28.2.03

komment dagsins

Á CNN fyrir örfáum mínútum, lét sendiherra Ísraels eftirfarandi orð falla:"...we have never been aggressive, toward anyone." Ungverjinn veltir bara fyrir sér hvað palestínuarabar segi við þessu; hvað þá arabar yfir höfuð...

|

26.2.03

Bloggþurð

Undanfarið hefur ríkt mikil bloggþurrð. Ekki er Ungverjinn einn um það heldur er þetta almenn þurrð sem geysar í bloggheimum þessa dagana. Þeir bloggarar sem skrifa daglega, má nú telja á fingrum annarrar handar: Sverrir Guð, Gústi, Björg kemur nokkuð sterk inn, Önundur er góður, en restin er bara að falla í ljúfan löð.

Allsótengt bloggþurrð, þá hefur Snæbjörn Guðmundsson, bróðir Sverris Guðs hafið blogg. Skal því hérmeð bætt í safnið, auk þess sem tekið verður til í linkasafninu.

góðar stundir.

|

I Can See Dead People, part III

Já, í dag var anatómíuverklegt. Tekinn var í sundur höndin og hún krufin til mergjar, í fyllstu merkingu orðsins. Eftir um það bil hálftíma krufningu uppgötvaði Ungverjinn að ekk var allt með felldu. E-ð var hann farinn að blotna...við olnbogann. Eftir skjóta notkun útilokunaraðferðarinnar, þá komst Ungverjinn að því að hann væri ekki í formalíni upp að olnboga, ekki í baði, sturtu eða í sundlaug. Því var ekki um annað að ræða en að líta niður að olnboganum og komast að orsök vætunnar. Ungverjinn hafði stutt sig við skurðborðið, hvar í milli steins og olnboga hafið orðið skinn. Já, skinn. með tilheyrandi fitu og fasciu og skemmtilegheitum. Þetta skinn var að sjálfsögðu líka blautt. Formalínsútþynnturvatnssuddinn hafði fengið að leika um labbkótinn (e. labcoat) í hartnær hálftíma og ber olnboginn þess merki.
En, þetta var nú ekki ástæðan fyrir bloggun dagsins, heldur eftirfarandi. Amihai (ég vona að þetta sé rétt skrifað) sagði sögu. Kærastan greip frammí og sagði aðra sögu (hún heitir Jafit). Hún var svo hljóðandi: Móðir Amihai er læknir. Hún lærði í Rússlandi, hvaðan hún kemur, en býr í Ísrael. Amihai er semsagt made in Russia, but born in Israel. Skiptir ekki máli. Mamman var að segja kærustu drengsins að anatómían væri ekki svo erfið. Þetta væri allt tiltölulega lógískt og kæmi að sjálfu sér. Jafit þessi á mjög bágt með að snerta líkin, og vill helst ekki um þau hugsa. En allavega, mamman sagði að hún hefði yfirleitt orðið svöng í anatómíutímum. Þetta getur ungverjinn staðfest; formalínið fer þannig með fólk. En hún sagði að það hefði aðallega verið vegna þess að líkinn, þá kjötið, líktist svo mikið kjúkling (hversu sick getur fólk orðið?), ungverjinn vill leggja áherslu á að það er ekkert skilt með lyktinni af kjúkling og formalínílögðu líki. Sem Jafit lét þetta frá sér, hnerrar og hóstar og engist Amihai um eins og hann eigi lífið að leysa. Við spurðum hann hvað væri að, og var svarið eftirfarandi: "I thought I´d try to smell this piece of fat, but it went into my mouth". HVAÐ ER AÐ!!!???!!! Þetta er eitt það viðbjóðslegasta sem Ungverjinn getur ímyndað sér.
En þetta sannar að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Svona eru þessir gyðingar; mega ekki borða samloku með skinku og osti, en leggja sér mannaFITU til munns. Skrítið fólk, með meiru.

