30.12.02

Úrvinnslu atkvæða er um það bil að ljúka

Komiði sælir lesendur góðir. Í dag, öllu heldur því sem eftir lifir dagsins sem eru reyndar ekki nema um það bil 12 mínútur, þá ætlar Ungverjinn að segja frá förum sínum, sem að sjálfsögðu eru ekki sléttar.

Ungverjinn er hættur við að segja frá förum sínum, sem honum þóttu ekki sléttar.

Þessi stutti, og mjög súri og almennt séð leiðinlegi þáttur, var eftirlíking af hegðan Imbu Sólar síðastliðna daga, sem þrátt fyrir allt ná allt til vordaga, er Imba náði kjöri. Hún segir farir sínar ekki sléttar, frekar en Ungverjinn. Deila menn um réttmæti misfara Imbu, en síður eða alls ekki Ungverjans.

Sagt verður frá misförum Ungverja í axlarlitum ársins, á morgun, og má búast við að herlegheitin birtist upp úr klukkan 4, klukkan 16.

góðar stundir.

|

28.12.02

mætti bjóða einhverjum í mat?

á boðstólum: Svínaleg.

Nei takk.

Fearfactor er of ógeðslegur þáttur.

|

27.12.02

Ungverjinn kontemplerar að gerast rithöfundur. En þá er það eins og maðurinn sagði:"What good is a writer, that has no words?"

töluvert til í því.

Limir S-Club muna máski eftir smásögunni Holrými Myrkursins. Ekki góð saga.

Nú, til að halda áfram þessu flóði af orðum sem koma í nákvæmlega engu samhengi, þá er situr Ungverjinn nú í sófanum sínum, fyrir framan sjónvarpið, að horfa á PrettyWoman. Þessi mynd er góð, góð í flestalla staði. Eki sakar að hafa Juliu Roberts í aðalhlutverki.

góðar stundir.

ps.

Þess skal getið að Ungverjinn er ekki undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna.

|

Útvarp Ungverjaland...

...Útvarp Ungverjaland. Klukkan er sex, gleðileg jól.

Já lesendur góðir, það eru komin jól, og hvorki meira né minna en Annar Jóladagur. Ungverjinn fór í messu í gær, Jóladag. Í fyrsta skipti fór Ungverjinn ekki með trúarjátninguna, né faðirvorið, enda trúir Ungverjinn ekki á Guð. Gott mál það. Ungverjanum fannst gott að koma heim. Það stenst semsagt fyllilega að heima er best. LANG BEST!!!

Ungverjinn veit vart hvað segja skal... Það er ótrúlegt en satt, en Ungverjinn er orðlaus.

|

24.12.02

Jóladagatal Ungverjans

Gott kvöld, og gleðileg jól góðir lesendur. Síðasta gella þessa jóladagatals er engin önnur en Britta Spjót, aka. Britney Spears, og mun Ungverjinn koma inn allavega fimm myndum af Guð inn á síðuna.

Gleðileg jól og njótið kvöldisins með fjölskyldu og vinum.

Britney Spears, gjöriði svo vel











Gleðileg Jól

|

Jóladagatal Ungverjans

Í dag, reyndar í gær, er 1 dagur til jóla. Í dag verður bara gella. Og hún er eins og maður segir, BARA gella. Hún er töluvert geðveikt falleg!!!

Gella dagsins er Jessica Alba. Njótið

|

22.12.02

Jóladagatal Ungverjans

Í dag, 22. desember, eru 2 dagar til jóla. Gella og Hunk dagsins eru eftirafarandi:

Hin ýðilfagra Nicole Eggert, sem einmitt lék Summer í Baywatch!!!



