11.9.02

Af aumingjabloggurum og öðrum...
... Dvergurinn tók það mjög nærri sér að honum væri líkt við aumingjabloggara. Er yfirlýsingin tekin til baka, en verður þó látin standa í fyrra bloggi, honum til áminningar. Dvergurinn leyfir sér að líkja blogganda við aumingjabloggara, eða gefur allavega í skyn að slíkur titill sé yfirvofandi. Það skal áréttað, að blogg hefur legið niðri vegna bilunar í tæknibúnaði, ekki vanrækslu undirrataðs.
Einnig hefur Dvergurinn virst súr undanfarið, ekki vegna lágs pH gildis, heldur vegna þess að fáir hafa undirritað gestabók þá er hann bíður upp á. Hvet ég lesendur því til að fara á vef Dvergsins, og rita, þó ekki nema falskt nafn. Svo bloggbróðir þjáist ei meir.
Ungverjinn mun, rétt í þessu heimsækja gestabókina, og rita...

|