30.11.02

ég vil vekja athygli á því að domusinn er efst á lista yfir Fresh blogs, eins og stendur í augnablikinu...

gott mál það...

|

misduglegir bloggarar

já, fólk er misduglegt við að blogga. tildæmis er fólk hér á matseðlinum til vinstri, ekki búið að hreyfa bloggið sitt, svo vikum skipti!!!! viðkomandi taki það til sín, sem eiga það. [ATH að blogg sem samanstendur af færri en 40 orðum, er ekki blogg!!!]

|

Frelsarinn

hefur tekið upp á þeirri snilld að birta myndir af vinum og kunningjum í southpark búningi. þetta er alger snilld Stebbi. helber dauði, af völdum hláturs.

|

það er líka nokkuð ljóst að námsefni næstu rúmlega þriggja vikna, verður extra morkið. Minimalar á minimala ofan. En það eru svokallaðar minimal requirements. 400 stykki í efnafræði, sem samanstendur að mestu leyti af strúktúrum. Hins vegar er um að ræða minimal requirements í Biophysics, sem eru 350 spurningar sem kunna þarf svör við, utanað. EXTRA MORKIÐ HELVÍTI!!!

|

gott kveld

glöggir lesendur vefjarins muna kannski eftir frásögn af brjálæðingnum á efri hæðinni. Hann er sem betur fer fluttur út. Það leið ekki mánuður, þar til að þrír brjálæðingar fluttu inn í staðinn. Ísraelsk stelpa sem elskar að forfæra húsgögnin snemma morguns um helgar. Arabi sem syngur, illa, leiðinleg lög, og síðast en ekki síst, vitleysingurinn sem flutti inn við hliðina á Ungverjanum. Hann hefur yndi af sekkjapípuleik. SEKKJAPÍPULEIK, I SHIT YOU NOT!!! þetta er það úrkynjaðasta sem ég veit um! Nú eða eins og við Daði mæltumst um að segja, pathologiskt!!! [það þykir ekki lengur fínt að segja ómennskt!] Þetta er semsagt allt frekar morkið.

|

27.11.02

Heilt veri fólkið...

... og sælt.

nú áðan lenti Birta (heitir Bjartur) í þeirri skemmtilegu aðstöðu, að ráðist var á hann. Þetta ber ekki að skilja sem svo að stráksi hafi verið laminn í drasl. Nei. Hann, af einskærri hjálpsemi, aðstoðaði fótalausan mann og vin hans við að koma hjólastól þess fyrrnefnda upp í sporvagninn. Það gekk snurðulaust fyrir sig (þrátt fyrir að Birtu hafi tekist að rífa bæði haldföng stólsins af). Það skipti náttúrulega engum sköpum, að mennirnir vildu þakka fyrir sig. Birta segir "igen" sem er já á ungv. Svo halda þeir áfram að tala [þess ber að geta að nú er farið að svífa á nærstadda sökum megnrar áfengislyktar og e-s annars í fari þessarra manna]. Ungverjinn ákveður að skerast í leikinn og segja hina fleygu setningu "Kúlföldi vagiyok" sem útleggst "við erum útlendingar". Þá létu rónarnir í ljós vanþóknun sína og sögðu "sir please" og "car or tale". Við þetta tækifæri hljómaði í hátalarakerfinu: "A Klinikak sarútok" [nú eða e-ð því um líkt] en það er einmitt stoppustöðin okkar, og rónanna. Það þarf vart að greina frá því að Birtan ákvað að hjálpa rónunum ekki aftur, en Klinikak var einmitt endastöð fyrir þá líka. Gaman að því.

Annars er það í fréttum að ungverjinn hefur lokið við verklegahluta eðlisfræðinnar hér í DOTE (Debreceni Orvostudományi Egyetem). Er það vel, og bíður nú aðeins próf.