Vin Diesel

|

Djamm

Fyrsta djamm Ungverjans á heimaslóð tókst með miklum ágætum. Hófst kvöldið með kvöldverði á þeim ágæta stað Amigos. Mættir voru Ungverjinn, Sænska kjötið, Mattinn, Davíð og Gullinn. Þetta var hið ágætasta kvöld. Sötraður var bjór, rauðvín snæddur góður matur, sem kostaði of mikið. Að mat loknum, héldu Gullinn, Kjötið, og Ungverjinn í teiti ágætt að Kárastíg hjá Ágústu og Þórhildi. Var teitin hin ágætasta. Að henni lokinni héldu Karen, Kristín, Gulli, Kjötið og Ungverjinn niður á Laugaveg. Hittu ferðalangar fyrir Árna Helgason, ásamt Bjarka róna. Ekki var farið inn á svo mikið sem einn stað við Laugaveg. Vídalín varð fyrir valinu. Þar var fjöldi manns. Sverrir Teits, Svanur Péturs, Guja beib og pottþétt e-r sem Ungverjinn gleymir í þessari upptalningu. Af Vídalín var haldið á Nonna. Nonni stóð að sjálfsögðu fyrir sínu, sem skaffari matar, og húsaskjóls fyrir mannamót. Hittu förunautar þar eftirfarandi: Gásu, Togga, Daða, Brynjar, Gústa, Arnþór. Þetta var náttúrulega helber snilld. Kemst tvímælalaust inn á topp fimm djömm ársins.

|

Vandræði...

Ungverjinn á við vandamál að stríða... Lestur á síðu Ormsins gengur ekki. Tölvan endurræsir sjálfa sig, sé reynt að komast inn á síðuna frá tölvu Ungverjans. Morkinn djöfull frá helvíti!!!

|

Jóladagatal Ungverjans

Það er nokkuð ljóst, að nú, í dag, eru einungis 2 dagar til jóla, Ungverjinn er töluvert drukkinn eftir djamm næturinnar, og sett verður inn mynd dagsins, myndina sem átti að tákna að 3 dagar væru til jóla, birtist nú.


Jennifer Lopez. Njótið...

|

DJAMM!!!!

Tiltölulega gott djamm, TILTÖLULEGA!!!. Öllu heldur, alger snilld!!! Það er ekkert jafn gaman og mæta á djammið, og maður þekkir æmeira en helming þess fólks sem mætti í drykkju um kvöldið... Á Laugaveginum, Vídalín, Nonna, og tala nú ekki um, ef maður hefði kíkt á Hvebban. Ungverjanum skilst að hefði hann mætt á Hverfisbarinn, hefði nánast allt keyrt um koll!!! Ungverjinn lét nægja að kveðja Gulla, og biðja fyrir kveðju, til Hæja og Hlínar.

|

20.12.02

Jóladagatal Ungverjans

Ungverjanum var gert ljóst, að Jóladagtalið yrði að fullnægja karlkynslesendum og líka kvenkyninu, og verður ungverjinn góðfúslega við því. KP og Guja óskuðu sérlega eftir einum gæja, Chris Martin. Í tilefni dagsins kemur hann hér,

Chris Martin, söngvari snilldarbandsins Coldplay njótið.



og gella dagsins...

Anna Kournikova... njótið...

|

COLDPLAY

Það væri synd að segja að Coldplay hafi staðið undir nafni í gærvöldi. Þeir voru allt nema kaldir. Áheyrendum var þvísíður kalt. Þeir byrjuðu á laginu Politik, svo komu nokkur lög af nýju plötunni. Þegar þeir tóku Trouble, þá varð allt brjálað, eins og þegar þeir tóku Yellow og The Scientist. Uppklapp, og þá kom e-ð lag, og svo In My Place...

svo varð allt brjálað þegar þeir komu aftur á sviðið, tóku smá djamm með Ash, frekar slappt satt að segja, en svo tóku þeir lag sem ég kannaðist geðveikt við, en kem því ekki fyrir mig. Svo var slúttað á Have Your Selt a Merry Little Christmas.

Þetta voru sannarlega bestu tónleikar sem ég hef farið á, og að venju lofuðu þeir áheyrendur í hástert, sögðu "You are the best gig we ever do", og "You are really the best audience we ever play for". Það er því nokkuð ljóst, að þetta voru ekki síðustu tónleikar Coldplay á Klakanum, og er vafalítið styttra en lengra í næstu tónleika. Það er nokkuð ljóst að sá sem þetta ritar mun án vafa mæta á þá tónleika.

Coldplay *******************************************************************************************************

|

Tár, bros...

