, en hún fór samt ekki að gráta í þetta skiptið. KP bjó til pylsur fyrir okkur strákana, vöfðum í beikoni (þ.e.a.s. pylsunum). Síðar bættist KB í hópinn, þar á eftir Gása, Helga Ben, hennar egtamaður Eiki Beib, Daði ásamt Snjólaugu, sinni egtakonu, Arnie og síðust en svo langt frá því að vera síst, að orð fá því ekki lýst, Guja.
Eftir að Stella hafði verið drukkin úr 5 660ml flöskum var haldið á Næsta bar. Þar á eftir á Hverfisbarinn, og þaðan á Landsins Bestu Pylsur. Í millitíðinni varð umferðarkeila fyrir mér, sem ég varð að henda inn á lóðina hjá stjórnarráðinu. Það tókst ekki betur en svo, að báðir olnbogar eru krambúleraðir. Ókunnugur maður kom upp að mér, fyrir utan LBP og sagði mig vera í ruglinu. Ég sagði hann vera í ruglinu. Ég vona að þessi maður hafi ekki verið í Hafnarstræti nokkrum mínútum síðar.
Hins vegar voru dreggjar djammsins töluverðar, og skil ég ekki hvers vegna svo fór.

p.s.
Lesendur hafa nú orðið vitni að því að á bloggi þessu hefur í fyrsta sinn verið ritað í fyrstu persónu, eintölu.

|