30.8.02

Undirbúningur teitis, og aðra gagnlausar upplýsingar...

Eins og glöggir lesendur vefjarins hafa án efa tekið eftir, þá er teiti í uppsiglingu. Búið er að ákveða bollu, senda mömmu út í búð til að kaupa snakk og gos, svo nú á bara eftir að færa sófana, taka teppin, snúa níþungu (?) marmaraborðinu, tengja hátalarana, skrifa disk og fara í sturtu. Síðast en ekki síst, bíður kallinn í mikilli eftirvæntingu eftir að heyra frá vinkvendi, Margréti Helgu Ögmundsdóttur, Jónassonar, hvort takist að redda þurrís. Eins og fastagestir í teitum á mínum bæ vita að þá er engin bolla án þurríss. Það þyrfti þá að vera allavega helvíti mikið vodka...

|