Ammali á morgun. Fimmtudag. Skrítin kona á þá ammali. Anna Sigríður er hennar nafn. Ungverjinn mun mæta á skinnhed pöbbinn. Það verður kaka í boði. [Gulli: spurning hvernig kaka...hmmm ;)]

heil og sæl

veriði sæl

Amen að óvenju

|

24.11.02

Fimleikar

Já, Ungverjinn hefur undanfarið verið á HM í fimleikum, sem fer fram umþessar mundir í Debrecen. Rúnar Alexandersson keppir í dag á tvíslá í úrslitum. Gaman að því. Þeir sem vissu af því, hefðu átt að horfa á Eurosport, enda Ungverjinn oft í mynd.

Nú, leggur ungverjinn lyklaborðið á hilluna, um stundarsakir, enda ætti efnafræðin að skipa veigameiri sess í lífi ungverjans, en hún gerir nú um stundir.

|

Við næsta tækifæri, verður komið með úttekt á veitingastöðum í Debrecen. Það verður spennandi.

|

BJÓR

Jóhannes Helgi Jóhannesson, fórnarlamb Dalatröllsins, skíðamaður, og einn af bestu vinum Ungverjans, rekur síðu undir nafninu bjor.blogspot.com. Nú verður bloggað um helstu iðju Jóa, bjórdrykkju. En auk þess að drekka bjór, stundar Jóinn nám í Verkfræði [snilldar nafn á námsgrein] en þess má geta að Jói fær stundum hausverk, og Bragi Sveinsson sem sór þess dýran eið að hann myndu aldrei fá sér GSM síma, þjáist af bakverk. Hann er einnig í verkfræði. En burt séð frá því...

Bjórblogg, Kjötinu til heiðurs!

Borszódí: Maltbragð sterkt, áfengismagn 5,2%. Einkunn **1/2 . Rök: Frekar beiskur, en ódýr [**]. Er ágætur til að drekka einn, til þrjá, en ekki mikið meira en það.

Szópráni: Mildur, góður, áfengismagn 5,0%. Einkunn ***1/2. Rök: Mildur, bragðgóður, ódýr [***]. Má drekka í miklu magni, þynnka ekki mikið vandamál.

Könyaban: Ágætur, sérstaklega ef Daðinn býður. áfengismagn 4,5%. Einkunn **. Má helst ekki drekka, nema sé splæst af öðrum en Ungverjanum.

Rauðvín:

Egri Bikavér: Einkar gott, kraftmikið og passar vel með öllum mat, sem og eitt sér. Ódýrt, ungverskt og tilvalið að taka með heim um jólin. Einkunn ****

Eger Vin: Suddi [lýkur á uppköstum og öðru ógeði: Yfirgnæfandi]

Bulls Blood: Ágætis drykkur svosum. Ekkert á við Bikavér, en þó, Gott. Dýrara en Bikavér. Einkunn **1/2

Desertvín:

Hér er aðeins um eitt að velja:
Tokaji: Dísætur andskoti. Ekki meira en 1 lítið glas, hálffullt [ath. hálffullt, ekki hálftómt]. Einkunn ***1/2 [ verður að vera í hóflegu magni]

|

Heimdraginn...

Ungverjinn minntist á það við föður sinn, rétt áður en lagst var í ferðalag, að nú væri Ungverjinn að hleypa heimdraganum. Fussaði karl faðir við því, og sagði að Ungverjinn hefði fyrir löngu hleypt honum, enda búsettur í Danaveldi svo mánuðum skipti áður en flúið var til Ungverjalands. Nú nóg af því...

