Af alþingi...
Nú eru kosningar í vor. Það er alveg magnað hvað sumt fólk er vitlaust. Og kerfið bara almennt. Fyrir stuðningsmenn landsbyggðarinnar, er rétt að taka fram að það sem á eftir kemur, er argasta anti-landsbyggðarstefna.
Nú verður kosið eftir nýju kerfi, sem þó bætir kerfið aðeins. Hingað til, að ég held, hefur landsbyggðin haft allavega helming þingmanna, en eingungis 25% atkvæða. Það sér hver maður að þetta er rangt. Skattpeningar kjósenda af höfuðborgarsvæðinu hafa löngum farið til uppbyggingar á landsbyggðinni í formi jarðganga, annarra vegaframkvæmda og uppbyggingu flugvalla, sem svo ört sem þeir spretta upp eru lagðir niður, vegna þess að það er engin umferð. Einnig spretta upp íþróttahús, menningarhús og hafnaraðstaða. Nú er svo komið að íþróttahús með nánast knattspyrnuvelli í fullri stærð í hverju einasta krummaskuði. Húsin eru svo stór, að samanlagður mann"fjöldi" landsbyggðarinnar kæmist fyrir, þótt sennilega yrði þröngt á þingi, inni í einu húsanna, og hverju einasta, ef því er að skipta.
Það er óþolandi að íbúar höfuðborgarbúar, og íbúar á svæðinu þar í kring, borgi undir landsbyggðarfólk alls kyns framkvæmdir, þegar Reykjavík og nágrenni eru látin sitja á hakanum. Óteljandi verkefni bíða: Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar er efst á lista. Tilfærsla Hringbrautar, ísetning Miklubrautar í stokk, uppbygging Landspítalans við Hringbraut og síðast en ekki síst Háskóli landsins. Það er óþolandi að menn látið þetta gerast, og mikilvægt að fólk láti í sér heyra, til að hindra þá þróun sem hefur viðgengist undanfarin ár.
<< Home