30.9.02

Nýir linkar

Ungverjinn hefur nappað sjálfan sig við að lesa blogg Stefáns Pálsonar undanfarið. Stefán er, að eigin sögn, besti og frægasti bloggarinn á Íslandi. Ungverjanum finnst ekki annað hægt, en að linka á manninn.

Ungverjinn uppgötvaði nýja kynslóð bloggara, fólk sem er nýbúið með MR. Þar eru menn á borð við Konráð Netþjón, og ÖnundPálRagnarsson. Eru þetta mætir menn, og mun Önundur fá hér link á hliðarborðinu. Hann er nú merkilegur kall, fyrrverandi LePre, eins og Ungverjinn. Þannig að hann getur nú ekki verið alslæmur drengurinn.

Magnað hvað þessi bloggmenning er ótrúleg!

|