... en engir takkaskór. Já, Ungverjanum var mætt með hlátri og grátri heima hjá Atlanum í gær. Kallinn bauð upp á pizzu, og var part af hópnum stefnt þangað fyrir tónleikana seinna um kvöldið. Atlinn hló, Stebbi líka, en Karen grét hástöfum, um leið og hún hló. Hún var reyndar búin að lesa yfir sig af líffræði, nánar tiltekið grasafræði. En við áttum góða stund hjá Atlanum, og lögðum svo leið okkar yfir til Karenar. Þar var glatt á hjalla, enda samankominn stór hópur úr 3.F úr MR 1997. Mætt voru auk Ungverjans, Karen, Atli, Guja, Vala og Guðrún Meyvants(ekki 3.F), Harpa Kolbeins, Helga, Kristín, Tumi, Ragnar, Solla og Gulli, en Gulli var í 3.F. Nú jæja, þetta var allt ógurlega gaman. En jafnaðist vart á við það sem á eftir kom. Tónleikar með Coldplay í troðfullri Höll.

|

18.12.02

Jóladagatal Ungverjans

Já, í dag eru jólin, að Ungverjans mati. Ein þokkafyllsta dís sem komið hefur fyrir sjónir manna á hvítatjaldinu verður því fyrir valinu að þessu sinni.

Njótið.

Elizabeth Hurley

|

Jóladagatal Ungverjans, viðauki

Jú, í tilefni þess að nú hefur Ungverjinn verið vakandi í miklu meira en sólarhring, verið fullur, þunnur og orðinn svangur, en helst í tilefni þess að bloggað er frá Danaveldi, hefur Ungverjinn ákveðið að bæta inn viðauka við jóladagatalið, danskri snót, er kallar sig Helenu og er Christiansen.

Njótið.

|

17.12.02

Hvað liggur fyrir...

Pakka, slappa af. Sjáumst á morgun.

Næst verður bloggað af íslenskum netserver...

bless í bili...

|

Jóladagatal Ungverjans

Já. Í dag mætti færa rök fyrir því að það væri aðeins 1 dagur til jóla. Ungverjinn kemur nefnilega heim á morgun sjáiði til. Hins vegar, fyrira allt venjulegt fólk, þá er akkúrat vika til jóla, nú eða 7 dagar, sem hafa ekki alveg allt á hreinu.

Í dag er það hin undurfagra, og jafnframt tiltölulega óþekkta (hún er sennilega líka óþekk :o) ) Anna Beatriz Barros sem kitlar augu lesenda, og jafnvel e-ð fleira...
njótið

|

16.12.02

Af skúringakeddlingum og öðrum snillingum...

Já, Ungverjinn var rekinn út úr herbergi sínu, rétt eftir að hann var byrjaður að láta renna í bað. Þar voru að verki brjáluðu skúringakellingarnar sem tóku helvítisgardínurnar í morgun. Núna, klukkustund síðar, er ekki enn búið að þrífa. Ungverjinn á að mæta í tíma eftir 17 mínútur, og hefur ekki ráðrúm til að fara í herbergi sitt, í sturtu og skipta um föt á þeim tíma. Því lítur út fyrir að síðasti tími Ungverja á ungverskri grundu, verði prófið í lífrænni efnafræði á morgun frá kl. 11-12:40. Gott það.

Vitleysingur dagsins er löggan á Akureyri. Löggan fann plastflösku sem notuð hafði verið til hassreykinga, við leikskólann þarna á Akureyri. Hvar flaskan fannst var einnig mikið af sígarettustubbum og öðru rusli. Ungmenni Akureyrarbæjar eru liggja sterklega undir grun. Löggan ætlar að hafa sérstakt eftirlit með staðnum næstu daga og vikur.

Svo er það "the $64000 dollar question". Hvernig veit Ungverjinn allt þetta? Jú, þetta kemur allt fram, skýrt og skilmerkilega á mbl.is. Ætli löggan nái vondu köllunum???

|

Jóladagatal Ungverjans

Í dag, 16.desember eru 8 dagar til jóla. Þó mætti vissulega færa rök fyrir því að jólin væru eftir 2 daga, en það verður ekki gert. Á þessum degi er það fegurð Kylie Minogue sem minnir okkur á jóla andann...

|

Aftur...

