19.9.02

Af bloggi, og bloggmanium

Já, það er nokkuð ljóst að Ormurinn fékk bloggræpu síðustu daga. Öðru eins hef ég ekki lent í, en lesningin var næstum jafngóð og hún var löng :)

Lítið virðist samt að frétta úr bloggheimum. Felgulykill er látinn, en Hildur Rut er ofvirk á lyklaborðinu.

Hildur kom með áhugaverðasta punktinn í bloggheimum síðustu daga. Hún veltir fyrir sér þroskaheftum börnum, og fötluðum börnum. Þannig var mál með vexti að hún tók tal með kærasta og mági, ásamt kvendi síðarnefnda um fæðingagalla. Kom í ljós skoðanamunur kynjanna á þessu, því karlarnir vildu ekki eiga fatlað eða þroskaheft barn, jafnvel þó ekki nema mánuður væri í fæðingu. Ungverjinn hefur ekki myndað sér endanlega skoðun, en er mikil stuðningsmaður legvatnsstungna og ómskoðunar, snemma á meðgöngu til að hægt sé að komast að væntanlegum göllum. Kemur Ungverjinn kannski að e-u leyti upp um sig, en þó ekki. Þetta er allt svo afstætt. Það sem verður að hafa í huga, er að foreldrar eru misvel í stakk búnir til að takast á við slíka áskorun sem það er að ala upp þroskaheft/fatlað barn, ofan á þá áskorun að ala upp heilbrigt barn. Ungverjinn hættir sér ekki lengra út í þessa umræðu, en er tilbúinn til frekari þátttöku, verði ástæða til þess.

Dvergurinn virðist e-ð vera að misskilja... Krónísk námsbókasíþreyta... e-ð að mis...

|