21.6.03

Hjólastólar sem ganga fyrir rafmagni.

Undanfarið hefur Ungverji tekið eftir nýrri þróun í farartækjaflóru Íslendinga. Fjórhjól, sem líta út eins og nýtískuhjólastólar skjóta nú upp kollinum eins og gorkúlur. Fólk "þeysist" um götur bæjarins, ekki á gangstéttum og stígum. Nei. Á götum úti, innan um bíla og fullhlaðna malarflutningabíla.
Það er svo sem gott og blessað að fólk, sem á erfitt um að komast milli staða fái sér svona apparat. Hins vegar er þetta stórhættulegt í höndunum á röngum einstaklingum. Það var einmitt í dag, sem Ungverjinn ásamt bróður sínum, sátu fyrir framan "kirkjuna sem er eins og McDonalds-merki", að bíða eftir eiganda geisladisks sem gleymdist í geislaspilara bróðurins. Sem beðið var, og biðin var löng, keyrði maður niður brekkuna hjá Kópavogskirkju á svona apparati. Ekki leið á löngu þar til hann sneri við, en hann fór hring á hringtorginu, og kom aftur upp brekkuna. Í þetta skiptið varð Ungverjanum ekki um sel. Það var ljóst að maðurinn gekk ekki heill til skógar. Eðlilega ekki, enda ef hann hefði verið heill, þá hefði hann ekki notað sægrænan "Thunder buggey" fjórhjólastól til að komast ferða sinna. Hann fór í chicken. Ungverjanum rann kalt vatn milli skins og hörunds. Hann fór ítrekað í chicken við umferðareyjarnar á bílastæðinu, og hefði auðveldlega getað valdið stórtjóni. Bæði á sjálfum sér, umliggjandi bílum, og "Thunder buggey" fjórhjólastólnum.
Ungverjanum varð létt er hann sá manninn hverfa bakvið kirkjuna.
En nú af heimskupörum stúlkunnar, eiganda geisladisksins. Hún spurði bróður Ungverja, hvort þeir gætu ekki hitt hana og vinkonu sína, við kirkjuna sem er eins og McDonaldsmerkið. Ungverji minnist þess ekki að hafa séð aðra kirkju sem lítur út eins og McDonaldsmerki en viti menn. Stúlkan fann aðra kirkju. Indíánatjaldskirkjuna í Mjódd. Hversu tregt getur fólk verið? Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að stúlkan ók á Yaris, gengur í verzló og er ljóshærð.

Lifið heil

|