Fyrir nokkrum árum var Ungverjinn fastagestur á umræðuvef framtíðarinnar. Þar lét Ungverjinn gamminn geisa um málefni sem voru honum viðkomandi, og að sjálfsögðu óviðkomandi líka. Það gerðist þá, það sem er að gerast núna. Menn hófu skriftir undir nafni Ungverjans, Ungverjanum til mikillar gremju. Nú er það svo, að á allavega einni bloggsíðu vinkvenna Ungverjans eru rituð ekki færri en 3 komment undir gælunafni Ungverjans. Undirritaður vill lýsa yfir vonbrigðum, og eindreginni andstyggð á hverjum þeim er ritar þessi komment.

|

andskotans djöfull!!!

Já, það var heldur óþægilegt, wake-up-callið í morgun. Ljóshærð kona, á að giska 165 bankaði ofurlétt á hurð Ungverjans upp úr 10. Ungverjinn var að sjálfsögðu í fastasvefni. Drattaðist á lappir og opnaði hurðina. Þar var umrædd kona, með svo fáránlega skakkar tennur og guðdómlega stór gleraugu, að orð fá vart líst. Þetta var semsagt skúringakellingin. Hún sagðist hafa bankað hjá mér til að segja, að þær ætli að þrífa herbergin á efri hæðinni fyrst, svo mitt. Ég náttúrulega hvái, en loka svo bara og fór aftur að sofa. Eftir um það bil 39 SEKÚNDUR er djöfulsins mellan mætt aftur og heldur á stiga. Á STIGA!!! Ég hugsa, djöfull er ég einfaldur. Ég hefði náttúrulega bara farið upp stigann frammi. Ekki verið svona framkvæmdasamur og komið inn í herbergið hjá gaurnum sem var sofandi fyrir núna 49 sekúndum og mætt með minn eiginn stiga. Hvað í andskotanum ætlar kellingin að gera? Ég hélt hún ætlaði upp á efri hæðina, frá svölunum hjá mér, nota stigann sem hún kom með, og hoppa svo. NEI. ÞAÐ VAR EKKI PLANIÐ. Ég sem hélt hún ætlaði að leyfa mér að sofa. Hún reif niður helvítisgardínurnar. Já, þetta eru helvítisgardínur. Hún reif niður gardínurnar, svon til að segja: Drullastu á lappir helvítis letinginn þinn, og leyfðu mér að þrífa. Það virkaði. Þær eru að skúra, as I write these words.

|

15.12.02

ATLI

Atli, þessi er bara fyrir þig

|

Jóladagatal Ungverjans

Í dag, 3. sunnudag í aðventu kveikir kristið fólk á kerti, Betlehems kertinu. Í dag eru einnig 9 dagar til jóla. Njótið vel.
Hún er Guð.

|

14.12.02

Gellur

í dag eru 10 dagar til jóla. Hvorki meira né minna. Í tilefni af því, verður hér sett upp Gella á dagsfresti til að lífga upp á bloggflóruna. njótið.

Gella nr. 1 Rachel úr S-Club 7 (jafnast samt ekkert á við gellurnar úr S-Club 23 )

|

Gellur dauðans

Já, Björg stendur sig heldurbetur í stykkinu, þessa dagana. Stúlkan atarna hefur sett upp á síðunni sinni þvílíkan gellugagnagrunn, að annaðeins hefur ekki sést lengi. Ungverjinn lýsir eindreginni ánægju með þetta framtak.

|

Steiván

Já, kallinn hann Stebbi er nú ekkert unglamb lengur. Hann er orðinn 21, frá og með deginum í dag. Ungverjinn óskar Steiváni, eins og hann vill láta kalla sig, innilega til hamingju með daginn.

|

Klásus búinn


Hér með er gefin út formleg afsökunarbeiðni til allra þeirra er voru að ljúka prófatörn í Klásus. Undirritaður tekur á sig hluta þeirrar ábyrgðar að klásus var haldinn aftur, í síðasta sinn. Ég vona að öllum þeim sem ég þekki sem þreyttu klásus síðasta sinni verði kápan úr klæðinu, því þetta er djöfull í mannsmynd þetta helvítis rugl þarna í HÍ. En innilega til hamingju, allir með að vera búin með þennan áfanga. Svo er bara að bíða spennt eftir úrslitunum...

Góðar stundir

|

12.12.02

Hið íslenska réttarkerfi!

