30.7.03

jammogjæja

Hanna er komin með blogg. Henni er skipað til sætis á matseðli ungverja.

|

26.7.03

Þetta lið!!!

Haldið var á fjöll, síðastliðinn þriðjudag, ásamt Atlanum, Gulla&Karen, sem eru eitt. Það slitnar ekki... jæja... Orðum það bara þannig að áklæðið á sætunum í bílnum var sett í djúphreinsun eftir ferðina. Ferðin gekk svona fyrir sig:
Lögðum af stað upp úr klukkan sjö í langferð upp að Landmannalaugum. Tjaldinu var dúndrað upp á mettíma, kannski ekki alveg jafn hratt og á Eyrarbakka, enda var innratjaldið með þetta skiptið, enda ekki vanþörf á. Það ringdi allan tímann, þoka, og því voru ekki teknar nema 2 myndir, allan tímann. Stórkostlegt. Eftir að Gulli og Atli höfðu tjaldað, var Ungverja gert að gerast grillmeister, en það eru takmörk hvað grillmeisterar geta unnið með. Línan hefur hérmeð verið dregin við einnotagrill frá Bónus. En eftir að ferðalangar höfðu hertekið notað grill frá einhverjum útlendingum, gekk grillun ágætlega. Farið var í laugina upp úr klukkan tólf, spjallað til þrjú (þá fóru Gulli&Karen heim að "sofa"), en við Atli töluðumst á við nakinn frakka (Olivier), og franska konu á bíkíní (Carren). Upp var farið um hálf fimm.
Á miðvikudeginum var haldið í Þjórsárveg, og sjaldan hefur ungverjinn lent í öðrum eins þvottabrettum og grófum vegum. Hleypt var úr dekkjunum, og þá batnaði þetta um allan helmin. Eftir að hafa spókað sig um við Þjórsárstíflu, var haldið í Hrauneyjar, og lömbunum sýnd ósköpin. Verður að viðurkennast að aðstaðan hefur breyst mikið síðan Ungverjinn kom þarna að síðast. Greidd var gömul skuld við Kvennó, og haldið af stað í Laugarnar. Þegar um 13 km voru eftir, ákváðu Gulli&Karen að labba rest. Allt í lagi með það. Atlinn auk Ungverja, fóru í pottinn hvar var rætt um bjór við þyrsta íslendinga, sem efuðust ekki um að ferðalangar væru frónverjar, enda með bjór (í ft.) við hendina.
Svo var farið upp úr, hertekið grill, grillaðir hammarar með Camembert (þvílík snilld). Þessu var svo öllu skolað niður með rauðvíni frá Húsavík, Kvöldsól, sem ekki verður drukkið aftur. Svo komu Gulli&Karen, þreytt og blaut eftir gönguna í rigningunni. Fóru beint að sofa [ath, engar gæsalappir]. Atlinn og Ungverjinn lentu á spjalli við Renot og félaga, sem voru á hardcoreferð um Ísland, voru labbandi. Klikkað lið. Vallarferð er íhuguð á næstunni, þegar þeir félagar verða komnir í bæinn.
Á fimmtudeginum var svo farið heim, komið við á 67 í hveragerði, og snædd pizza.
Ágætt.

|

Jæja.

Komnar myndir frá Debó, djamm, pylsur, kvenfólk og misfínir veitingastaðir.

|

21.7.03

fokkin rugl

tölvan er í fokki. harðidiskurinn hrundi, og hún er í viðgerð. Myndir koma upp um leið og tölvan kemur úr víking.

