12.10.02

Af illindum og öðrum djöfulgangi

Nú hefur Intifada staðið í á þriðja ár. Blóðsúthellingar eru daglegt brauð fyrir botni Miðjarðarhafs, og hið svokallaða alþjóðasamfélag aðhefst ekkert. Það er alveg ótrúlegt að einu mennirnir sem eru viðurkenndir samningaaðilar í málinu, sem ættu að vera hlutlausir halda opinskátt með öðrum aðilanum. Hér er að sjálfsögðu verið að vitna til BNA-manna, sem opinskátt lýsa yfir stuðningi við Ísraela. Og þegar e-ð gerist, eins og aðsetur Arafats lagt í rúst og setið um haugana vikum saman, þá er yfirlýsing BNA-manna á þann hátt, að athæfið sé ekki til að hjálpa til við friðarviðræður. Það sé aðeins hamlandi. Þetta er náttúrulega grín!

Annað sem er skrítið, Sameinuðu Þjóðirnar. SÞ senda friðargæsluliða hvurt á land sem er til að skjóta hina og þessa vígamenn. Það er SÞ hins vegar ómögulegt að senda friðargæsluliða til Palestínu. Hvers vegna? vinsamlegast svarið.

|