Að láta óskir rætast...
...er ekki e-ð sem öllum er kleift. En það er mér, allavega að þessu sinni. Kom fram ósk frá vinkonu Margréti um umhverfislýsingar, og áhugaverð einkenni í hegðunarmynstri innfæddra. Hér kemur það:
Til þess að byrja á umhverfinu, þá er þetta almennt mjög falleg borg. Það er að segja, haldi maður sig við fjölfarnar götur og miðbæjarsvæðið, ásamt háskólanum. Miðbærinn er til dæmis fínni en í Reykjavík. Þar er risatorg, með gosbrunni og allt nánast nýtt. Það er ekki þessi þrúgandi grái litur sem einkennir miðborg Reykjavíkur. Háskólasvæðið er mjög snyrtilegt, og ein flottasta bygging sem ég hef komið inn í, fyrir utan kannski Sixtínsku Kapelluna, Péturskirkjuna, NotreDame, Markúsarkirkjuna og örugglega e-r fleiri, er aðalbygging háskólans. [Kórfélagar athugið, að þarna inni er sá mesti hljómburður sem ég hef heyrt, og væri geðveikt að syngja "Heyr, himna smiður"] [þar er ekki talað til þeirra er hór hafa drýgt. Þeir taki það til sín sem eiga það]
Það sem hefur slegið mig einna mest, varðandi íbúa svæðisins, er góðmennska þeirra. Þeir benda manni á, með handapati þ.s. maður skilur ekki orð af því sem þeir segja, hvar maður gæti sparað 30 forint, sem er ca. 8 krónur íslenskar. Sem dæmi um góðmennsku: Ég var niðri í bæ í dag. Það var 25°C hiti. Ég var í lopapeysu, enda kominn út úr húsi upp úr sjö [fyrsti tími kl. 7:30]. Ég, skiljanlega, svitnaði aðeins. Þá vatt sér upp að mér eldri kona, og bauð mér sopa af vatni sem hún var að kaupa. Ég, ruddinn, afþakkaði, kurteislega, en varð nánast fyrir múgæsingu. Það þykir beinlínis vanvirðing við náungan að þiggja ekki hjálp, eða gestrisni. Annað dæmi: Gömul kona hrasaði. Það leið ekki ein sekúnda þar til fólk kom hlaupandi, úr öllum áttum til að hjálpa. Þetta fannst mér alveg magnað. Það virðist vera sem á Íslandi, sé krónískur ótti við að hjálpa náunganum. Maður gæti nefnilega tapað kúlinu, sjáiði til. Pæliði aðeins í þessu, þetta meikar smá sens...
Það verður nú líka að minnast á fatasmekk, þá aðallega undirfatasmekk, kvenna; yngri sem eldri. Ég fæ ekki betur séð, á kvenpeningi landsins, en að það gangi hver einasti kvenkyns einstaklingur í G-streng. Það er bara ekkert flóknara. Heima sér maður ekki ungar konur í gagnsæjum buxum, hvítum að lit, og í svörtum g-streng innanundir. Neiiii, ekki séns.
Ungverjinn vonar, að textinn hér að ofan, sé allavega að e-u leyti fullnægjandi.
<< Home