Utanfarir
Ungverjanum hefur borist til eyrna kvittur. Karen Pálsdóttir og Margrét Helga Ögmundsdóttir (héðan í frá KP og Maggan) ætli sér erlendis á sumri komanda til starfa í petri-skál. Rannsóknarvinna is the name of the game, og verður ekki þrætt fyrir að þær stöllur búa yfir reynslu í þeim efnum. Ungverjinn leyfir sér hins vegar að mótmæla, enda hlakkað til að hitta þær stöllur, ásamt öðrum limum S-Club, í ófáum bæjarferðum og teitum sumars.
ekkert amen þar...
Þó verður KP og Möggunni óskað velfarnaðar í starfi, hvort sem er á Klakanum eða annarsstaðar... að sjálfsögðu!
<< Home