Í ruglinu
...fyrr í dag fór ég á secreteriatið fyrir enska læknanámið. Þar spurðist ég fyrir um þau augljósu mistök sem átt höfðu sér stað. Það gleymdist nefnilega að setja inn tímafjölda og upplýsingar um ungverskukennsluna í skólanum. Það sem vakti svo enn meiri gremju var, að hundrað sextíu og eitthvað nemendur vissu ekkert hvenær þeir áttu að mæta í ungversku!
Svarið var á næstu grösum...[nánar um gras síðar]
"there will be no hungarian more." Það var ekkert flóknara. "there will be no hungarian more." "you have crash course, yes?" "that is it". Engin ungverska. Hungarian 101 felld niður, við mikil mótmæli stúdenta.
Ég held að þetta lið sé í e-u meira en bara hassi. Að fella niður einu greinina sem gerir manni kleift að hafa samskipti við sjúklingana er náttúrlega bara grín.
Ég vona að ég vakni af vondum draum...
<< Home