29.3.04

Af meintu hlutleysi fjölmiðla

Pæling.

Hvað gerir fjölmiðil hlutlausan?

Nú hefur fólk af hinum ýmsustu þjóðarbrotum gagnrýnt ungverja fyrir að vitna í CNN sem traustan fréttamiðil. Bæði ísraelar og palestínumenn segja að CNN halli á hlut hins. Líbanir segja CNN hlutdrægt, séu bara zíonistar og vitleysingar sem kunni ekki að segja fréttir. Ungverjar, sem telja sjálfa sig málsmetandi menn, segja CNN bara asnalegt batterí sem rekið sé af þrýstihópum, og segji bara það sem þeim henti. Margir vísa svo á BBC sem bestasta og traustasta fjölmiðilinn. Ekki skilur ungverji það nú alveg. BBC hefur verið gagnrýnt af öðrum breskum fjölmiðlum fyrir að hylla Bandamönnum í stríðinu við írak, og að ekki sé minnst á Lord Hutton og hans skýrslu varðandi þátt BBC í umræðunni um íraksstríðið.

Nú horfir ungverji töluvert á CNN, og þá CNN international. Ungverja finnst umfjöllun CNN í flestum hlutum vera ágæt. Taka að sumu leyti sama pól í hæðina og Mogginn, og birta bara allt draslið (sbr. ýmsa hæstaréttardóma og yfirllýsingar frá hinum og þessum) og CNN birti t.d. alla vitnisburðina fyrir 9/11 nefndinni í beinni, sem ungverja fannst mjög gott. Svo er CNN yfirleitt með beinar útsendingar frá sjálfsmorðsárásum í ísrael, og ríkisstyrktum hryðjuverkum í palesínu af hálfu IDF.

Svo skemmir ekki fyrir að hafa gellur sem segja fréttir... Sem dæmi má nefna Daljit Daliwhal, Zain Verjee, Monita Rajpal, Tumi Makgabo og veðuryndið Jenny Harrison.

Svo ungverji mælir eindregið með CNN, frekar en BBC. Ef þjóðfélagsrýnar þeir er lesa þessa síðu hafa aðrar skoðanir, endilega komið þeim til skila í kommentakerfið (1000 stafir per komment) nú eða bara troðið þeim upp í r...gatið á ykkur.

góðar stundir.

ps.
þvottavélin er biluð. ungverji neyðist til að betla nýja þvottavél út úr landlordinum...

|

19.3.04

daginn

Já, nú er komið sumar. Fyrir rúmri viku var hér í Debrecen tíu sentímetra jafnfallinn snjór, frost og almennt volæði. Nú, á föstudegi, er 25 stiga hiti í forsælu, og notaleg gola. Hvílíkt yndi sem lífið er.

Annars er ekki mikið að frétta af ungverja. Helst telst það þó til tíðinda að Menntaskólinn er dottinn úr leik í Bettu Getur, eða hvað það nú heitir. Það tók ungverja sárt að taka við þessum skilaboðum sem vinkona Helga skilaði með rafrænum hætti í gærkveldi. Hins vegar gleður það ungverja mikið að vita af félaga Snæbirni, sem vafalaust er feginn lausninni úr prísund þeirri sem drengurinn hefir setið í undanfarin ár. Þetta var fyrsta keppnin sem Menntaskólinn tapar í 11 ár. 11 ÁR! Ekki slæmt það. Og nokkuð ljóst er að önnur eins sigurhrina verður seint leikin eftir.

Ungverji fer í kvöld í matarboð til Ginzberg fjölskyldunnar. Félagi ungverja, Lev Ginzberg, nýtur um þessar stundir samvista við foreldra sína og bróður, hver lærir hér einnig. Mama Ginzberg hefir lofað að veita vel af mat og drykk, og mun ungverji ekki annað en seríósdisk morgunsins láta fara innfyrir varir sínar fram að boðinu góða.

Svo er það mál manna að Hanna Kristín Lind ætli að lita hár sitt ljóst. Ungverji stenst ekki mátið og mótmælir hér með. Þó lýsir hann yfir stuðningi við hvaða þá ákvörðun sem ungfrúin tekur. Ætli stúlkan láti sjá sig með nýjan hárlit á pókerkvöldi því er Helgi heldur um helgina. Ungverji mun eigi láta nappa sig í sömu vitleysu og síðast, og mun mæta vopnaður 30 hundraðköllum, sem hann mun fara með heim þegar allt er yfirstaðið.

Annars liggur fátt annað fyrir en að fara heim, lesa svolitla bíókemíu og lífeðlisfræði.