Helga beib, en hana mátti eitt sinn sjá á mynd hér neðar... er að fara að þessum draga [spurning hvort Ormurinn getur frætt lesendur um hvaðan þetta er eiginlega komið, að hleypa heimdraganum. innsk. Ungverjinn]. Já, Helgan ætlar að fara að leigja ásamt Þóru Lilju, æskuvinkonu og bekkjarfélaga upp öll neðri stig skólakerfisins, ásamt hápunkti þess Menntaskólanum. Hugmyndin er að færa búsetu í Álftamýrina, og sækir Ungverjinn hér með um stöðu hjálparhellu við flutningana. Það væri Ungverjanum mikils virði að fá að halda á eins og einum kassa, og jafnvel málningarpensli, ef því er að skipta.

|

Prófkjör og gæsluvarðhald

Prófkjör sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Hálfbróðir Bjargar, Birgir Ármannsson, er nánast öruggur á þing, eftir því sem móðir ungverjans tjáir honum. En eins og alþjóð veit, þá er best að treysta því sem mamma segir, enda hefur hún oftast rétt fyrir sér. Öfugt við Ungverjann, sem þó er alltaf viss, þó það sem Ungverjinn er viss um, eigi sér ekki alltaf stoð í raunveruleikanum...

Eitt sem Ungverjinn verður seint hissa á eru uppátæki geðsjúklingsins Ástþórs Magnússonar. Hann sendi víst bréf til Davíðs og tilkynnti honum um yfirvofandi hryðjuverk, sem myndu fela í sér íslenska flugvél. Ástæðan var þátttaka íslendinga í yfirvofandi hernaði í Írak. Mamma sagði að íslendingar hefðu fallist á að greiða 300 milljónir króna í "flutningskostnað", en þessar milljónir samsvara um það bil einum þúsundasta úr prósenti af heildarkostnaði stríðsins, eins og áætlanir líta út í dag. 200 milljarðar bandaríkjadala, sem samsvara 200000000000 milljónum bandaríkjadala, sem samsvara um það bil 18000000000000000 milljónum íslenskra króna...

Ástþór má dúsa í gæsluvarðhaldi, hlustandi á tannlæknabor í fimm daga fyrir mér. Vonandi verður honum bara vísað úr landi. Kannski hann setjist að í landi Ungverjans...

|

Vegir liggja til allra átta...

...á þeim verða skil...

Jú, Ungverjinn er á heimleið... eftir tæpan mánuð.

|

Úff...

mikið ógisslega er langt síðan ég bloggaði...

afsakið

|

18.11.02

Leiðtogahyski...

... er e-ð sem heyrist oftar en ekki af aftaribekkjum áheyrendasala, hvar Össur, Davíð [ætti kannski að vera í annarri röð...], Skallagrímur, Halldór[leiðtogi er mjög vafasamt] og fleiri misgóðir menn/konur ræða stefnumótun flokka, samtaka, ríkiststjórna.

Leiðtogar stjórna fyrst og fremst, nú eða láta stjórnast af ráðgjöfum sínum. Leiðtogar, eins og nafnið gefur til kynna, leiða flokk manna með sömu skoðanir/einkenni. Sú leið endar yfirleitt á öðrum tveggja staða. Velgengni nú eða hrakfall [gott dæmi: Framsóknarflokkurinn, nú eða Þjóðvaki, nú eða Afghanistan].

Það sem leiðtogi þarf til brunns að bera, eru góðir stjórnunarhæfileikar. Það að stjórna, felur í sér að fá annað fólk til að vinna fyrir sig. Útgeislun er nauðsynleg, og góð kunnátta á því/þeim sem stjórna á. Leiðtogi þarf að vera mælskur (öfugt við t.d. G.W.B.) og vita hvað fólkið vill heyra (eins og G.W.B.).

Hvernig Kallinn [sænskihrútur] ætlar að rita 10 síður um efnið, veit Ungverjinn ekki, en velgengni er honum óskað, að venju.

|

aumir eru þeir er kvarta...

Svartur maður, bloggar um óánægju sína yfir veseni því að Ungverji hafi ekki addað honum í linka safnið. Súpan er orðin vel steikt, og koluð.
Þó hefur sætleikinn aukist, enda Björgu verið sett í súpuna, eða Léves eins og það heitir...

|

Kvót dagsins...

