Gras
...og by the way Gulli, ég er ekki að tala um þannig gras.
Á Íslandinu góða, kalda og ferska er gras. Við könnumst öll við það. Það er svona grænt, og tiltölulega mjúkt, og er öllum til ánægju og yndisauka. Það væri til dæmis erfitt að ýminda sér fögur menntaskólafljóð leggast í mold og drullu á Austurvelli að borða ís á heitum vordegi. Nei það verður að vera gras, þó hin hugmyndin sé bara alls ekkert slæm...
Í landi Madjara er margt um gras að segja. Það er í fyrsta lagi ekki eins og gras er flest. Grasið hér er meira eins og arfi. Moldin er leir, og ég veit að pabbi myndi brjálast ef hann sæi svona mikið "gras" í lóðinni heima við Súlnasalinn (tm).
Mér fannst þetta bara svo ömurlegt, að ég varð að gefa það út, fyrir alla heimsbyggðina að sjá...
...allavega þann hluta sem skilur ástkæra ylhýra...
<< Home