30.12.04

Andskoti rignir hann...

Já, ég er ekki hress með þessa veðurspá sem er gerð fyrir morgundaginn. Tuttugu metrar á sekúndu, snjór og slydda. Fyrirtaksskotveður.

Hins vegar rignir líka upp í nefið á mér þessa stundina. Ástæðan er sú að ég var á tónleikum MR kórsins. Mjög gaman að hlusta á kórinn, sömu lögin og maður var að syngja hér fyrir nokkrum árum. Hins vegar það sem mér fannst magnað var að hlusta á bróður minn, Harald, gaula fyrir viðstadda. Hann reyndar gaulaði ekkert, heldur bara söng af mikilli list fyrir tónleikagesti. Þeir sýndu líka ánægju sína með rausnarlegu lófaklappi. Ég allavega var mjög stressaður rétt áður en hann byrjaði. Púlsinn farinn að slaga í 200 og svitinn bara ómennskur. Það róaðist hins vegar fljótlega, því drengurinn söng bara nánast eins og rámur engill ;)
Stórsöngvarar þjóðarinnar vari sig, því guttinn á eftir að gera það gott á klakanum, og hver veit, kannski erlendis líka...

jamm, það er ekki laust við að ég sé stoltur af litla bróður...


annars var ég búinn að hugsa um að skrifa annál ársins sem er að líða. Ég bara nenni því ekki. Kannski ég geri það þegar prófin eru búin, og ég kannski kominn með internet. ha...

annars býð ég gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu, og afsaka slappleika minn með að halda sambandi við ykkur, sem lesið þetta, og ykkur hin sem ekki lesið þetta. Góðar stundir, og ég mæli með mökkölvun á morgun.

|

24.12.04

Jólablogg.

Já, mig langaði bara að blogga aðeins, svona í tilefni hátíðanna.

Ekki það að ég sé mikill guðsmaður, en jólin eru alltaf heilög í mínum augum. Það er alltaf svo hátíðlegt hérna heima. Það lítur út fyrir að það verði svipað upp á teningnum í ár, eins og hin árin.

Vona bara að liðið sem er úti hafi það jafngott og við hérna heima. Hanna lendi ekki í ómennsku á Akranesinu, og Björg á Skjóli.

Vona að þið hafið það gott yfir jólin,
kveðja frá ritstjórn Domus Hungaricus.

Gleðileg Jól

|

21.12.04

Allir að ná í jólalag Baggalúts!

þetta er helber snilld!!!

|

Já, það er ekki einleikið með þessi ferðalög mín...

Ég fór semsagt með Stebba á föstudaginn frá Debrecen til Búdapest. Það gekk vel. Við reyndum að kaupa gardínur fyrir Daða, en hann klikkaði á að panta efnið, svo það var uppselt. Gott og vel. Við Stebbi vorum búnir að ákveða að fá okkur Subway í Búdapest svona til að seðja sárasta hungrið, og viti menn. Subway var beint á móti INKU, sem var einmitt þessi gardínubúð. YNDI.

Svo fórum við út á flugvöll, svona um 2 leytið með Minibus skutlu. Gekk vel, og kostaði ekki rassgat.Við vorum komnir út á flugvöll svona um hálf þrjú. Svo aðskildumst við Stebbi, því hann flaug með Wizzair, en ég með Malév (sitthvort terminalið). Ég gat ekki tékkað mig inn fyrr en klukkutíma síðar (djöfulsins skriffinsku fargan). En allavega, svo þegar ég kem inn í flugstöðina þá sé ég að það er verið að aflýsa flugum til allrar Evrópu. En flugið hans Stebba fór að sjálfsögðu á réttum tíma. Alltaf stendur samt Copenhagen On Time. Flugið mitt átti að fara klukkan 17:40. Boarding klukkan 17:20. Klukkan sex fer ég og spyr hvort það verði mikil seinkun, því ég þurfi að ná flugi áfram til Íslands, frá Kaupmannahöfn klukkan tíu. Jújú, það verður ekkert mál. Þetta er bara smá seinkun, út af ísingunni, og það er svo mikið að gera hjá köllunum sem eru að afísa.
Svo þegar klukkan er orðin átta stendur mér ekki lengur á sama. Ég fer og tala við tsjellinguna aftur. Já, nú erum við bara búin með afísingarefnið, og við þurfum að keyra í hálftíma til að ná í það, svo það verður allavega klukkutími í viðbót. Um það bil 10 mín síðar er tilkynnt að flugvellinum sé lokað. FANfuckingTASTIC!!!
Ég varð náttúrulega nett brjálaður. Þó ekki jafn psycho og gellan sem sat við hliðina á mér. Hún átti að vera að djamma í London eins og sumir sem ég þekki.
Hún allavega fór og öskraði á einhvern flugvallarstarfsmann sem var að hlæja að farþegum sem voru reiðir.
Allavega, mér var svo gert að standa í biðröð í hálftíma til að fá að vita að þær gætu ekkert gert, nema að láta mig fá flug til Köben morguninn eftir. That´s it. Far niður í bæ, hótel, far á völlinn, og svo litla vandamálið, flug frá köben til keflavíkur. Það var ekki boðið upp á þannig þjónustu.
Hins vegar eftir fjögurra tíma svefn (vaknaður klukkan 4) á 80 evru hótelinu, var ég vaknaður, klæddi mig, fór út á flugvöll, og bara sat þar þangað til klukkan hálf átta. Þá var pakkað út í vél, og allt leit vel út. Hins vegar sátum við þar í tæpa tvo tíma, vegna þess að einungis var leyfilegt að láta einn bíl afísa vélina í einu. EINN FOKKING BÍL!!! Þetta er ekki hægt. Svo, tveimur tímum of seint komst ég til köben, bara til að uppgötva að það var 2 tíma seinkun á Icelandair vélinni. Ég tsjillaði því bara á Kastrup og drakk yndislegan kaldan Carlsberg.
Kom svo heim, í nýtt hús (nokkuð flott bara verð ég að segja), borðaði kvöldmat, fór á fyllerí og fór svo að sofa svona um 6 leytið. Búinn að vaka í 27 tíma. Góður pakki það.