Hver sagði: „Þegar hann spurði hvort ég vildi fá mér að borða gerði ég mér grein fyrir því að ég væri svöng," segir hún „Það spurði mig aldrei neinn að því hvernig mér liði eins og ég væri alltaf hlutgerð. Það var eins og fólk sæi mig fyrir sér brosandi í sjónvarpinu og í huga sér og að það þýddi að ég þyrfti ekki aðhlynningu."

Þá segist hún hafa ráðið næringarfræðing og nuddara sem ferðist með henni og að hún geri sér grein fyrir að það hljómi yfirdrifið en að hún þurfi á því að halda.

og um hvern er fjallað???

þeir sem mínar skoðanir þekkja, vita að viðkomandi er fórnarlamb misheppnuðustu brjóstastækkunar í Bransanum [sést einkarvel í einu sjónvarps-myndbandi viðkomandi]

|

YESSSSSSS

MOGGINN VIRKAR

|

LASER

...nú eða eins og fyrirbærið er betur þekkt: Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation. Ungverjinn smíðar fyrirlestur um efnið, og hlakkar til að klára. Enda aldrei gaman að þurfa að skila frá sér efni, á tungumáli sem er manni ekki eins tamt og ástkæra ylhýra.

Andskotans moggi!!!!

|

þetta er nú meira...

já. Ungverjinn tók eitt hinna alræmdu netprófa áðan. grunlaus sagði hann frá persónulegum atvikum, tilfinningum o.s.frv. Grunlausari sendi hann þessar persónulegu upplýsingar gegnum netið, og viti menn; upp kom síða sem sagði: Haaahhh your personal information has been sent to [e-ð e-mail address, sem sá sem á skal vera feginn að ég man ekki!!!] og ég var brjálaður!!!! ég hefði kannski átt að lesa leiðbeningarnar sem Ormurinn lét fylgja með, þ.e. að taka prófið ekki, heldur bara líta yfir það.

|

Dauði og djöfull!!!!

já, nú er það helvíti svart. það er búið að loka mbl.is vefnum. allavega liggur hann niðri sem stendur, og er það vont. Íslendingar erlendis treysta á mbl.is til að færa sér fréttir að heiman, og erlendisfrá á ástkæra ylhýra. Þetta er slæmt.

|

14.11.02

Draumfarir Ungverjans

Já. Sjaldan hefur talið borist að draumförum Ungverjans, en eitt sinn verður allt fyrst. Ungverjinn fór að sofa um daginn, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að hann dreymdi skrítinn draum. Meðlimir 6.S voru samankomnir í E-stofu til að kveðja skólann. Tilheyrandi þynnka og annað var til staðar, auk fyllerís. Eins og limir muna eftir, var Sigríður Hlíðar með okkur þessa síðustu "kennslustund" í Menntaskólanum. Eins og minni margra rekur til, felldi Sigríður nokkur tár... Þá kemur að draumi Ungverjans...

...Draumurinn hefst á því að Sigríður er að lesa sögu fyrir bekkinn. Limir flestir sitja á gólfinu fyrir framan þar sem Stebbi sat og Sigríður í stól þar. Við hlið hennar sitja Atlinn og Ungverjinn, ath. á stól (kemur kannski ekki heim og saman við árangur í stærðfræðinni, en það er allt önnur saga). Svo glymur í bjöllunni. Gunnar stendur upp og smellir kossi á Sigríði sem og nokkrir aðrir, án mótmæla Sigríðar. Hins vegar þegar Ungverjinn kyssir kennarann, stynur hún upp "hvað ertu að gera, rassgatið þitt!" og hágrætur svo...

Þar með lauk draumnum, og ráði nú þeir sem vilja.

|

Brjálaðar mannætuleðurblökur!!!

