31.8.02

Magga...
...hafði samband úr Bláfjöllunum í gærkvöldi. Þar sat hún að sumbli með lífefnafræðingum. Hún sagðist munu tjékka á þurrísbirgðum rannsóknarstofunnar að Keldum í dag. Bloggandi bíður spenntur...
Ef þetta reddast ekki, þá fékk Kallinn að gjöf frá foreldrum sínum forláta plastbrúsa, hálffullan með SpiritusFortis. Er mjöðurinn um það bil 96% að styrkleika, svo ekki ætti að væsa um bolluna í kvöld. Jafnvel þó þurrísinn vanti...

|

Djöfuls Pizza

Nú berast þær fréttir af Lynghaganum, að pizzur gærkvöldsins hafa smakkast allskostar ágætlega. Eru það góðar fréttir, en ekkert hefur enn heyrst frá forsvarsmönnum PizzaPizza ehf. af yfirvofandi samrunna og PizzaPizza ehf. Fréttir af því verða fluttar síðar.
Þess má svo til gamans geta, að Vallarbarðsbræður munu hringja til PizzaPizza upp úr klukkan átján, til að panta eins og eina flatböku.

Lifið heil, í bili...

|

Nýr bíll

Jú, eins og lesendur hafa tekið eftir, þá lagðist ný sjálfrennireið til svefns í bílskúrnum á Vallarbarðinu í gærkvöldi. Hefur kerran fengið viðurnefnið Kettlingurinn, enda nánast engin vél í henni. Þess skal þó geta, til að fyrirbyggja allan misskilning, að bíllinn kemst nú alveg áfram, en það heyrist andskotan ekkert í honum. Fínn bíll, mætti hafa stærri vél. Því verður reddað næst.

|

Dísill

Jú, rétt er það. Orðið "Dísill" kom fyrir í brandara hjá karli föður mínum núna rétt í þessu. Hann hafði tekið upp, eftir undirrituðum, að gera stólpagrín að þeim sem telja stóra jeppan hans verða bensínlausan. Það er náttúrulega hárrétt, enda gengur bíllinn fyrir dísil, en ekki bensíni. Þessari annars arfalélegu sögu, er ætlað að gleðja þá er hafa unnið á bensínstöð, eða í Hrauneyjum, nema hvort tveggja sé. Eða eins og sagt var: "þetta er ekki bensín, þetta er olía!!!".

|

30.8.02

Nýr bíll

Audi A6. nánar auglýst síðar.

|

Undirbúningur teitis, og aðra gagnlausar upplýsingar...

Eins og glöggir lesendur vefjarins hafa án efa tekið eftir, þá er teiti í uppsiglingu. Búið er að ákveða bollu, senda mömmu út í búð til að kaupa snakk og gos, svo nú á bara eftir að færa sófana, taka teppin, snúa níþungu (?) marmaraborðinu, tengja hátalarana, skrifa disk og fara í sturtu. Síðast en ekki síst, bíður kallinn í mikilli eftirvæntingu eftir að heyra frá vinkvendi, Margréti Helgu Ögmundsdóttur, Jónassonar, hvort takist að redda þurrís. Eins og fastagestir í teitum á mínum bæ vita að þá er engin bolla án þurríss. Það þyrfti þá að vera allavega helvíti mikið vodka...

|

Pizzur á pizzur ofan

Jú, það er rétt. Aftur verða pizzur gerðar að umtalsefni á þessum vef. Nú er hins vegar ekki rætt um magn, heldur gæði. Einn af vinum undirritaðs, hefur gerst allkræfur á pizzumarkaðnum, og má leiða að því líkum að yfirtökutilboð leynist í heilabúum forsvarsmanna PizzaPizza ehf. En PizzaPizza ehf. rekur Domino´s, og gerir við allgóðan orstír. En þessi vinur blogganda, gerir flatbökur af mikilli list, og hrósa þeir er listina hafa borið augum, og etið. Nú er bara spennandi að sjá hvort Ormurinn stendur undir væntingum, en fylgjast má með því á vef hans.

|

BringItON

Í afmælisgjöf færði Atli mér frá Svíþjóð eina bestu mynd sem framleidd hefur verið fyrir stóratjaldið. Þetta er kvikmyndin BringItON! En þessi kvikmynd vakti upp þvílíka ást á klappstýrum í 6.S 2000-2001, að nánast var ákveðið að við yrðum klappstýrur á Dimmisio. Við vorum stöðumælaverðir, sem kannski var eins gott, því það var brjáluð rigning, og frekar kalt.
En hvað sem því líður, þá er myndin komin í tækið, og bloggandi býður góða nótt.

lifið heil

|

hvað er um að ske???

