Klikkar ekki
Jæja. Nú er klukkan rétt orðin hálftvö, og bloggandi hefur lokið við sinn part tiltektar eftir teiti gærkvöldsins. Það var að venju, vel mætt, og töluverð stemming. Það bara verður að segjast. Góður rómur var gerður að bollunni, þrátt fyrir að á grunsamlegan hátt hafi allur þurrís klárast að Keldum. "Forsvarsmaður" Samfylkingarinnar er grunaður um skemmdarverk!!! Annars var bollan góð, græn og frískandi.
Skilið var eftir, að undirrituðum nánast óafvitandi, bréf (bænaskjal) sem fúngeraði eins og gestabók. Þar tel ég að flestallir hafi ritað nafn sitt, þó ekki alveg allir. Sumir kusu að skilja eftir skilaboð, og ekki var laust við að kæmi kökkur í hálsinn er bloggandi leit yfir þau. Þá var mesta víman runnin, enda búið að troða dósum, flöskum og skemmtilegheitum ofan í hvorki fleiri né færri en 7 hagkaupspoka, eða Fjarðarkaupspoka eins og þeir heita nú. Já, kökkurinn... þetta fer bara hálfilla með mann, og verður að segjast að hefði ég lesið upp þetta allt saman, í votta viðurvist er aldrei að vita nema nokkrar mýs hefðu hlaupið niður vangann...
takk fyrir frábært kvöld
lifið heil
<< Home