Hér í Debrecen er einkennilegur flokkur leðurblaka, sem stunda það að storma að saklausum vegfarendum, og éta þá. Gersamlega upp til agna! Þetta eru nú kannski smá ýkjur, en svona er þetta nú samt, þ.e. ef menn væru flugur á vegg. Leðurblökurnar fljúga á eftir flugum og fiðrildum og éta upp til agna. Það er alveg magnað að horfa á þetta!
Þó ekki eins magnað og að sjá 100000000 (hundraðmilljón) krákur fljúga í hring, að því er maður heldur yfir öllu ungverjalandi. Hringurinn virðist vera stærri en Vestmannaeyjar, en það er víst bara ekkert svo stórt...

|

Þarf að segja meira?

|

11.11.02

af hinu og þessu...

Nú á breska konungsfjölskyldan í erfiðleikum, rétt eins og venjulega. Það er víst e-r hommi sem vinnur fyrir Kalla prins, sem nauðgaði e-m gaur í vinnunni. Og reyndi það aftur þegar þeir fóru með Kalla til Arabíu eitthvert. Löggan í skoska garðinum segist hafa rannsakað málið, en látið það niður falla.
Paul Burrell, maðurinn sem var einkaþjónn Díönu (hann átti að hafa stolið einhverju skarti eftir að Díana dó, en svo mundi Beta allt í einu eftir því að hafa leyft honum það), segist vita af einhverri hljóðsnældu þar sem hinn nauðgaði (er hægt að segja þetta?) segir frá reynslu sinni. Snældan var geymd í læstum trékistli (hversu týpískt er það???), en er núna horfin.

Fólkið í Buckingham höll er viti sínu fjær af hræðslu, við að enn eitt hneykslið sé í býgerð.

Ungverjinn leyfir sér að spyrja: Er það virkilega þess virði fyrir breskan almenning, að eyða guðmávita hvað mörgum milljónum punda í að viðhalda einveldinu, auk þess sem það kostar almenning annað eins að kaupa slúðurblöð og annan sudda til þess eins að næra gróusögurnar... ungverjinn leyfir sér að halda því fram, að einveldið á Bretlandseyjum, sé tímaskekking eins og svo margt annað. Sem dæmi má nefna vinstrihandarumferð. HVERT er málið?

|

Mér finnst...

... yndislegt að hafa fallegt kvenfólk fremst á síðunni. Það lúkkar vel.

... asnalegt af Jakobi Frímanni að hafa yfirleitt farið í framboð. Ég hrósa kjósendum fyrir að hafa ekki kosið hann.

... leiðinlegt að læra bygginaformúlur efna

... enn leiðinlegra að vera ekki á landinu þegar tveir af manns allra bestu vinum eru farin að skjóta saman nefjum, og hver veit hverju fleiru

... mér finnst skemmtilega leiðinlegt að lesa blogg Páls Heimissonar. Glöggir lesendur domusins hafa tekið eftir því að fyrr hefur blogg Páls verið nefnt hér, en ekki linkað á. Þar verður ekki breytt um venjur. En það sem er hvað steiktast við síðuna er að hægt er að lesa hana á þýsku. Annað eins hef ég reyndar séð, en ekki hjá einstaklingi. Það gat þó verið að Páll Heimisson kæmi með þessa nýjung. Ungverjinn gefur ekki einkunnir, en þessi fítus fengi falleinkunn.

Amen

|

YESSSSSS

það gekk.

Ungverjinn ætlaði sér að birta hér mynd af íslendinga hópnum sem er hér úti í Debrecen. Það gengur ekki alveg... þó verður nú bætt úr því...

hins vegar verða hér birtar myndir af bekkjarfélögunum úr MR. Gaman að því... þetta verður bara að koma síðar... Ungverjinn er ekki alvegað meika þetta...

|

og hérna er fyrsta tilraun...

þetta eiga semsagt að vera gellurnar Hildur og Helga heima hjá Ungverjanum. Ekki slæmt það... grrr

|

jájá...

