7.10.02

Bloggskortur...

... sökum þynnku. Eins og lofað var, koma hér fréttir af matarboði laugardagskvelds. Bjartur og Ungverjinn gengu saman gegnum Campus að sjoppunni, hvar keyptur var hálfur líter af glærmiði með gasi [sprite], enda hafði gestgjafinn drukkið frá meðleigjanda sínum, sem tekur slíku ekki. Ekki eins og sumt fólk, sem verður fúlt í smástund og kaupir svo eigin mjöð, heldur ræðst á næstamann og drepur viðkomandi með skeið. Samanber vinsælt íslenskt þjóðlag: "... ég skæri mér hjartað úr... með skeið, því ég gæt´ekki elskað þig neitt meieieieieieeier..." [lag. BonJovi, texti: Sverrir Bergmann], nema hvað "mér" er breytt í "þér", og seinniparturinn yrði e-ð á þessa leið "því þú drakkst sprætið mitt asninn þinn!!!"

Hvað sem því líður, þá bauð Sólrún í mat, en Ungverjinn og Bjartur sáu eiginlega um að elda. Úr varð snilld. Kjúklingur, beikon, paprika, laukur, sveppir, salt og pipar, auk pasta, pesto og súrs rjóma. Gnægð rauðvíns var til staðar, flaska á haus. Áhrif hverra voru greinileg daginn eftir. Eftir mat, komu Tóta, sjá lýsingu að ofan, og bróðir Tótu, Friðrik. Gettubetur menn þeir er lesa þennan miðil, ættu að kannast við kauða, enda keppti hann fyrir emmhá(ð) þegar Jón Árni fór að gráta, og Ungverjinn stóð upp á stól og öskraði sig hásann í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Eftirminnilegt kvöld það.

Eftir að frumkynning og smalltalk hafði farið fram, lögðu Sólrún, Bjartur, Tóta, Friðrik og Ungverjinn land undir fót. Leið lá til El Tornado. Það var tómt. Þá var stefnan tekin á miðbæinn. Genius varð fyrir valinu, ágætispleis það, fyrir utan að Ungverjinn fór fljótlega heim, sökum ölvunar, Bjartur týndist, og Sólrún endaði ein uppi á borði, dansandi eins og ég veit ekki hvað. Fullyrðing Sólrúnar, frá því fyrir viku síðan, um að hún kynni ekkert að dansa, er hér með staðfest.

Morguninn eftir var ekki um það deilt að drukkið hafði verið of mikið af rauðvíni, baccardi og bjór um kvöldið. Próf í næstu viku gera það að verkum að íslendingadjammið á fös, lau, og sun verður dræmt hjá Ungverjanum...

nánar af því síðar

|