Sá atburður átti sér stað í dag, að Erpur Eyvindarson, aka Johnny National, var dæmdur í sekt, fyrir að henda Molotov-kokteil á sendiráð BNA á Íslandi, 21 apríl 2001. Ungverjanum fannst þetta, á sínum tíma, tiltölulega fyndið. Það sem vakti athygli Ungverja er dómuri Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Erpi og félögum. Í dómnum stendur orðrétt:

"Mál þetta var höfðað með ákæru Ríkissaksóknara, dagsettri 11. febrúar 2001...“...fyrir að hafa, aðfaranótt laugardagsins 21. apríl 2001, smánað erlenda þjóð og erlent ríki opinberlega samkvæmt 95. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að varpa bensínsprengju á aðsetur bandaríska sendiráðsins og sendiherrans við Laufásveg í Reykjavík, en við það blossaði upp eldur á framhlið hússins."

Glöggir lesendur taka eftir, að afkastahraði Ríkissaksóknara [ótrúlega erfitt að skrifa þetta], er með ólíkindum. Það kemur fram, að ákæran er lögð fram meira en tveimur heilum mánuðum áður en glæpurinn átti sér stað!!!

Áfram Ríkissaksóknari.

ps.
Spurning hvort þeir ættu ekki að hringja í lögguna, svo hún geti stoppað glæpinn???

|

You are all gonna die!!!!!!

Þetta skilst Ungverja að hafi verið orð, eða svo gott sem, prófessors Antals, sem er anatómíuguð, í dag. Þar átti hann við hið ógurlega lokapróf í anatómíu sem annars árs nemar þreyta nú milli jóla og vorannar. Yfirheyrslan, sem að sjálfsögðu er munnleg, stendur á bilinu 1,5 til 5 tímar. Já, heyrðiði það!!! FIMM FOKKING TÍMAR AF STANSLAUSUM SPURNINGUM. Gerir fólk sér grein fyrir, hvað er hægt að segja mörg orð á fimm tímum? Þau skipta þúsundum!!!

En í tilefni af þessu, þá er kominn hér linkur til hliðar á heimasíðu FÍLU(púka) (Félag Íslenskra Læknanema, Ungverjalandi). Endilega kíkið, svo teljarinn komist vel af stað...

Glöggir lesendur domusins, sjá að útlitið er hið sama og hús Ungverjans bjó yfir fyrst um sinn.

Lifið heil.

|

Drífan

Jú, undur og stórmerki. Sænska konan, Drífa Ísleifsdóttir, hefur hafið blogg. Er það vel. Drífan er hér með kominn á matseðil Ungverjans, yfir daglega lesin blogg.

|

Fyllerí dauðans

Það styttist óðum í fyllerí dauðans. Það eru nákvæmlega 9 dagar. 21. des. Ammali, prófalok, fögnuður, endurfundir. Jólin verða mest ótrúlega skemmtileg. Pakkafjöld og allt!!!

Ótrúlega mikil gleði í gangi á þessari síðu. Það er ágætt, miðað við hvernig fyrstu ummæli Ungverjans voru, svona sálarkreppuleg. Gaman...

En það er ekki laust við að Ungverjinn sé kominn í jólaskap. Syngur jólalög eins og múkki! Fullyrt var við Ungverjann, að það þyrfti að skrúfa eistun undir aftur enda var falsettan tekin með stæl. Hver man ekki eftir smellinum með Brooklyn fæv "Sleðasöngurinn": "Glaðlega klukkurnar kalla, Degi er farið að halla, Á jólunum verðum við eitt, elskað þig aldrei jafn heitt; Á sleða, á jólum, á sleða á jólum, við höldum okkar leiiiiiiiiiið, ááááááháááá Sleeeeeðanuuum, undir stjörnufjöld ááááháááá sleðanum á Að-fan-ga-dags-kv-öld"
Þetta lag er þvílík snilld, að annað eins hefur vart heyrst. Lög á borð við Jólahjól, Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins sem er að ekki meika það í ðe bandaríks, og miklu miklu fleiri góð lög...

en nóg af jólalögum
:

|

Ábyrgðin er ótrúleg!!!