Ungverjinn var hálfpartinn búinn að gleyma hvað hann á ógeðslega flottar vinkonur heima, og erlendis.... Bloggandi lagði leið sína til megabeibsins og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hildur er nefnilega búin að breyta síðunni, til batnaðar. Og svona til að auka á ánægjuna eru gellumyndir. Helga og Hildur, mest flottar, og svo snót sem lýgur því að hún sé litla systir hennar Hildar. En ég veit betur. Sú Bryndís sem ég man eftir var hlaupandi um á mikkamús náttfötum að gera systur sína brjálaða í e-u 8.bekkjar partíi fyrir ómægod mörgum árum. En svona líður tíminn nú hratt. Bráðum verður maður orðinn gamall og hrumur...

En Ungverjinn er búinn að ákveða að smella hér inn nokkrum myndum. Allavega að reyna... við sjáum til...

|

8.11.02

AMEN

|

Kjötið

Já, Kjötið, öðru nafni sænskihrútur, öðru nafni baðkarshákarlinn, segir á vef sínum fylleríssögur af Ungverjanum. Rétt skal vera rétt. Ungverjinn hefur ekki snert áfengi í því magni að geti talist fyllerí í á annan mánuð. Rétt var hins vegar farið með að Ungverjinn var í prófi í gær, og í stað þess að læra fékk Ungverjinn sér TVÆR Stellur (Stella Artois) sem verður seint talið fyllerí, og horfði á tennis. Meira var það nú ekki.

Þess má hins vegar til gamans geta, að Ungverjanum farnaðist ágætlega í prófinu, en úrslit verða birt á mánudag, eða þriðjudag.

Svo hangir yfir manni próf í efnafræði. Það verður stórkostlegt!

|

Ungverjinn gerir sitt...

... til að fá Domusinn skráðann hjá molum, en e-ð virðist það ganga treglega...

þeir segjast þó ætla að vinna í þessu. við sjáum hvað setur...

|

Baráttukveðjur

Ungverjinn sendir öllum þeim sem sitja nú clausus læknadeildar HÍ. Það er erfitt að muna hvað Ungverjinn var að gera um þessar mundir fyrir ári. hmm NEI. Þjóðarbókhlaðan, líffærafræði og Select. Það var ekki flóknara.

En nú er um að gera fyrir þá sem eru í klásus að fara að koma sér í bækurnar, enda ljóst að ef þeir lesa þetta, þá hafa þeir verið of lengi á netinu.

|

Svikin loforð

Ungverjinn hafði um það stór orð, áður en lagt var í víking að haldið yrði teiti um jólaleitið. Þau loforð verða svikin. Eftir umtal við húsráðendur kom í ljós að ekki ríkti um það sátt (húsráðandi ekki sáttur). Það kemur til af því að um jólin er heimili Ungverjans og fjölskyldu þakið skrauti. Ekki fékkst leyfi til að taka það niður, eða færa til. Enda væri það ekki fyrir aukvissa að taka það sér á hendur. Einnig kemur skúringafaktorinn inn í þetta. Ungverjinn hefur takmarkaðan tíma á landinu, og vill ekki eyða honum ofan í skúringafötu, hvað þá að Mamma fari að gera það. Sem hún að öllum líkindum myndi gera.

það tekur Ungverjann sárt að tilkynna þetta, en svona er þetta nú engu að síður.

Hins vegar er aldrei að vita nema haldið verði teiti er Ungverjinn leggur land undir fót og kemur í vor til Íslands. Jafnvel sumarbústaðarteiti í nýendurbyggðum súmarbústað fjölskyldunnar í nágrenni miðju Alheimsins, Hafnarfjarðar. Það veltur samt á því hvort heitur pottur verði kominn á sinn stað, eða ekki.

hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar.

|

Nú jæja, bloggfall...

...aftur.

