I
"...Hvur djöfullinn er í gangi???" Þegar Jónas vaknaði, var engu líkara en verið væri að hræra í hljóðhimnunni á honum með eyrnapinna. Fíflið í kjallaranum var að gera hann brjálaðann. Ekki nóg með að hann kvarti yfir hávaða þegar Jónas hnerrar, þá er það honum lífsnauðsyn að brjóta upp grunninn á húsinu, með loftbor, klukkan 7:59 á laugardagsmorgni. Jónas ákveður hins vegar að leggjast bara á hina hliðina og reyna að sofa úr sér síðustu prómillin, frá kvöldinu áður. Jónas var ekki lengi að ná upp blóðþrýstingnum, því sem hann sneri sér við, mætti honum sú loðnasta bringa, sem hann hafði á ævinni séð. Hann stökk upp úr rúminu og öskraði. Raggi vinur hans lá í rúminu, allsber. "Hvað er í gangi?" æpti Jónas upp yfir sig. Raggi rumskaði ekki. Það var náttúrulega ekki séns að Jónas gæti sofnað aftur, sérstaklega ekki eftir að hann komst að því að hann sjálfur var allsber líka.
Jónas fór fram og fékk sér kornflex og kaffi. Íbúðin var ekki ýkja stór. Lítið eldhús, baðherbergi, ágætis stofa og 2 svefnherbergi. Kaldar flísarnar í eldhúsinu titruðu við djöfulganginn í kallinum niðri, og kaffið myndaði svona hringi, eins og í Jurassic Park. Raggi kom fram. Það var ekki laust við að hann væri vandræðalegur. Ef eitthvað var, þá var hann þynnri en Jónas, ef ekki fullur ennþá. Þeir sögðu ekki mikið. Hvorugur virtist muna hvað hafði gerst á Gauknum kvöldið áður. Páll Óskar var DJ, og eins og vant var, þá var feiknastuð.
"Hvar eru stelpurnar?" spurði Raggi.
"Hvaða Stelpur?"
"Didda og Svanhildur, hverjar aðrar?"
Didda var kærasta Ragga. Ljóshærð, blá augu og var einu sinni eins og klippt út úr Playboy. Eftir að hafa djammað of mikið í tvö ár, var ekki laust við að það sæist á henni að hún væri lifuð. En Ragga var sama. Kroppurinn var ennþá til staðar, og fyrir Ragga, þá var það það sem skipti máli.
Svanhildur var gella sem Jónas var að reyna að hösla. Þau höfðu "þekkst" í tæpt ár. Hann sá hana fyrst í Klassanum. Hún var að æfa innanlærisvöðvana. Vel formuð lærin og stæltur maginn nutu sín vel í átfittinu sem hún var í. Ekki skemmdi fyrir að svitinn dropaði á brúnu enninu, og hann fylgdist með einum dropanum, þegar hann rann niður ennið, nefið og lenti beint á milli brjóstanna. Djöfull var hún flott. Hún glansaði. Jónas langaði svo mikið að segja hæ, en auðvitað þorði hann því ekki. Hún brosti, og blikkaði hann. Þegar Jónas kom svo úr sturtu, sá hann að Svanhildur var að tala við Dísu (þið vitið, Dísa í WorldClass). Hún sagði: "Hæ". Jónas vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann ætlaði að segja hæ, en var svo stressaður að hann fékk svona kökk í hálsinn, og varð að kyngja. Þess vegna kom ´hæ´ið´ út eins og hiksti. Jónas hugsaði með sér "Fífl get ég verið. ANDSKOTINN!!!". Þau voru svo svona "hæ" vinir í tvo þrjá mánuði, en þá bauð hún honum upp á salat og sjeik í Klassanum. Þau voru svo að deita svona on and off í nokkra mánuði, en nú var þetta að gerast.
"Eru þær hérna?!?", um leið og hann sagði þetta, þá tók hann eftir að dyrnar inn í gestaherbergið voru lokaðar.
Hann rauk á fætur og nánast sparkaði upp hurðinni. Við honum blasti rúmið, sængin, og og... það var eitthvað undir sænginni.
<< Home