Ég held að í framtíðinni ferðist ég bara með einkaþotu. Engin seinkun, týni ekki farangrinum, ekkert vesen.

Óskalistinn í ár:
Einkaþota með flugmanni
flugvöllur
flugfreyjur í ómældu magni (ég splæsi sokkabuxum á línuna...)

gleðileg jól öll sömul.

|

15.12.04

djöfull sökkar að vera Liverpool adáandi þessa dagana.

Það var reyndar mjög gaman að sjá mína menn, sérstaklega í seinnihálfleik, enda dómineruðu þeir alveg. Svo var markið hjá Gerrard ekkert slor. Snilldarskot, stöngin inn. Algerlega óverjandi fyrir markmann Portsmouth, sem reyndar hélt liðinu á floti, sérstaklega í stórsókn L'pool í seinnihálfleik. Sóknin var slík, að á tímabili var possession á boltanum birt, 72%-28%, fyrir L'pool. Það hefði verið betra að láta leikinn bara ráðast út frá possession, en það er víst ekki alltaf gott.
Svo er það náttúrulega þáttur Dudek í markinu. HVAÐ VAR GAURINN AÐ HUGSA??? Hann hoppar upp eins og einhver djöfulsins spassi og ég hélt hann ætlaði að taka boltann með bakinu. Neinei, þá var þetta svona "blak-manouver" svipað og hjá Gary Neville hér um árið. Nema hvað dæmt var hendi á Neville, en Dudek gaf þessa líka fínu sendingu beint á kollinn á LuaLua sem, með lokuð augun, hefði ekki getað klúðrað þessu.
Svo finnst mér að afnema eigi uppbótartíma. Óþolandi fyrirbæri.

Jæja, svona þegar ég er búinn aðeins að tappa af, þá er rétt að tilkynna að ég kem heim með 60 fermetra af gardínum. Þeir sem vilja bita, láti vita. (asskoti rímar þetta vel, össöss). En ég lendi semsagt klukkan 0:20 aðfaranótt laugardagsins 18. desember.
Hlakka til að sjá ykkur, óþjóðalýðinn. Hlakka líka til að komast á Subway á föstudaginn í Budapest. Hlakka ekki eins mikið til að bera 60 fermetra af gardínu. Fæ reyndar subway fyrir það...

later á þennan pakka.

|

13.12.04

já, ég ætlaði að blogga, svona til að halda lífi í þeim sem geta ekkert annað gert á daginn en að lesa þessa blessuðu síðu. En það verður ekki mikið meira í bili, þar sem ég er svengri en allt svangt í augnablikinu. Var í mesta ruglprófi sem um getur, mætti ólesinn, og fæ pottþétt 4 af 5. Ekki slæmt það...

en jæja, bæjóspæjó í bili. kem heim eftir örfáa daga...

|

3.12.04

Já, mikið er ég feginn að þessi önn er að verða búin.
Nú er farið að styttast í heimferð, og staðfest að lent verður 17.des á klakanum. YNDI!!!
Mikið væri ég til í að vera læknir og taka vakt á aðfangadag og jóladag. Í staðinn taka bara frí í mánuð í sumar. Ekki allslæmt það verð ég að segja...

en jæja, búinn að taka út fyrir leigunni, og þarf að stofna bankareikning... ómennskan uppmáluð.

Svo er jólaglögg í kvöld hjá Bessa og Róberti og Elmu. Það verður magnað, enda allir íslendingarnir að koma saman, sem gerist ekkert alltof oft, sérstaklega ekki þegar við erum orðin svona mörg. 30 stykki. Stebbi Fiðla og Hanna Glögg verða á staðnum, svo stemmingin verður vafalítið til staðar!!!

Kallinn ætlar að mæta með pastarétt, eða svona skinku/aspas brauðrétt með campbells súpu. YNDI!!!

|