24.11.04

jájá, ég veit...

þetta er náttúrulega óþolandi að vera með þessa bloggsíðu, og hafa andskotann ekki neitt að segja. Maður getur svosem skrifað um hitt og þetta, en mér allavega finnst aldrei neitt nógu merkilegt, eða nógu fyndið til að segja hérna...

annars má svosem segja frá því að ég er að fara í próf á morgun í bakteríufræði. Lærði um bakteríur sem herja ekki a gyðverska karlmenn. Það orsakast af því að gyðverskir eru jú styttir sem nemur forhúðinni ( er hægt að kalla þá hýdda???) í barndómi fyrir framan vini og ættingja (engin von að þetta lið sé biturt). Allavega þessi baktería getur valdið typpakrabbameini, og eina meðferðin er brottskurður. Takk fyrir.

Tók myndir um daginn. Kannski maður plöggi nokkrum inn á hina geypivinsælu myndasíðu hérna einn daginn. Aldrei að vita.

Svo kem ég heim vonandi 17 des. Þá verður glatt á hjalla...

allavega, þarf að lesa fyrir þetta próf.

btw fékk eftirfarandi sms ídag:
by opening this sms,
you just killed a jew!
Send this message to
5 other people for
operation "Clean Planet"

arabafólk að tjá sig...

|

10.11.04

þetta er yndislegt...

magnað að lesa um svona vitleysu. Þetta er tekið af mbl.is í dag:

Dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að rífa upp salernisskál

Ólafsfirðingur á sextugsaldri var á mánudaginn í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ruðst inn í íbúð nágranna síns í óleyfi og rifið þar upp salernisskál.

Í málsskjölum segir ennfremur að ákærði hafi „með aðgerðum þessum eyðilagt salernisskálina“. Atvikið átti sér stað fyrir tæpu ári. Í dómi réttarins segir að það sé metið ákærða til málsbóta að hann hafi ekki fyrr sætt refsingum.

Ákærði flutti mál sitt sjálfur fyrir dómi og neitaði þar að hafa ruðst inn á heimili nágrannans, en fyrri framburður hans - sem hann sagðist hafa gefið undir miklu álagi og áhrifum sterkra lyfja - þótti nægjanlega vel studdur framburði annarra vitna til að neitun hans fyrir dómi þætti ótrúverðug.

Ágreiningsefni nágrannanna, ákærða og ákæranda, mun hafa verið leki í salernisröri sem gert hafði verið við til bráðabirgða. Sagði ákærði að slælegt viðhald á íbúð ákæranda hefði leitt til stórtjóns á sinni íbúð.

Ennfremur bar ákærði að einn morguninn hafi sér þótt mælirinn fullur: „Um morguninn þegar ég kom fram úr rúminu og gekk fram á salernið ... blasti við mér ófögur sjón. Mannasaur og hland var út um allt, á veggjum og á gólfinu. [Ákærandi] hafði þá sturtað niður um nóttina eða morguninn og því var ógeðið út um allt.“

Sagði ákærði að daginn áður hafi ákærandi lofað að sturta ekki oftar niður úr salerninu fyrr en búið væri að laga rörið. Þegar ákærandi hafi síðan enn sturtað niður er leið nær hádegi hafi sér verið nóg boðið: „Ég var svo reiður að ég fór inn á salernið hjá [ákæranda] og kippti því upp úr gólfinu. Ég lagði það á hliðina og fór síðan út aftur.“

Þessi gaur er snillingur!!!

|

8.11.04

já maður

nú er þetta allt að gerast. Gaman að kíkja á myndir af djamminu hjá Atlanum og sjá drengina í góðum pakka á sálarballi...

líður að heimkomu, rétt rúmur mánuður núna. Ekki að að ég hafi ekki áhyggjur af prófinu sem ég er að fara í á fimmtudaginn og ekki búinn að lesa staf. Ljósritaði reyndar hefti áðan, 50 síður, og ætla að reyna að komast í gegnum það fyrir fimmtudaginn. Svo var fólk að tala um mbl.is, ég skil þetta ekki alveg, ég get skoðað allt sem ég vil...

annars kominn vetur, lítið um hita þessa dagana. Svo í staðinn fyrir að læra, þreif ég alla gluggana í íbúðinni í gær. Hversu sorglegt....

mikið var þetta nú gagnleg lesning

|

2.11.04

eru menn ekki að grínast???

nú hafa olíufélögin verið sektum um ellefuhundruð milljónir á haus fyrir ólögmætt samráð, sem á að hafa orðið þeim út um litla 6,5 milljarða króna. Semsagt, fyrir að græða sexþúsundogfimmhundruðmilljónir króna, eru þau samanlagt sektuð um 3,3 milljarða. Og það besta er að sektirnar hjá Olís eru lækkaðar um helming, og Esso um 300 milljónir.

Mér finnst nú að réttast væri að sekta olíufélögin um 6,5 milljarða og deila því jafnt niður á þau, svo væri hægt að auka sektirnar eftir því sem samstarfið versnaði við samkeppnisstofnun. Þetta er svo týpískt að menn svíkja út úr þjóðfélaginu ómennskar upphæðir af peningum, og þurfa svo ekki einu sinni að borga allt klabbið til baka. Þetta er ekki refsing. Þetta lýkist því þegar krakki tekur nammi úr búðarhillu, og mamman tekur eftir því; setur upp í hillu aftur, og segir, ekki þetta. Nema að í þessu tilfelli fær krakkinn helminginn af namminu sem hann vildi. Þetta er ómennskt!!!

Annars allt í gúddí hérna. Fór reyndar til Búda í fýluferð. ekki gaman það.

Ekki laust við að mann sé farið að langa heim, enda allt of heitt hérna í ómennskunni. 20 gráður síðustu vikuna, og nú er kominn nóvember, og ég mæti út á götu fyrir átta í stuttermabol. Ágætt það.

jæja, góðarstundir.

þeir sem hafa áhuga á partýi fyrir jól, vinsamlegast hafið samband í eggert@gmail.com

later á þetta

|