10.5.03

HVAÐ ER AÐ SKE???

Þetta er ekki að gerast! Það virðist, samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norður, að það verði jafnt milli D og S. Það er hrikalegt!!!

Það er samt alveg magnað, að sama hvað fólk gerir svona kosningavöku oft, að það skiptir engu, alltaf fer allt í klúður. Núna áðan var t.d. verið að bíða eftir tölum úr Reykjavíkinni, og það var maður sem bað formann kjörstjórnar um að setjast hjá sér upp á borði og var með fíflaskap!!!

Reykjavík suður:
B 3051
D 10393
F 1741
N 369
S 9147
U 2536

Lítur óneitanlega betur út en í norður...

|