Pizzur á pizzur ofan
Jú, það er rétt. Aftur verða pizzur gerðar að umtalsefni á þessum vef. Nú er hins vegar ekki rætt um magn, heldur gæði. Einn af vinum undirritaðs, hefur gerst allkræfur á pizzumarkaðnum, og má leiða að því líkum að yfirtökutilboð leynist í heilabúum forsvarsmanna PizzaPizza ehf. En PizzaPizza ehf. rekur Domino´s, og gerir við allgóðan orstír. En þessi vinur blogganda, gerir flatbökur af mikilli list, og hrósa þeir er listina hafa borið augum, og etið. Nú er bara spennandi að sjá hvort Ormurinn stendur undir væntingum, en fylgjast má með því á vef hans.
<< Home