II
Jónas sá að undan sænginni kom brúnn fótur, vel snyrtur og lakkaðar táneglur með fjólubláu naglalakki. Jónas langaði að stökkva á sængina, og svipta hulunni af því sem hann hélt að væri Svanhildur og Didda í góðu geimi. Annað kom á daginn. Raggi kom inn í herbergið, og æpti:"Hvað í andskotanum er í gangi hérna?!" Sængin hætti að hreyfast. Undan sænginni kom stúlka með ljóst hár, og karlmaður. Hvorugt þeirra þekkti Jónas, því síður Ragga. Jónas spurði þau hvað þau væru eiginlega að gera inni hjá sér. Til þess að gera langa sögu stutta, þá höfðu þau brotist inn til þess að fá afnot af rúmi. Þau áttu nefnilega heima á Raufarhöfn, og þekktu engan í bænum, svo þau bara ákváðu að að brjótast inn einhvers staðar.
Það mætti segja að þau hefðu ekki getað valið betri stað, því Jónas var of þunnur til að gera eitthvað mál úr þessu. Hann sagði þeim bara pent að klæða sig í, og fara út. Sem þau og gerðu.
Þá var bara einni spurningu ósvarað: "Hvar voru stelpurnar?"
Raggi tók sig til og hringdi í Diddu. Eftir að hafa látið hringja 14 sinnum, svaraði Svanhildur í símann. Raggi átti ekki orð. "Hvar er Didda?"
Svanhildur: "Hún er í sturtu"
"Leyfðu mér að tala við hana!"
"HÚN ER Í STURTU FÍFLIÐ ÞITT! EKKI HRINGJA AFTUR, DRULLUSOKKURINN ÞINN!!!"
"Bíddu, hvað er í..."
"dududududududu"
Svanhildur var búin að skella á. Jónas spurði hvað væri eiginlega í gangi. Raggi sagðist ekki hafa hugmynd um það. Svanhildur væri bara kexrugluð, og örugglega á einhverju. Jónasi leist ekki á blikuna, og ýtti á rídæl.
"VAR ÉG EKKI BÚIN AÐ..."
"Svana þetta er ég! Jónas"
"Rektu þetta fífl út út íbúðinni hjá þér"
"Hvað er í gangi? Af hverju?"
Svanhildur greinilega nennti ekki að tala um þetta, því hún skellti á.
Hvað hafði eiginlega gerst? Hvað voru þessar gellur eiginlega að pæla?
Þegar Jónas og Raggi voru orðnir tiltölulega edrú, tóku þeir bílinn hans Ragga og keyrðu upp til Svanhildar, en hún átti heima í Gerðunum. Jónas sagði að það væri sennilega best að hann færi inn, og Raggi myndi allavega bíða til að byrja með. Þegar Jónas svo bankar, kemur Didda til dyra og segir bara hæ, svo þegar hún sér Ragga í bílnum, flippar hún. Hún skellti hurðinni næstum á nefið á Jónasi, og greyið Jónas veit ekkert hvað er í gangi. Þegar Raggi situr og horfir á þetta, finnur hann símann titra í buxunum. Hann tekur hann upp og sér: "1 message recieved". Raggi opnar skeytið og sér að það er frá einhverjum Kjartani. "Hvaða djöfulsins rugl er þetta. Ég þekki engan Kjartan!" hugsaði Raggi með sér, þegar hann opnaði skeytið. Þar stóð: "Takk fyrir gærkvoldid. Thu ert frábær :)". Raggi sendi til baka: "Hver í fjandanum ertu???". Eftir kannski hálfa mínútu fær Raggi þetta skeyti: "Manstu ekki eftir mér? Thu sagdist aldrei hafa gert svona ádur". Raggi varð brjálaður. Hann reyndi eins og hann gat að muna hvað gerst hafði kvöldið áður. Eftir að hafa legið með hausinn í bleyti í nokkrar mínútur, á meðan Jónas var að reyna að ná sambandi við Svanhildi, rifjaðist eitthvað upp fyrir honum. Á Gauknum kvöldið áður hafði hann hitt einhvern gaur. Raggi rifjaði meira upp, og þá kom það. "ert´ ekk´ að fokkin grínast!!!"
<< Home