Jú, Ungverjinn er kominn á molana. Það er því eins gott að fara að vara sig!!!

|

10.12.02

Jimmy Carter

Var í dag afhent friðarverðlaun Nobels. Er kallinn vel að þeim kominn, enda stjórnarerindreki af bestu sort. Eins og Jon Mann [fréttaritari CNN] komst að orði við Jimmy: "Mr. President, you are 78 years young", og upp úr þessu spyr Ungverjinn: Væri ekki bara soldið sniðugt að Jimmy Carter yrði aftur forseti USA? Er það bannað? [Stebbi, svar óskast]. Ungverjanum virist sem svo, að kallinn væri bara helvíti klár, og vissi þokkalega hvað um er að vera í heiminum í dag.

Ungverjinn ætlaði að skrifa meira, en Björgu langar svo að lesa þetta, svo að nú er ég hættur, í bili...


8 dagar í heimkomu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

|

Kona með spýtu!

Já, í dag varð Ungverjinn vitni að ótrúlegum atburði. Sem Ungverjinn beið eftir tramminum (eða Villamos eins og innfæddir segja) sem er nokkurs konar sporvagn, þá kom honum fyrir sjónir merkileg, og sannarlega mögnuð sýn. Gömul kona með spýtu. SPÝTU!!! Ekki með tösku, bakpoka, barnabarn í eftirdragi eða trabant. Spýtu. Þetta var svona klassísk 2,5 x 15 cm planki, óhefluð og með kvisti. Ungverjanum varð svo hvelft við [er hægt að skrifa þetta svona?] að hann varð nánast fyrir trammanum. En konan, venjuleg ungversk gömul kona á gangi, á einni aðalgötunni í Debrecen, með spýtu í höndinni, var athygliverð.

já, og svona til áréttingar hefur spýtan ekki verið minna 6 metrar á lengd!!!

|

heilir og sælir lesendur góðir

Ungverjinn er í afburða góðu skapi þettað kvöldið. Enda ekki furða. Tvö próf í dag og bæði tekin í óæðri. Spá um meðaleinkunn á þessum prófum: 10

|

9.12.02

USA - The greates country in the World!!!

Já. Enn hafa bandaríkin sýnt það og sannað, að þau eru verðug titilsins sem þau kalla sjálf sig svo oft.

THE GREATEST COUNTRY IN THE WORLD

En Ungverjinn hefur sínar efasemdir.

Nú í gær afhentu Írakar doðrant dauðans til Sameinuðu Þjóðanna (SÞ), hvar þeir segjast ekki eiga nein kjarnorkuvopn, eða eins og sagt er nú á dögum "weapons of mass destruction". Stuttu síðar var haft eftir Bush, yfirfífli bandaríkjanna, að ef skjalið innihéldi upplýsingar sem gæfu til kynna að Írakar ættu ekki gereyðingar vopn, þá væri það lygi. Þetta sannar endanlega að Bush er löngubúinn að ákveða að slátra Saddam, hvað sem hann segir. Ekki að það sé slæmt... En grundvöllurinn er algerlega tapaður...

Svo er þetta endalausa rugl þarna fyrir botni Miðjarðarhafs. Afhverju er ekki bara hægt að redda þessu rugli??? BNA menn gætu reddað þessu á nó tæm!!! En, áður en Ungverjinn tapar sér algerlega í þessum málum, verður staðar numið hér...

|

Gústi

Gústi er upprisin, og hans sanna mynd komin í ljós. Gústi er nefnilega ekki þessi harði hip-hop rapp gaur sem allir halda að hann sé. Nei. Hann er mjúkur poppari, með djassívafi. Þetta er náttúrulega alger snilld. Gústaf. Velkominn í hópinn.

|

HRAUN

Kjötið er úthraunað og ógeðslegt!!! Drífan, systir Kjötsins, svoleiðisk hraunaði yfir brósa, af miklum ómakindum og heigulshætti. Drífa, skamm.

|

7.12.02

Já... jólin nálgast

það er ekkert öðruvísi, en jólin eru um það bil að renna í hlaðið. Ungverjinn fór í dag og verslaði nokkrar jólagjafir, og hafði gaman að, enda er þetta hræódýrt hérna megin Ála Atlants. Annars, talandi um ála, þá var Stína frænka að biðja mig um að kaupa fyrir sig hálfan ál á Kastrup á heimleið. Það tilkynnist hér með, að fólk getur pantað smáræði með Ungverjanum svona fyrir jólin. Reynt verður að uppfylla allar óskir. Senda má beiðnir í gegnum kommenta kerfið, nú eða á ímeil: eggerterlendis@hotmail.com

