Af ungversku(m)
Það þykir fínt að vera með sítt að aftan. Þarf að segja meira? Ég bara spyr. Svo er líka eitt taboo á vesturlöndum. Að vera með hár á bakinu er ekki "in" síðast þegar ég frétti allavega, en það þykir nánast stöðutákn. Líkt og að eiga jeppa á 38 tommu dekkjum með græjum og drasli fyrir milljón á íslandi. Þetta er satt best að segja ótrúlegt!
Daði, drengur góður hefur boðist til að lána mér disk. Ekki matardisk, heldur tölvugeisladisk sem ætlað er það hlutverk að kenna vitlausum útlendingum eins og mér Ungversku. Ég er á leiðinni upp til Daða og Bjargar að tjekka á disknum.
Returneri blogum domini hungaricae im futurum...
...léleg tilraun til að slá um mig á latínu.
Lifið heil
<< Home