|

Drepum arabann!¨

Hér á Díák Szálló hefur herskár arabi tekið tölvuherbergið hertaki. Hann reykir, talar (allt of fokkíngs hátt), SYNGUR Á ARABÍSKU (illa, mjög illa) og fer almennt í fínustu þræðina á fólki. Ekki nóg með að vera svona óendanlega leiðinlegur, þá tekur hann stundum 2-3 tölvur og dánlódar risafælum sem bera nöfn líkt og "Creamy Sluts" sem var btw. 2,eitthvað gígabæt. Björgvin hefur reyndar, mér til mikillar ánægju, tekið þann pólinn í hæðina að taka alltaf tölvuna hans, ef hún er laus, logga gaurinn út af öllum spjallrásum (það er það sem hann gerir allan daginn, talar við vini sína á netinu eins og að tala í síma, þ.e. hann talar við tölvuna, og vinirnir tala til baka), og slekkur á öllu helvítis kláminu. Gott mál það.

|

22.2.03

minningar

muna GB limir eftir gúrúinu? Að minnsta kosti einn bekkjarlimur var ekki ósjaldan staðinn að verki við að herma eftir svip gúrúsins. Hvers vegna þetta rifjast upp núna, veit Ungverjinn ekki...

góðar stundir

|

Ungverjinn stígur fyrstu skrefin í nýjum heimi

Já, það kom að því. Ungverjinn hefur ákveðið að láta brenna fyrir sig einhvern sæg af rapplögum, til að hlusta á. Þetta er ætlað til kynningar Ungverjans á þessum parti tónlistarinnar.

Þessu alls ekki ótengt; Ungverjinn fór í bíó í gær. Sá kvikmyndina 8 mile. Engin óskarar þar á ferð. Hins vegar var gaman að fylgjast með Eminem pakka þessum Clarence gaur saman. Ein best línan var e-ð á þessa leið:"one, two three four five six dicks! how can six dicks be pussies!!!?" þetta var töluvert gott...

jæja komið gott að sinni...

|

Þetta er svakalegt

Þennan link fann ég á tilverunni . Pant ekki lenda í þessu

|

20.2.03

Djöfull er ég flottur!!!

"Djöfull er éééég flooooottur" og svo koma bakraddir
"Djöfull er éééég flooooottur" og svo koma bakraddir

þetta lag er með Sólstrandargæjunum, og Ungverjinn hefur fengið á heilann eftir að hafa lesið Buffið og kommentið sem Luvstaf reit.

Þess skal getið í framhaldi af "I can see dead people, part II" að Ungverjinn er að læra fyrir anatómíuna á morgun. Það verður suddi...

jps.
alltaf gaman þegar maður kaupir svona microwave dinner, sem heitir karrýkjúklingur með grænmeti og hrísgrjónum í súrsætrisósu. Eina vandamálið er að yfirleitt, eins og í þessu tilfelli, vantar alveg kjúklinginn.

góðar stundir

|

I can see dead people, part II

Já, Ungverjinn fór í krufningu í gær. Líkin voru mætt, og í stinnarikantinum, að vanda. Nú var hins vegar búið að fletta brjóstunum af konunni og undirliggjandi vöðvar sáust ágætlega. Notuð er mjög lógísk aðferð við að halda líkunum djúsí. Vatnsbleyttur pappír, ekki ólíkur þeim sem fólk notar til að henda í vini og kunningja í skólanum, er settur milli húðar og vöðva, og öllu pakkað snyrtilega í plastpoka (glæran, eins og stór laxaslanga). Konan sem Ungverjinn fæst við, var með rautt hár. Eins og svo margar aðrar ungverskar konur. Hún var á að giska 75-85 ára þegar hún lést fyrir á að giska 2 árum. Síðan þá, hefur hún legið í formalíni. Ísraelarnir sem vinna með Ungverjanum, nefndu konuna typpi (sem er e-ð orð á hebresku, sem bloggari þekkir ekki).
Ungverjarnir, aðrir en undirritaður, sem höfðu skorið líkið, höfðu ekki staðið sig vel. Hins vegar, bleyttu þeir pappírinn allrækilega, svo að er Ungverjinn hugðist taka líkið úr pokanum var það allt rakt, og hárið blautt. Frekar ógeðslegt. Líkið tók svo til við að lemja hausnum í borðið, hvar fingur Ungverjans varð á milli. Sársaukinn var mikill. Ungverjinn hefndi sín með því að flá handlegginn af konunni.

Það eina sem Ungverjanum fannst virkilega óhuggulegt, var þegar hamflettingin var nánast búin, þá tók Lev (gyðingur) við. Ungverjinn greip um skinnið, og rann svo í fitu. Það var frekar mikill viðbjóður.

