Eþíópískur andskoti með hrísgrjónum og dúndri
Kjúklingur, mauksoðinn. Krydd, sterkari en djöfullinn, andskotinn og helvíti samanlagt. Egg, sem voru mild. Hrísgrjón, non-stick að sjálfsögðu. Linsubaunabuff með dressing, ala Hanna. [djöfull langar mig í lindubuff!]. Þetta var maturinn á föstudaginn. Íslendingasamkoma dauðans [nú eða lífsins eins og KP orðar það]. Hitti Ungverjinn mafíubarða stúlkuna Sólveigu fyrsta sinni. Var hún viðkunnaleg, þó tilsvör hennar ýmsum spurningum hafi ýtt við í höfði Ungverjans.
Einnig kom í ljós samkynhneigð íslendingasamfélagsins í Debrecen. Fólk komst að því að annað föstudagskvöldið komu Íslendingar saman og hlustuðu á Evróvisjón. Það var nú gaman, aftur. Einnig gerði samkynhneigð vart við sig í hópi íslendinganna... nánar af því síðar...
<< Home