lifið heil

|

Ammali

Ungverjinn er á leið í ammali á Komlossy 64 í kvöld. Nánartiltekið upp úr 21. Ingvar Þ. Sverrisson, einnig þekktur sem Fabio í vinahópi Ungverjans. Ingvar var eitt sinn með sítt hár, og var í 6.bekk í MR er Ungverjinn hóf nám í 3.bekk. Síðhærði maðurinn lamdi tvo ef ekki þrjá menn til óbóta í gangaslag þess árs, og var kallaður Fabio. það er alveg frábært. Ungverjinn hafði stimplað hann sem geðsjúkling, en annað kom svo á daginn,eftir að kjarkinn vantaði ekki lengur, til að fara og tala við kallinn. Hann er svo eftir allt saman vænsta grey. Gaman að því...

|

Davíð Téhá

Já, Dabbi varð tvítugur, og ári betur í gær, ef ég man rétt. Innilegar hamingjuóskir, gamli kall, og gangi þér vel í prófunum, sem eru að ná hámarki um þessar mundir. Davíð situr í Klásus og reynir við bákn sem nefnist Læknadeild HÍ. Ungverjinn hefur reynt sig þar, og varð ekki kápan úr því klæðinu. Sem er augljóst...

|

KAREN PÁLSDÓTTIR

æ, ég hef bara gaman að því að stríða KP aðeins. Hún hefur örugglega fengið nett sjokk aftur. En ég var að ræða við KP á örmýktarsendiboðanum fyrir stundu. Það er alltaf gaman að spjalla yfir öldur alnetsins. Fátt minnkar heimþrá, en það að komast í samband við vini og kunningja yfir netið, er frábært!!!

|

helú!!!!

já, Ungverjinn er mættur aftur á bloggsviðið!!! gott mál það

|

2.12.02

Ungverjinn...

... Ungverjinn var í dag kallaður karlremba. Stenst það? [ath. að spurningunni er beint til kvenkynslesenda vefjarins]

... Á Ungverjinn að breyta um viðurnefni? Úr Ungverjanum, í Íslendinginn, bara svona til að sýna þjóðarstoltið [nú eða þjóðarrembuna]???


sæl að sinni, og beðist er afsökunar á því, hversu ógeðslega leiðinlegt þetta blogg er, þ.e. færslur kvöldsins. Ungverjinn vonar samt að herlegheitin jafnist ekki á við skopsagnir Dvergs

sæl að sinni....

|

KAREN PÁLSDÓTTIR

...ef Karen er að lesa þetta, þá er nokkuð ljóst að stúlkan ofandar, og er um það bil að fá krampakast úr stressi, því hún veit ekkert hvað Ungverjinn gæti mögulega haft um hana að segja...

En þannig er mál með vexti, að Karen, einnig þekkt sem KP, spurði Ungverjann, rétt áður en hann gerðist Dani, um stundar sakir, hvort Ungverjinn yrði einhvern tíma aftur Íslendingur. Satt best að segja, lítur ekki vel út með það... Gangandi um öldur alnetsins, kallandi sig Ungverja.

En hvað sem því líður, þá staðfestir Ungverjinn hér með, að hann verður alltaf Íslendingur, sama hvað gengur á.

Íslenskt já takk!!!

mér finnst eins og það hafi verið í gær, að það var feitt partý í Súlnasalnum, allir skemmtu sér vel, að vanda, og allt í lukkunnar velstandi. Ungverjanum finnst álíka stutt síðan að hann kvaddi alla vini og kunningja, og enn styttra síðan að hann kom fyrst inn í herbergið/íbúðina. Og núna, er alveg ótrúlega langt í að hann fer heim.

en samt ekki svo langt...

|

ekkert að ske...

já, heimþráin...

djöfull er þetta leiðinlegt blogg!!!

ég lofa að það verður bara skemmtilegt á meðan ungverjinn verður á Frónni, svo hrapar þetta allt niður í sama gamla farið...

|

tóm leyðindi...

já gott fólk. Ungverjanum leyðist. Það er ekki nóg með að námsefnið sé alger og helber vitleysa, heldur er orðið svo stutt í heimkomu að annað kemst vart inn í huga manns. MIG LANGAR HEIM!!!!!

16 dagar...

|