Björn Bjarnason
Talandi um mann sem tók hroka 504, þrisvar sinnum. Hann hefur sennilega líka skrifað BA ritgerð um efnið. Það kemur kannski ekki á óvart, enda á hann rætur sínar, að hluta til amk., að rekja til MR. En MR, eins og margir vita, og enn fleiri ættu að vita, er helsta uppeldisstöð stjórnenda Íslands. Það er hending, ef forsætisráðherra var ekki í MR, borgarstjóri, bæjarstjórar helstu byggða og svo mætti lengi telja. Ég vildi samt bara minnast á Bingó-Bjössa, vegna þess að hann gerist sekur um óvanaleg mistök. Hann sakaði Ingibjörgu Sólrúnu um að ætla sér að tjalda til einnar nætur í Rvík. [Ungverjinn fyrir sitt leyti myndi nú bara yfirleitt ekkert tjalda í Rvík yfir höfuð, en það er allt önnur saga.] Það sem málið snýst um, er að Björn Bjarnason hefur sjálfur tjaldað í Rvík til einnar nætur. Hann er nú þegar farinn að rífa upp hælana, sem svo kirfilega voru barðir niður í grýttan jarðveg í kosningunum í vor. Hann er við það að taka þverslá tjaldsins í sundur, og er löngu búinn að hringja í Davíð og segja að hann vilji komast aftur í leðurstólinn sinn í Menntamálaráðuneytinu. Hann er líka búinn að tala við Styrmi og Styrmir samþykkti að setja auglýsinguna í blaðið. Björn Bjarnason er semsagt á leiðinni af Tjaldstæðinu við tjörnina, og ætlar að flytja sig yfir á Austurvöll. Eins og Inibjörg Sólrún.
<< Home