6.9.02

Um mína hagi

Þegar ég kom til Budapest, þá var það mikið overraskelse. Ég hafði búist við flugvelli í anda við þann í Peking, en svo var nú alls ekki. Allt klætt með hvítum marmara, sem var svo vestrænn, að Kastrup fölnaði í samanburði.
Þegar komið var til Debrecen, sem er svona 250 km aust-suð-austur af Budapest blasti kommúnisminn við. Ljósastaurar sem voru 15 metra háir og örugglega meter í þvermál lýstu borgina appelsínugulum bjarma.
Eftir þriggja tíma rútuferð frá flugvellinum, var komið að stúdentagörðunum. Þetta eru glænýhús, hafa verið notuð í tæpt ár. Ég fékk herbergi/stúdíóíbúð sem er ca. 22 fermetrar. Það var ekki að sjá að búið hefði verið í henni. Þarna inni er því allt glænýtt. Harðviðarinnrétting, ísskápur, sjónvarp, stólar og borð, rúm, fínn skrifborðsstóll, og það sem mestu máli skiptir stórt og gott skrifborð með góðum lampa.
Ég kom í samfloti við norsara. Þeir eru nú vænstu grey. Ég hef mest talað við strák sem heitir Erik og kemur frá Þrándheimi. Hann er eins og ég, þekkir ekki neinn, og það var eiginlega það sem dró okkur saman.
Annars er ég búinn að hitta einn Íslending, Önnu Siggu. Hún er fín, býr í skítugustu íbúð sem ég hef á ævinni séð!!! En ég er á eftir að fara að hitta Sólrúnu, sem ég hef svolítið verið í sambandi við. Hún er orðin sjóuð hérna, búin að vera í 2 vikur. Er að taka próf í ungversku og vonum við að allt hafi nú gengið vel.
Eitthvað gengur nú erfiðlega að halda sér við efnið, enda er það frekar þurrt. Biostatistics, Chemistry, Biophysics og svo framvegis. Gaman að því...eða þannig.

|