Breytingum hefur verið tekið ágætlega, þó hafa fyrri blogg enn ekki náð inn á síðuna. Nú verður farið að vinna í því. Nýjir bloggarar, Buffið, Kallinn, Steiktihrútur(???). Búið er að laga Buffið. Sorrý Daði, auðvitað er þetta engin vitleysa hjá þér.

|

4.11.02

nýtt útlit

hvað finnst fólki???

allir sáttir, eða...

|

ég gæti ælt

semsagt.net. Ágúst Flygenring, betur þekktur sem hvalurinn, bloggar á vefsetri sínu, semsagt.net. Það er ekki skemmtileg lesning, frekar en fyrri daginn.

Annars er Ágúst hinn ágætasti drengur. Hann hrapaði þó í áliti er hann tjáði Ungverjanum að eina ástæðan fyrir því að hann fór í versló var að leikfimiaðstaðan í MR fullnægði ekki kröfum hans um heilbrigðiseftirlit.
oj bara

Guðbjörg Sandholt Gísladóttir er beðin afsökunar á því að latína hafi verið kölluð ojbara. Sorrý Guja

|

Af orðabók nýútkominni

Skiptar skoðanir eru manna á milli um notkun og prentun slanguryrða í nýútkominni Íslenskri Orðabók. Mannvitsbrekkur er sagt hafa stöðum sínum lausum hjá Íslenskri Málstofu, eða e-i þarumlíkri stofnun, kvarta sárann yfir því að orð á borð við bögg, sjitt??* og samansúrraður. Mannvitsbáknin létu hafa eftirfarandi eftir sér á mbl.is„Ef orðabók á að vera til leiðbeiningar um það sem gæti verið til fyrirmyndar verður að fara ákaflega gætilega í það að taka upp slanguryrði sem nánast er vitað að flestir kæra sig ekki um eða jafnvel hneykslast á“. Ef báknin halda að þorri þjóðarinnar noti ekki orð eins og sjitt og samansúrraður í daglegu máli, þá vantar nú e-a hillumetra á þann bæinn. Annars er ég sammála því að ekki eigi að rita sum orð, engin dæmi nefnd, sem eru beinlínis hneykslandi. Hins vegar má ekki neita því að önnur séu til, eins og bögg, sjitt??*, fokk, díses og annað þess háttar. Þetta eru orð sem, ég leyfi mér að fullyrða, allavega helmingur þjóðarinnar notar. Kannski ekki í daglegu tali, en er allavega meðvitaður um að eru til í málinu.
Það sem Báknin láta út um sér um leiðbeiningar- og fyrirmyndargildi Orðabókarinnar, getur undirritaður ekki séð sér fært annað en að segja: "Nei, nú eruði e-ð að mis..." Fyrirmyndar- og leiðbeiningargildi (er þetta orð til???) er ótvírætt. En að segja að vegna þess megi ekkert "sjokkerandi" (sem sennilega þarf ekki lengur að vera í gæsalöppum, eins og sjitt??* standa þar. Þrátt fyrir að fólk riti yfirleitt ekki sjitt??* þá er það notað í talmáli, og á þessvegna heima í Orðabókinni.

Ungverjinn vill að lokum biðjast afsökunar á þessum pistli, enda er hann með afbrigðum leiðinlegur, og illa ritaður.

ps.
fyirr þá sem velt hafa fyrir sér ástæðu þess að sjitt??* sé alltaf ritað með ??* er eftirfarandi:
* orðið sjitt kemur fyrir í nýrri Íslenskri Orðabók sem sjitt??, þar sem spurningamerkin tákna það að um vafasamt slangur er að ræða. Mörður Árnason ritstýrði útgáfu Orðabókarinnar

|

Dvergur

já, Dvergurinn er kominn með fasta liði á bloggi sínu. Íslenzk kímni/fyndni hefur rótfest sig þar á bæ. Er það vel, enda um samansafn helstu og bestu gamanmála íslandssögunnar að ræða. Ungverjinn mælir með Dverg næstu 150 dagana

|

hvaða mongólítaskapur er þetta eiginlega?