Skemmtileg staðreynd: Skjaldkyrtilshormón er magnað. Það getur aukið BMR um allt að eitt hundrað prósent, styrk hjartans um 30-40 prósent, valdið geypilegu þyngdartapi (allt að fimmtíu kg) á stuttum tíma. Nú velta lesendur sennilega fyrir sér, hvers vegna fólk étur ekki bara tyroxín í morgunmat í staðinn fyrir séríósið. Jú, ástæðan er sú að taki fólk þetta efni grennist það, styrkist (upp að ákveðnu marki þó; eftir að því er náð veikist það og deyr) en það sem einnig gerist er öllu leiðinlegra. Niðurgangur, taugaveiklun, móðursýki, svefnleysi, hjartabilun (í stórum skömtum af Tyroxini) og á endandum dauði.
Ungverji er að hugsa um að fara bara í gimmið. Gott geim.

góðar stundir, og passið ykkur á Skjaldkyrtilshormóninu!

|

16.3.04

Vor, enginn skóli, og kokteill á Pálma.

fátt bætir þetta, nema kannski að hafa verið í Búdapest heila helgi, drekka ómælt magn áfengis, og borða óendanlega mikið af mjög góðum mat, í góðum félagsskap.
Niko, Ingunn, Kannan ásamt Ungverja fóru af stað til Búda um 5 leytið á föstudaginn. Komið var, og strax farið út að borða á veitingahúsinu, Buddha. Tælenskt. Gott. Vinkonur Könnunar frá Guði komu og tsjilluðu með okkur. Mikið gaman, mikið fjör. Svo var að sjálfsögðu farið og fengið sér Mojito. Hvílíkt yndi sem lífið er.
Á laugardaginn komu svo íslendingar fleiri (Bjartur, Gunna, Ingvar, Thelma, Helgi, Begga og Boggi ásamt Roberto) og var mikið drukkið um kvöldið.
Á sunnudeginum var svo farið í Westend og peningum eytt. Vitlaus lest, komið við í Tokaji og Nyeregiháza, áður en komið var til Debó.

góð ferð, gott fólk og enn betri matur. hvað getur maður beðið um meira? Eflaust margt, en ungverja kemur ekkert til hugar í augnablikinu...

|

jæja, ungverji hefur ákveðið að prumpa á þetta squawkbox kjaftæði.

þeir kröfðu ungverja um greiðslu, vegna diggra lesenda domusins, sem hafa verið duglegir að senda athugasemdir sínar, aðallega um bloggleysi þó, einhverra amrískra dollara. Ungverji vildi glaður reiða fram umbeðna upphæð. Beðið var um að greiðsla bærist, gegnum þjónusta PayPal á vefnum. Ekki nóg með að 14 daga frestur væri gefinn, þá hóta þeir að eyða öllum ummerkjum ungverja á hörðum diskum sínum berist ekki greiðslan. Ungverji fór tafarlaust, og reyndi að greiða upphæðina. En þá kemur í ljós, og til að það sé hægt, verður að bíða eftir næsta yfirliti, hvar á stendur e-r helv... kóði sem þarf að stimpla inn. Ungverji veit ekki hvernig kreditkortavitleysan virkar þarna í höfuðlandi ómenningarinnar, en í siðmenningunni á íslandi, berast yfirlit mánaðarlega, ekki með 14 daga millibili, eða eftir pöntun.

Ungverji býður lesendur sína velkomna að kommentera í boði haloscan, hverjir fá mynd af sér hér á matseðli ungverja.

|

11.3.04

Ma a nagyon jó vizsga Antal professor úral.

Já, það var ekki laust við að í morgun hafi munnþurrkur ungverja verið með mesta móti. Ungverji átti fyrir sér erfitðan dag; Próf í neuroanatómíu með Prof. Antal. Þegar ungverji opnaði augun um klukkan 6 var eftirfarandi setning bergmálandi í heilahvelunum: "I don't wanna go!!! I don't wanna go!!!!!!!". Ungverji hefur aldrei verið jafnstressaður. Anatómíufinal var kidstuff miðað við þennan óbjóð. Í stað þess að fara á fætur klukkan sex, lá ungverji í volæði í rúman klukkutíma. Kom svo í prófið, var rétt búinn að kasta upp á borðið eftir að hafa fengið verkefnin. Og svo stuttu síðar sagði Prof. Antal: "Well, you had some problems with the eye-ball. 8 points". Léttirinn var massífur. Ekki slæmt að vera með 8 af 10 hjá head of department.

Mikill léttir. Svo er komið vor hér í debrecen (7-9-13). Allavega var geitungur að angra fólk fyrir utan T, svo þetta hlýtur að vera á réttri leið. En á þriðjudagsmorguninn var ungverji að teygja úr sér eftir svefninn góða, og sagði fleig orð: "Fokk, ekki aftur!". Það var allt hvítt. 10cm jafnfallinn, og ungverjinn tók hinn karakterístiska dans "Dauði svanurinn". Ungverji semsagt datt tignarlega kylliflatur á götuna, og að sjálfsögðu fyrir framan 2 einkarfallegar stúlkur. Týpískt. Spurning hvort þær kunni ekki að meta listræna hæfileika ungverja... hæpið

jæja. löng helgi framundan, og nokkuð ljóst að ómælt magn áfengis mun renna inn fyrir varir ungverja um helgina.
gott tsjill.

|