10.6.03

Magnað

Dýrkeypt gramm af hassi


Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið dæmdir til að greiða hvor um sig 30 þúsund króna sekt auk sakarkostnaðar en þeir urðu uppvísir að því að kaupa í sameiningu eitt gramm af hassi og nota það í bíl, sem þeir lögðu m.a. í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Fjögurra daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu SÁÁ má gera ráð fyrir að götusöluverð á grammi af hassi sé um 1880 krónur.


tekið af mbl.is

Það er magnað að lögreglan á Íslandi hafi ekkert betra að gera við tíma sinn, en að taka menn sem vilja fá sér eina jónu í bíl við Akureyri. Hvern voru þeir að skaða með því, aðra en sjálfa sig?
Ungverja er spurn...

|