ÓÞOLANDI HELVÍTIS
Nú verður fólk fyrir sjokki. Það hefur margt verið að angra Ungverjann...
1. Páll Heimisson af öllum mönnum, er farinn að blogga. Það lofar ekki góðu. Eins og Ormurinn bendir réttilega á, er um lang-hund að ræða. Ekki er örgrannt um að Páll sé í sama klassa og Ágúst Flygenring, hver fær ekki link á þessari síður. DJÖFULL!!! var leiðinlegt að lesa þetta....
2. Flugur á flugur ofan. Hvaða gagni þjónar þetta helvíti??? Þá er ég ekki að tala um hunangsflugur, heldur flugur sem borða rusl, sjúga blóð og drepa fólk! ÞETTA ER ÓÞOLANDI ANDSKOTI [kannski líffræðingarnir komi með uppástungur, bent er á gestabókina...]
3. Fólk sem skilur ensku, en er svo stolt að eiga tungumál sem er ekki einusinni skilt öðru tungumáli í heiminum, að það nennir ekki að tala enskuna.
4. Fólk sem eyðir öllum frítíma sínum í að spila rússíbanaleik, með hátalarakerfið á fullu og fer eftir atriði númer 3 á þessum lista.
5. Harsperrur. Hvað er málið?
<< Home