þetta var góð saga.

ps.

svo lyktar maður af dauða, eða formalíni, svo dögum skiptir á eftir. Því má hins vegar bjarga með því að fara í bað. Var það og gert.

|

Fór að lesa síðasta póst, þ.e. um Írak. þetta er sennilega með lélegri póstum... hmm...

rétt upp hönd sem er sammála

|

Kann guð að nota vélhefil?

Já, þetta er stór spurning. Kann guð að nota hefil, sem heflar spýtur sjálfkrafa? Það var nefnilega ansi magnað hér um daginn að sem Ungverjinn steig út úr húsi, þá var eins og guð hefði dreift sagi út um allar trissur. Það var nebblega soldið hált og eiginlega ekki göngufært. Það kom svo náttúrulega í ljós að maðurinn sem ég vil kalla István (það eru ótrúlega miklar lýkur á að hann heiti István, og ef ekki István, þá heitir hann Laszló) sem hafði dreift sagi yfir alla göngustíga og götur. Þeir nota þetta svona eins og við notum sand, og salt.

góð saga

|

16.2.03

Enginn titill...

E-ð rekur ungverjann minni til þess að í bréfaskriptum við Margréti Helgu, hafi umræðan oftar en ekki snúist upp í sameiginlegt vandamál: Titil á rafskeytum. Það er einfaldlega ekki hægt að semja endalausa titla á svona mismunandi tilgangsmikil bréf og skeyti hverskonar. En að umræðuefni dagsins.
Stríðið í Írak. [nú hættir helmingur lesenda að lesa. það er ekki gott]

Þeir sem þekkja ungverjann vel, vita að bandaríkjamenn (BNAmenn) eru ekki hátt skrifaðir í hans bók. Nú hefur allt gengið um þverbak, hnífurinn svo djúpt í kúnni, potturinn svo illa brotinn, að ekki einusinni kínverskt barn sem vinnur við að líma saman brotna potta getur gert neitt í því.
BNAmenn eru fyrir lifandislöngu búnir að ákveða að bomba Írak. Það í sjálfu sér yrði ekki mikil breyting á núverandi aðstæðum, því nánast daglega eru sprengd upp hús og "bráðnauðsynlegir hlutar loftvarnakerfis" íraka, inn á svokölluðum flugbannssvæðum. Þessi flugbannsvæði eru mjög dúbíus, og standast vart lög. En það er önnur saga. Hegðun bandaríkjamanna er, um þessar mundir eins og svo margmargmargoft áður alveg fáránleg. BNAmenn ákváðu, með Gorg Busk í fararbroddi að bomba Írak á mjög vafasömum forsendum. Þær forsendur eru að BNAmenn eiga sprengjur, og þá má enginn annar eiga svoleiðis sprengjur, nema hann hafi til þess sérstakt leyfi BNAmanna.
Og í dag, á forsíðu mbl.is kemur fram, að BNAmenn eru að hugsa um að hætta allri hernaðarsamvinnu við þýskaland, vegna þess eins að Þjóðverjar eru ekki sammála BNAmönnum í þessu írak máli. Semsagt, BNAmenn standa við þá fullyrðingu sína: "You´re either with us, or against us". Þessar aðgerðir BNAmanna eiga að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar, enda koma þjóðverjar til með að tapa mörgum milljörðum evra í tekjum, fari her BNAmanna burt frá þýskalandi.
Ungverjinn telur, að Gorg Busk sé endanlega búinn að tapa glórunni, og eini maðurinn sem virtist með einhverju viti þarna í ðe bendaríks, Colin Powell sé búinn að tapa glórunni líka. Það eina sem kemst að hjá þessum gaurum, er að sprengja allt, sundur og saman. BNAmenn eiga óhjákvæmilega eftir að eignast fleiri óvini með þessum djöfulgangi. Svarnir óvinir BNAmanna eflast, hlutlaus ríki verða ei hlutlaus meir, og rótgrónir vinir BNAmanna (Frakkar, Þjóðverjar o.s.frv.) verða þeim óhliðhollir. Heimsvaldastefna BNAmanna á eftir að koma þeim um koll, og ungverjinn segir: Því fyrr, því betra. Svona lagað náttúrulega gengur ekki! BNAmenn hafa um langa tíð reynt að tyggja það ofan í heimsbyggðina að BNA sé allt best. Um lengri tíð, hefur verið augljóst að svo er ekki. Alræðisstefna BNAmanna á eftir að koma þeim um koll, og á endanum munu þeir, óttast ungverjinn, koma heiminum ofan í svo djúpan gíg deilna og illinda að kaldastríðið verður kidstuff í samanburði. Ósætti, stríð og eymd eiga eftir að hrjá mannkynið næstu árin, nema hægt verði að koma sönsum fyrir Busk og hans menn. Eins og staðan er í dag, er útlitið ekki gott.
Við skulum bara vona að Saddam sjái að sér, flýji land og bjargi þar með heiminum frá 3. heimsstyrjöldinni. Hún er yfirvofandi.