|

19.7.03

Gæsla á fylleríi

Ungverji var settur í gæslu, eins og forðum daga á stað sem þá hét Hótel Ísland á balli hjá FG og MK. Nú var stemmningin önnur. Gott veður úti, bjart, sól og hiti. Það sem hins vegar var öðruvísi, var að meðalaldur gesta var í kringum 80 árin, en prómillmagnið var það sama. Það var ekki það að fólkið sjálft léti illa, heldur fór vakthafandi hjúkrunarkona á kostum, og gekk berserksgang. Henti borðum fram af svölum á þriðjuhæð, hrinti gamlafólkinu í jörðina, og allt bara í rugli. Ungverji sá ekki aðra leið út, en að hætta í ruglinu, og fara að klippa neglur. Já, klippa neglur. Naglaklippur, þjalir, naglalakk og eitthvað stöff sem ég veit ekki hvað er, flaug um allar jarðir. Eftir öll ósköpin, þá fór Ungverji í sumarbústað.
Í sumarbústaðnum tóku við öllu karlmannlegri verk, eins og að moka möl í hjólbörur. Moka sand í hjólbörur. Moka mold í hjólbörur. Klippa og saga niður heilu tréin, búa til göngustíg, berja með sleggju, búa til tröppur, grilla og drekka bjór. Ókeypisbjór, en eins og allir menn, og konur, með viti vita, að þá jafnast ekkert á við ókeypisáfengi, nema ef vera skyldi mikið ókeypisáfengi.

Margsinnis hefur fleiri myndum verið lofað á netið, og mun brátt batna á þeim bænum, enda kominn tími til. Myndir frá Debrecen, sumarbústaðnum, teiti þeirri er haldin verður á Lynghaganum í kvöld, og eitthvað fleira mun þar birtast. Ungverji leggur heiður sinn að veði, við það að myndirnar verði komnar upp fyrir klukkan átta, á morgun, árdegis.

Það verður að segjast, að Ungverja stendur ekki á sama. Það margt að fara úrskeiðis í heiminum. Til dæmis, þá eu bananaríkjamenn [BNA-menn] að gera heiminn gráhærðan með asnaskap og eiginhagsmunapoti hvar sem þeir koma, t.d. í Írak, Afgahnistan, Íslandi þrátt fyrir að tvö fyrrnefndu löndin verði seint borin saman við hið síðastnefnda. Samgöngumál eru einnig að gera Ungverjann brjálaðan, og vitleysan í kringum öll þessi djö... jarðgöng. HVAÐ ER AÐ!!!!!????!!!!! Fólk er, eins og Botnleðjumenn, og án vafa einhverjir fleiri hafa sagt í gegnum tíðina, FÍFL, og þá helst í samgönguráðuneytinu. Gott að byggja jarðgöng fyrir 30-60 bíla á dag fyrir 6-7 milljarða, sem er einmitt kostnaðurinn við tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Kópavogi útá flugvöll. Djöfulsins andskotans helvítis dómara helvítis fífl, eins og góður maður sagði. Svo er það þetta veður. Ef það verður ekki jafngott veður á þri, mið, og fim, og hefur verið núna síðustudaga, þá verður fólki slátrað. Það er alveg morgunljóst. Án gríns! [ha, Án Gríms? hahahahahahahahahahahahahaha] Hafið ekki áhyggjur lesendur góðir, þetta er svo mikill einkahúmor, að það hlæja jafnmargir að þessu, og að sjá ritað muffað roastbeef og camembert.
Góðar stundir.

|

6.7.03

Hrútar í Þjórsárdal

Hrútar lögðu upp í ferðalag um helgina. Áfangastaðurinn var bústaður í eigu fjölskyldu Steiktahrúts. Það var ekki laust við að liðið væri grillað þegar Ungverjinn, Kallinn, og Skoskihruturinn renndu í hlaðið. Farið var í Hlaup í skarðið, eða nýja útgáfu af þeim annars ágæta leik, snú-snú, sem var tær snilld (og lét Ungverji ekki á sig fá að vera með 2 bjóra í hönd, annan opinn, hinn lokaðan) ekki má gleyma frisbíinu, sem var óendanlega gaman. Rifjaði upp góðar stundir með Jóa á Vallarbarðinu, í snjónum, að leik með frisbídiskinn nú eða hinn nýja frisbídisk, xylo sem er athyglivert.
Myndir fylgja færslunni, til að berja þær augum, smellið á hlekkinn hér til vinstri.
njótið

|

5.7.03

Nú er það farið að styttast!!!

Jamms, nú vantar einungis 7 gesti í viðbót til að ná 10000 gestinum. Prentið út skjámyndina með teljaranum, sendið hana í ábyrgðarpósti til Ungverjans, og hljótið vegleg verðlaun!!!

|