29.8.02

fyrring samfélagsins
Þetta orðasamband hef ég notað undanfarin ár, um flest allt það sem mér finnst að betur mætti fara í samfélaginu. Það er bara svo margt...
...til dæmis þá var Jói, vinur minn sem nemur verkfræði, hlaupinn niður í Eyjum. Hann telur þetta hafa verið pottþétta áras. Hann missti mánuð úr vinnu, og fær ekki skít út úr tryggingunum. Það stendur nefnilega í smáaletri trygginarsamnings sem foreldrar hans hafa gert við VÍS að fyrstu fjórar vikur í atvinnumissi eru sjálfsábyrgð. Annað eins hef ég nú bara ekki heyrt. Jói og Co. eru búin að borga mörg hundruð þúsund í iðgjöld, og svo er bara sagt NEI!!! þegar beðið er um aðstoð. Og þetta er ekki eina dæmið. Annað er meint lokun deildar á Landakoti fyrir alvarlega heilabilaða, og það með tveggja daga fyrirvara.ÓÞALANDI. Og það sem verst er, að með þessu átti að spara e-r skitnar 19 milljónir.
Fyrringin er ótrúleg.

|