Ungverjinn slisaðist inn á mbl.is fyrir skömmu (ca. 3 mín) og mætti þá hvasst augnaráð Stuðmannsins sem setur snyrtimennskuna framar öllu, Ungverjanum. Bloggara þótti heldur kómískt að hafa auglýsingabrellu með Stuðmanni á forsíðu mbl.is. Það kom svo á daginn að Frímann er á leið úr varaþingmennsku í alvöruþingmennsku. Er það gott mál? ég ætla ekki að tjá mig um það.

|

Frelsarinn

... er ekki sáttur... Kók með vanillubragði er ekki fyrir minn mann. En kannski diet kirsuberjakók, með auka sakkarínpillum og gosi sé fyrir Frelsarann. það er spurning...

ég veit allavega að kaktusinn sem ég bragðaði í Danaveldi var ekkert sérstakur... hvað þá prótíndrykkur með kiwi og bananabragði blandaður útí appelsínusafa. Viðbjóður.

|

talandi um rithöfundarhæfileika Ungverjans, birti hann eitt sinn hluta úr smásögu. Hún bar nafnið Holrými myrkursins. Bar hún merki oflesturs, þunglyndis og clausus-syndrome. Ungverjinn kontemplerar frekari birtingar á smásögum. Það gæti orðið vikulegur viðburður...

|

Ef væri ég rithöfundur

Það er nú ekki líklegt, en samt. Ég var að brainstorma í gærkvöldi, og hefði ég á e-n hátt komið hugsunum mínum niður á blað, þá hefði ég án efa hlotið e-r verðlaun. Nóbelinn eða e-ð.

Hér er partur af því sem rann í gegnum heilabörk Ungverjans í gærkvöldi...

ég var að átta mig á að ég get með engu móti birt þetta. Fólk yrði móðgað, sármóðgað, og jafnvel hneykslað, hissa og vinslit yrðu. Stríð, dauði og eyðilegging myndu hellast yfir heimsbyggðina.

Ég læt því umfjöllun um brainstorm lokið að sinni

|

Ungverjinn býður góðan...

...nei, ekki dag, heldur góðan skrifborðslampa til sölu, á vægu verði. Um er að ræða lampa, sem hægt er að stækka og minnka, er með halogen-peru og alles.

Verð 2500kr íslenskar. Vöruna er hægt að nálgast á Heimili Ungverjans, Díák Apartmán Szalló (DOTE), 4015 Debrecen, Magyarorzág. Herbergi 26.

|

3.11.02

Sótölvaður og lætur eins og asni...

... ég vona að þetta verði aldrei sagt um mig. En þetta hef ég samt sagt um marga. Þetta mun hins vegar vera lýsing á manni, 18. desember, upp úr miðdegi á keflavíkurflugvelli. Það er rétt. Ungverjinn verður aftur íslendingur, þann 18.des.

|

MÍNIR MENN!!!

Já, Liverpool. Þarf að segja meira?

Staðan:

Liverpool
Arsenal
Mufc

|

Sumir eru vitlausir...

... og aðrir alveg kolbrjálaðir!
Það kom til deilna á milli manna í Hafnarfirði í nótt. Maður stal löggubíl, bakkaði á brunahana, og keyrði á girðingu. DJÖFULL ERU MENN SKEMMDIR!

|

2.11.02

jæja, mér tókst að laga síðuna. tók ekki nema allan tímann sem ég var búinn að ætla mér á netið í dag. hug minn allan á lífræn efnafræði, en 150 síður og milljón strúktúrar bíða óskiptrar athygli minnar. En síðan er í lagi, og það er fyrir mestu.

lifið heil


ps.
hversu óþolandi er að fá svona skilaboð: "There are no new messages in your hotmail inbox", og í framhaldi af því "You have 5 new messages in your Other hotmail folders" og það er ekkert nema fokkíng spam. óþolandi!!!!!!!!!!!

|