Kallinn ákvað, í samráði við Atlann (aka Kallinn) að fara á kaffihús í miðbænum. Til samneytis voru valdar konur af kostgæfni, þó ein hafi ekki mætt. Mætt voru Atli, Stefán, Karen og Kristín ásamt undirrituðum. Ákveðið hafði verið að hittast á nýlegum, en þó ekki nýlegum, Sólon. Staðurinn lítur vel út að utan, og ekkert verr að innan. Hins vegar er hávaðinn þarna inni eins og á laugardagskvöldi eftir miðnætti. Auk þess er bjórinn dýr, og... þarf að segja meira?
Þess vegna var stefnan tekin niður Bankastrætið og farið á Nelly´s. Nelly´s, eins og flestir vita, selur ódýran, oft á tíðum vondan, en í þetta skipti góðan bjór. Það er í raun allt sem þarf, en ekki skemmir fyrir afslappað andrúmsloftið á Nelly´s. Það var hins vegar fólkið á næsta borði sem vakti athygli mína. Það varð nefnilega ekki hjá því komist, að heyra Stefán Pálsson tala við kunningja sína, sem ég reyndar hef hitt í teitum hjá Orminum. Þar voru í gangi heitar umræður um alþjóðavæðingu, andstöðu viðstaddra við hana (að ég held, ég er ekki mikið fyrir að hlera samræður annarra).
Annars var sögð ferðasaga Atla við okkar borð. Hann er nefnilega nýkominn af Interrail, þar sem margt merkilegt, og miður merkilegt gerðist. Þeir félagar Atli og Tumi, sem fór með Atla, eru alkunnugir hægðum hvors annars eftir mánaðarferðalag. Þetta var nú ekki í fyrsta sinn sem undirritaður heyrði söguna, heldur þriðja skiptið. Það er hins vegar alls ekki af hinu slæma, enda góð vísa sjaldnast of oft kveðin.
Annars var rætt um allt milli himins og jarðar, þó var umræðan heldur á jarðbundnu nótunum. Hugum var beint að komandi teiti er undirritaður heldur um komandi helgi. Það verður stemning, enda er langt þar til Kallinn kemur aftur á djammið á StórHafnarfjarðarsvæðinu.

|

29.8.02

SKOKÐANAKÖNNUN
Ef ég kynni e-ð í HTML, þá myndi ég gera skoðanakönnun um hvort deyða ætti plötusnúða á FM957 með pintingaraðferðum, eða með frjálsri aðferð. En ég kann það ekki...

|

nú eru komnir íslenskir stafir...
...í linkana. Það er Orminum að þakka. Og eru honum formlega færðar bestu þakkir fyrir afnot af HTML kóðanum á síðunni hans. Takk kærlega Sverrir. Þetta var ekki eins erfitt og ég bjóst við.

lifið heil

|

breyting til batnaðar
Undirrataður varð óþyrmilega var við breytingu til batnaðar, er hann snæddi kvöldverð í gærkveldi. Á boðstólum var Domino´s Pizza, miðstærð. Eins og sannri amirískri keðju sæmir var tilboð. Það var ódýrara að kaupa stóran skammt af brauðstöngum, sósu og tvo lítra af svartmiði, en pizzuna eina og sér. Það munaði 120 kr. Undirritaður lætur slíkt ekki fram hjá sér fara. Er heim var komið, snæddi bloggandi. Það sem hins vegar kom á óvart var að undirritaður torgaði ekki máltíðinni. Þess verður að geta að fyrir 18 mánuðum var minnsta málið að taka stóra Domino´s, stóran brauðstangir og svartmjöð og eiga enn pláss fyrir meira. Þetta verður að teljast breyting til batnaðar.

|

fyrring samfélagsins
Þetta orðasamband hef ég notað undanfarin ár, um flest allt það sem mér finnst að betur mætti fara í samfélaginu. Það er bara svo margt...
...til dæmis þá var Jói, vinur minn sem nemur verkfræði, hlaupinn niður í Eyjum. Hann telur þetta hafa verið pottþétta áras. Hann missti mánuð úr vinnu, og fær ekki skít út úr tryggingunum. Það stendur nefnilega í smáaletri trygginarsamnings sem foreldrar hans hafa gert við VÍS að fyrstu fjórar vikur í atvinnumissi eru sjálfsábyrgð. Annað eins hef ég nú bara ekki heyrt. Jói og Co. eru búin að borga mörg hundruð þúsund í iðgjöld, og svo er bara sagt NEI!!! þegar beðið er um aðstoð. Og þetta er ekki eina dæmið. Annað er meint lokun deildar á Landakoti fyrir alvarlega heilabilaða, og það með tveggja daga fyrirvara.ÓÞALANDI. Og það sem verst er, að með þessu átti að spara e-r skitnar 19 milljónir.
Fyrringin er ótrúleg.

|

byrjenda örðugleikar

Ég er búinn að vera að reyna að laga þetta vesen á tenglunum. Það gengur ekki. Þetta er eintómt djöfuls bögg. Það er ekki hægt að opna templateið svo þetta verður ekki lagað fyrr en síðar. Annars stendur til að laga frekari útlitsgalla á síðunni, en það gefst nægur tími til þess síðar.

|

jæja

þetta er nú að verða ágætt í kvöld. búinn að skipta þrisvar um front, og vera í tómu veseni að læra þetta helv... HTML rugl. ég er að fara að horfa á "one night stand" með engum öðrum en Wesley Snipes. þetta verður áhugavert. gaman að því.

lifið heil

|

28.8.02

þetta er nú bara prufa... vonandi að þetta gangi allt saman vel...nú á þetta að vera boldað...

|