16.9.02

Vitleysa og djöfulgangur!!!

Nr. 1 Fyrir ofan mig býr geðsjúklingur. Hann byrjaði í nótt, um 3 leytið. Athugið að það er mánudagur í dag, sem þýðir að það var aðfaranótt mánudags og jafnframt "schoolnight" í gær. Hann byrjaði semsagt upp úr kl. 3 í nótt að spila tónlist. Ég hef svo sem ekkert að athuga við að menn spili tónlist kl. 3 á nóttunni. En ef viðhafður er sami háttur á, þ.e. að hávaðinn sé ekki undir 190 desibelum, og þar að auki spilað Carmina Burana, kaflinn O FORTUNA!!!!!!!!, Á REPEAT Í HÁLFTÍMA, er bara ekkert sniðugt. Það varð náttúrulega uppi fótur og fit, enda svonalagað ekkert velliðið. Við hávaðann bættust svo öskrin í gæslumanninum. Hann hringdi á lögguna sem fjarlægði manninn. Orðið á götunni segir að hann hafi hætt með kærustunni, sem nb. býr í Ísrael, og hafði tekið e-r pillur. En ég veit ekki...

Nr. 2 Við lestur á bloggi Kattarins komst ég að innanbúðardeilu manna um bestu keppendur í GettuBetur. Þar hafa ýmsir tjáð sig, merkir og ómerkari. Óli Njáll, andskoti Kattar og Orms, Jakobssynir (MS-tvíburarnir) og vafalítið fleiri. Óli Njáll féll í þá vafasömu grifju að raða upp topp 5 lista yfir bestu keppendurna, frá upphafi. Sitja þar Jakobssynir í efstasæti, taldir sem einn keppandi, enda annar vart til án hins. Svo kemur maður sem heitir Haukur Eggertsson, sem er svo góður að ég bara man ekkert eftir viðkomandi, þó svo að ég teljist alldyggur aðdáandi keppninnar. Frægari einstaklingur kemur svo til sögunnar í 3. sæti. Inga Þóra Ingvarsdóttir. NO COMMENT. Þegar hingað var komið í lestrinum fóru nú að renna á mig ýmsar grímur... Fannst vöntun á mínum mönnum... Sverrir Guðmundsson er í 4. sæti, á eftir Ingu Þóru. Það einfaldlega stenst ekki.PUNKTUR. Þeir sem deila ekki þessari skoðun minni, mega bara hoppa upp í rassgatið á sér. Í 5. sæti situr svo Sæmundur Ari Halldórsson. Þekki hann ekki.
Án þess að deilt sé um of á þá sem á undan hafa verið nefndir, finnst mér vöntun á mönnum í þessa umræðu. Jakobssynir eiga vissulega heima á þessum lista. Ekki í efsta sæti. Sverri Guðmundsson er ekki kallaður Sverrir Guð, að ástæðulausu. Annar Sverrir, Teitsson er andskoti margra MH-inga auk Ólínu Þorvarðardóttur, ekki að ástæðulausu. Fáir gleyma því er Sverri Teitsson tók Ólínu svo í óæðra að annað eins hefur ekki sést. Og það í beinni útsendingu. Hjalti Snær Ægisson, Svanur Pétursson, Viðar Pálsson, Arnar Þór Stefánsson eiga allir heima á þessum lista, hann þyrfti kannski að innihalda fleliri en 5. Engan skildi heldur reka í rogastans ef Snæbjörn Guðmundsson skildi rata á þennan lista.
Það kom mér í sjálfu sér á óvart að Óli Njáll skildi setja Sverri Guðmundsson á listann. Hann hefði allt eins verið líklegur til að setja Önnu Pálu þarna inn. En hann hefði vitað á sig skömmina, blessaður.

|