1.10.02

súr rjómi

að elda er mikil list. Það er næstum því eins og að læra anatomiu, nema hvað það er ekki alveg eins ógeðslegt, get ég ímyndað mér. En í kvöld varð undantekning þar á. Ungverjinn gerðist frægur og eldaði Tandoori kjúkling. Áður en lesendur geta náð andanum, þá var þetta Tandoori frá Knorr(tm). Allskostarágætis svona MIX. Einn helsti kosturinn við Knorr(tm) er að þeir prenta pakkana bæði á Madjaramáli og máli Engilsaxa.
En til að gera langa sögu stutta, þá kallaði uppskriftin á sýrðan rjóma. Sýrður rjómi var til í búinu. Opinn frá í síðustuviku, hélt Ungverjinn.
Rjóminn var súr, súrari en allt súrt. Viðbjóður. DAUÐI OG EYÐILEGGING!!! Og Ungerjinn sat eftir með sárt ennið, og snæddi kjúkling, með leifum af súrum sýrðum rjóma. Ekki gott það. Maginn gerir óþyrmilega vart við sig í augnablikinu.

|