Af íslendingum...
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta flestalla íslendingana hér í Debrecen í gær. Það voru sumir að borða, þegar við Sólrún Stefanía komum að, en þau höfðu verið að klára crash course í ungversku. Þar hitti ég fyrir flestalla íslendingana. Anna Sigga, sem ég hafði hitt áður var þarna, en hinir voru Sólrún, Veiga, Ingvar, Kristín, Tóta, Stefán, Daði, Björg, en þau tvö síðastnefndu búa í sama húsi og ég... svo voru um kvöldið líka AnnaBryndís, Guðmundur, sem er búinn að klára og Hörður sem klárar um jólin. Þetta virðast allt vera fínustu krakkar og verður örugglega massagaman í vetur.
Það verður nú samt eiginlega að segjast að húmorinn í gær var svona pissa kúka húmor. Það voru sagðar sögur af skitu á bílhúdd, drullu á andliti og svo mætti lengi telja...
Það var eiginlega bara óendanlega gaman í gær. Ég hlakka bara alltaf meira og meira til að byrja í skólanum, þó mig vanti enn efnafræðibækurnar... En það reddast nú örugglega allt saman...
lifið heil
<< Home