um fyrringu alheimsins
Hinn 11. september, 2001 flugu flugvélar yfir Bandaríkjunum. Ekkert óvenjulegt við það, nema að 4 tóku 180° beygju. Tvær rústuðu WTC, ein Pentagon, og ein gerði holu í engið hjá friðsælum bónda í Pensilvaníu fylki.
Maðurinn sem talinn er standa að baki þessum árásum er Usoma Bin Laden. Nú er svo komið að allt sem slæmt gerist í heiminum, fyrir utan blóðbaðið í Palestínu og Ísrael, er Bin Laden að kenna. Það vilja menn frá the bandaríks meina. Um þessar mundir gengur laus geðsjúklingur í the bandariks og dúndrar niður fólk af færi. Hann er snæper. Fjölmiðlar vestra voru ekki lengi að tengja snæperinn ógurlega við "the al Qaeda terrorist network" og öllu er skellt á Bin Laden og félaga. Að fólki skuli almennt detta slík vitleysa í hug!
Það kemur svo í ljós, að sennilega hefur snæperinn verið þjálfaður af þeim bestu í heiminum, sem eins og fólk veit er undnatekningarlaust frá the bandariks, snæperskúl of the US army. Ljósvakamiðlar bandaríkjamanna tóku andköf þegar þeim kom þetta í hug. Kannski er ekki allt vont í heiminum al Qaeda að kenna!!!
Annað hefur komið sér rækilega fyrir í skotfærakassa Ungverjans, er það að aldrei er þeim möguleika velt fyrir sér að um geti verið að ræða kvenmann! Er það svo ómögulegt? Ungverjinn viðurkennir að líklega er þetta karlkynsvera, en síðast þegar undirritaður vissi, þá gátu konur tekið sér snæperriffil í hönd og dúndrað niður saklausa vegfarendur. Ungverjinn minnist þeirrar slæmu myndar "the Good Son" með Mickauly Culkin [afsakið ef nafnið er vitlaust ritað]. Þar skaut homealone strákurinn hund af færi með lásboga sem hann bjó til. Ef 12 ára krakki getur skotið hund af 50 metra færi, hlýtur það að vera á færi kvenmanns að dúndra niður saklaust fólk með riffli.
Það sem þessi pistill á að gera, er að vekja fólk til umhugsunar um hvað bandarískt þjóðfélag er sjúkt. Það er ekki til í málinu að e-ð sem slæmt gerist, geti mögulega verið þeim sjálfum að kenna. Ábyrgðinni er alltaf, a.m.k. í fyrstu, varpað á utanaðkomandi aðila án þess að líta fyrst í eigin barm, og vera sjálfsgagnrýninn.
Annað sem gefur dæmi um vitleysishátt bandarískra, er félag að nafni NRA. NRA, National Riffle Association, berst fyrir því að hver einasti bandaríkjamaður eigi byssu, og skjóti hvern þann sem e-ð illt gerir öðrum. Taki lögin í eigin hendur. Þetta sagði e-r boss hjá NRA í þættinum MeetThePress í gær á NBC. Hann sagði að vonandi næði e-r "member of our fine organization" þessum snæper í sigtið og dúndraði hann niður. NRA er líka á móti því að eyða fé í að fingramerkja allar byssur í bandaríkjunum, af því að það væri of mikið vesen fyrir "our members" sagði bossinn. Það er nú alveg hrikalegt að menn þurfi að skila byssunni í einn dag, svo kannski væri hægt að ná 25% fleiri morðingjum en gert er í dag. ARRRRRRRGGGGHHHHHt!!!
jæja, Ungverjinn er of reiður til að halda áfram.
Lifið heil
<< Home