góðar stundir.

|

14.2.03

heyrheyr

Ungverjanum barst eftirfarnadi póstur frá Jóa félaga (ath. ekki Jóa í Jóa og Félögum) og hljóðaði hann svona...
mætti segja að ungverjinn samþykki innihald bréfsins, kannski ekki alveg gróft orðalagið. En penninn er góður, það verður að viðurkennast, hvort sem fólk er samþykkt því sem skrifað er, eður ei.

Stíflum strax
Framþróun eða dauði

Svo ég komi mér beint að efninu: Ég vil stífla allt helvítis heila klabbið.

Ég skal stoltur þruma það yfir hverjum sem er og standa við það - Ég vil
stíflu. Ég vil stóra, mjólkurhvíta, alltumlykjandi, stórfenglega stíflu.
Ég vil drekkja grálitum, kagdrituðum klettasnösum í ólgandi, hvítfyssandi
vatni. Það er eitthvað til að dást að. Eitthvað til að stæra sig af -
annað en hin margmærða og óspjallaða íslenska náttúra.

Hvurn fjárann á að gera við alla þessa náttúru? Góna á hana til
eilífðarnóns? Yrkja henni kvæði? Míga til himins, henni til dýrðar? Mér er
til efs að aðrir en fáeinir blánefjaðir, lopavafðir túristar, sem villst
hafa fyrir misskilning þarna austur á mela, hafi yfirleitt séð þessa
óborganlegu klettarauf, sem allir elska nú meir en lífið sjálft. Þeim má
vera sama þó hún hverfi undir vatn - enda hvorteðer mestallt Þjóðverjar -
vanir vonbrigðum.

Ég á í munnsöfnuði mínum ýmis vel valin orð um þá sísífrandi múlasna sem
skýla sér bak næfurþunnum merkjum umhverfisverndar. Ég mun ekki nota þau
hér, en við þessi æxli mannlífsins vil ég segja: Haldið þið virkilega að
það augnablikshik á slóð tímans sem mannkynið fær hér til umráða hafi
einhver minnstu áhrif á náttúruna?

Hvaðan haldið þið að gljúfur og fjöll þessa heims komi? Úr konfektöskju
frá almættinu? Aldeilis ekki - jarðkringlan hefur frá upphafi engst sundur
og saman, þeytt eldi og eimyrju úr höfum, hvolft löndum í saltan sæ,
klofið fjöll og þrýst fram jöklum. Mér rennur í grun að hún muni halda því
áfram án þess að spyrja mig - hvað þá ykkur - leyfis.

Þið vessagrænu umhverfishortittir eruð ekkert nema skammsýnir,
eigingjarnir sníklar, blóðsugur á allt sem heyrir undir mannlega reisn,
tottandi lífsvilja og framkvæmdagleði úr hugum og sálum þeirra sem þó
vilja streitast við, hlaða vörður. Reisa minnismerki um að í einhvern tíma
hafi hér þrifist líf.

Ó já. Ég vil sko stífla! Ég vil geta staðið á íslensku stórvirki og litið
yfir lón svo djúpt, svo víðfermt, svo glæst að ég finni til þess að vera
maður. Finni til þráðar vissu um að geta beislað náttúruna, mótað. Skapað.
Fundið þó ekki væri nema vott tilgangs með þessari útþynntu maurkenndu
jarðvist okkar.

