Veðurbreyting Dauðans!!!
Jú, dauðinn er kominn til Debrecen. Orðið fyrir vetur á ungversku er það sama og fyrir að deyja... Þessu var allavega logið að mér fyrir skömmu. Það 6 stiga hiti núna, en fyrir 4 dögum var einmitt 43 stiga hiti í sól. Geri aðrir betur. Einnig hafa krákurnar gert boð á undan sér. Þær sáust fljúga frá Úkraínu fyrir 3 dögum. Það fer nefnilega ekki framhjá neinum þegar krákurnar koma. Þær eru á að giska 200000000, eða tvöhundruð milljónir. Þær setjast að í Nagierdö, sem er skógurinn sem ég bý við/í. Það er mikil blessun að þær geta ekki skitið á flugi. Þess vegna er það mikil lyst að ganga í skólann á veturna, því þær kúka gjarnan á nemendur... Við skulum vona að Ungverjinn verði ekki einn af hinum útvöldu.
<< Home