4.10.02

Gym

Já. Rétt til getið. Ungverjinn er byrjaður í gimminu, eins og það er kallað. Heitir annars Corpus-fitness, og kostar tæpan þúsara á mánuði. Vel sloppið það. Fínn félagsskapur, enda allir sem yfir höfuð æfa, æfa í Corpus. Það þýðir að læknanemar eru fjölmennir, og á síðustu æfingu, voru íslendingar í meirihluta gesta.

Ein lítil saga af manni í gimminu.

Maður er nefndur Ahmed (borið fram Achmedt). Hann er átján ára, en lýgur því að hann sé 17?!? Eins og ljóst er orðið, er maðurinn ekki heill á geði. Til að renna enn frekari stoðum undir það, þá er maðurinn í læknanámi, og hlær sig máttlausan í fyrirlestrum, að viðstöddum 160 manns, vegna þess að honum tókst að krota e-ð á hálsinn á manninum fyrir framan. Stoðirnar styrkjast... Ahmed gekk upp að Ungverjanum og Bjarti, og bauð stera til sölu. Samtalið var eftirfarandi:
A: Hey guys, wait up!
U+B: [andvarp, samtímis]
A: I got this really good shit. This shit will make you huge!
U: I really don´t wan´t to be bigger.
B: I´d like to be a little bit bigger.
A: No, no. It´s steroids men, they don´t make you fat, they burn off all your fat, make your muscles bigger and your dick will be huge!!! [hann sagði þetta í alvöru!]
B: What the hell is it?
A: It´s steroids, and not that weak shit. It´s for horses. I am gonna take at least ten pills a day, for three months. I´m gonna be fucking huge! Do you guys want some?
U+B: Uhhm, no thank´s.
Ahmed fer
U+B: Gaurinn verður dauður eftir svona mánuð, kannski einn og hálfan.

Að maðurinn sé að fara að taka hrossastera, í læknanámi. Ungverjinn er orðlaus.

|