Já, kæru landsmenn, ég vil geta fróað mér yfir Kárahnjúkavirkjun - í besta
og fegursta skilningi þess orðs.
Þetta skrifaði Enter - enter@baggalutur.is

|

12.2.03

gaman gaman

Kjötið og Frelsarinn muna máski eftir þessu. Kannski fleiri.

Þessi þýðingarvél er ekkert svo sniðug eftir allt saman. Ég man að í þýsku, eitt sinn, áttum við félagarnir að flytja fyrirlestur um Derrick. Við kunnum náttúrulega ekki aukatekið orð í þýsku, svo við létum babblefish.com þýða herlegheitin. Derrick varð Derrickran. Hversvegna vitum við ekki, en ég held við höfum fengið áætt fyrir verkið, engu að síður. Eftirminnilegast er þó svipurinn á Ása blinda þegar Arnþór og félagar sýndu suddamyndband með Rammstein.

Og þýtt yfir á ensku, kom það svona út:

;l) þýðingarvél is ekkert thus patent after all. I cheater snuggle up to into German , eitt hundrað dollarar time áttum accustom félagarnir snuggle up to transport lecture about Derrick. Accustom know naturally not perqusite orð into German , thus accustom létum babblefishcom translate herlegheitin. Derrick pertain Derrickran. Hversvegna whit accustom not , while I retentiveness accustom head rutting season áætt pay lip service to work , nevertheless. Eftirminnilegast is for all that trait river Ása blind ;st) Arnþór and organisation sýndur á grafi eða myndriti suddamyndband with Rammstein.

Þetta er na´ttúrulega vitleysa

|

jább...

það verða víst e-r tafir á því að þetta blogg verði birt, vegna þess að blogger djöfullinn veður uppi. þessu verður þó komið til skila asap.

|

MORÐ

Já, Ungverjinn verður að öllum líkindum myrtur á þessari önn, af mark á að taka á vinnuálaginu þessa dagana. Ungverjinn á að halda fyrirlestur um ítaugun fingra og geta teiknað helstu taugar á líkið, já líkið. Það verður teiknað á lík í fyrirlestrinum mínum. Ef fólk getur ekki fylgst með því, þá er e-ð mikið að!!! Annars fékk Ungverjinn hönd sem var látin, og búið að tálga mesta kjötið af. Hins vegar skoðaði Ungverjinn liðamót, liðbönd, búrsur (læknanördar ættu að vita hvað það er), og fleira sem tengist liðamótum í efriútlim.
Ungverjinn lét eftirfarandi setningu falla í anatómíutíma í morgun, að viðstöddum mismunandi velgefnum nemendum auk kennara: U: I hate my self. Lev (einn nemandinn): Why do you hate your self men? U: I haven´t studied this well enough! I don´t know these ligaments and joints men. Fuck! Birta: Þú ert brjálaður maður, slappaðu af!

Athugasemd Birtu verður tekin til greina, af e-u leyti, en Ungverjinn verður með sinn skít á hreinu í næsta tíma, á föstudaginn.

SJITT!!! það er of mikið að gera!!! Og Ungverjinn hefur varla byrjað að líta á vefjafræðina... það hjálpar reyndar að hafa lært hana alla/nánast alla í klásus hér í gamla daga...

|

Júbbídú

þetta er sennilega steiktasta fyrirsögn sem ungverjinn hefur sett inn á þessa síðu. Hins vegar er ekki laust við að umfjöllunarefnið sé steikt. Kraftaverkalækningar. Af síðu Ormisins komst Ungverjinn á þessa síðu sem inniheldur allathygiverðar samræður milli Gunnars í Krossinum (hvern Ungverji þolir einna minnst flestra manna. Gunnar er þar í hópi Kára Túliníus og Hannesar Helgasonar (aka. Haukatattúið)), og Birgis, hvurjum Ungverjinn hefur engin nánari deili á. Gaman að þessu, og töluvert góðir punktar.

|

ammali

Júbb, Buffhrúturinn Daði Guð. varð 22 ára í gær. þetta er ómennskt, enda Buffið seint talið með mönnum. En engu að síður, til hamingju kall. Ég myndi kyssa þig, ef ég væri á Klakanum. En þú óheppinn.

|

jæææææææææja

Löng bið er á enda. Ungverjinn bloggar á ný, eftir tíudaga hlé. Þetta er hrikalegt. Lesendur þeir (u.þ.b. 500 talsins) eru beðnir afsökunar á þessu rugli.

|

3.2.03

hvert er málið?

