jæja
Ungverjinn hefur ákveðið að eyða föstudagskveldi á kunnuglegan hátt. Háttur sá átti við er Ungverjinn sat sveittur yfir morkinni vefjafræðinni í HÍ, n.t.t. í Clausus fyrir ári síðan. Kvöldið hófst á efnafræði, og lýkur á bloggi. Eini munurinn er að blogg var ekki hafið fyrir ári. Annað er eins. Auk þess má nefna að Ungverjinn situr ekki sveittur yfir námsbókunum fyrir jól í landi Madjara, heldur bara nokkuð rólegur. Allavega svona til að byrja með...
<< Home