Þegar Ungverjinn ætlaði að tékka á nýlega innsettu bloggi sínu, þá varð honum hvelft við. Slóðin www.eggerte.blogspot.com, sem undir öllum venjulegum kringumstæðum gefur upp þessa heimasíðu, leiddi allt í einu á heimasíðu með nafninu arons bible!!! það má guð vita að Ungverjinn er ekki trúaður maður, svo að ef lesendur lenda í þessu, þá er það ekki Ungverjanum að kenna!!!

Einni er rétt að óska Fríðu og Styrmi til hamingju með pappírsbrúðkaupið. Þau hjúin hafa verið gift í nákvæmlega eitt ár, og einum degi betur.
Innilegar hamingjuóskir.

|

Peitríot skeitríot

Þetta er fífl. bara svo fólk viti það.

lifið heil.

|

Skólinn byrjaður

Já Ungverjinn byrjaði í skólanum í dag. Seint kunna sumir að segja. En það er þó svo, að fólk er enn í prófum sumt hvert. Anatómían er að fara illa með 2. árs nemana í Debrecen og eru margir fallnir og þónokkrir sem á síðasta snúningi.
Talandi um Anatómíu, þá er fyrsti fyrirlesturinn á morgun, og svo verður byrjað að krukka í líkum á miðvikudaginn. Krufing tvisvar í viku, stundvíslega klukkan 8. Prof. Antal Miklós verður með kynningu á náminu og deildinni á morgun og svo er ekki eftir neinu að bíða.
Frumulíffræðin verður spennandi, og skráði Ungverjinn sig í valkúrs í faginu, sem ber nafnið Advanced Cell Biology. Gaman að því. Svo má til gamans geta að hin fögin sem Ungverjinn mun sitja sveittur yfir þessa önnina eru Sameindalíffræði, erfðafræði, e-ð sem heitir informatics [prump] og first aid and reanimation sem útleggst á ástkæra ylhýra: Fyrsta hjálp og endurlífgun. Þessi síðustu tvö námskeið koma til með að sitja á hakanum ásamt erfðafræðinni. Óhjákvæmilega, enda óneitanlega aftast í röð mikilvægra greina.

góðar stundir

Vert er að óska Kallinum til hamingju með að vera meira en hálfnaður með námið. Gott mál það.

|

JÆJA...

Ungverjinn hefur tekið ákvörðun. Það verður ekki farið beint heim eftir próf, heldur haldið til Lundúna. Í höfuðborg breska heimsveldisins verður lagið tekið með kór MR, en þó verður að öllum líkindum sopið mikið öl í leiðinni. Ungverjinn vonast til að verða búinn með prófin svona upp úr 22. maí, og ekki meira en degi síðar verður haldið á vit ævintýranna!!!

I´ll have a pint of lager please.
You´ll better make that a couple.

thank´s luv

|

Góð pickuplína

Viltu koma heim með mér, og sjá snákinn minn?

Einhverjir pörupiltar hafa vafalítið notað þessa línu á gellu. Það hlýtur þó að vera tiltölulega sjaldgæft að geta staðið við stóruorðin og sýnt henni alvörusnák. Þannig er mál með vexti að Bjrturinn skellti sér til Búdapest og keypti eitt stykki snák. Hann er um það bil 80 cm á lengd, og er albínói. Já, albínói. Hann er svona bleikur, með rauð augu. Hann er, að sögn, ekki eitraður, en Ungverjinn ætlar að halda sér í hæfilegri fjarlægð við skrímslið, þar til það fæst allt saman staðfest. Dýrið étur einungis lifandi músabörn, og er það vel. Hann nærist hvorki meira né minna, en einu sinni í viku, og þykir víst mikið.

|

Ágætu lesendur.

Ástæðan fyrir því að Ungverinn hefur ekkert bloggað síðustu daga er af virðingu við fallinn vin. Kiddi var góður vinur og traustur, og það minnsta sem ég gat gert, var að leifa smá pistli um hann standa hér örskots stund.

Blessuð sé minning hans

|