5.10.02

Ungverjinn getur ekki orða bundist

Í gær var dómsmál í BNA. Það væri nú ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að þetta var svona Class-action mál. Kona byrjaði að reykja 17 ára. Hedges&Benson rettur. Nú, 46 árum síðar, er konan hætt að reykja. Hún, eins og allir sem reykja svona lengi stórjók hættuna á lungnakrabba, sem hún og fékk. Það sem var næst hendi var að sjálfsögðu að fara í mál við sígarettufyrirtækið, Phillip-Morris. Konan vann, og voru dæmdar skaðabætur. Þetta eru ekki skaðabætur eins og dæmdar eru á Íslandi, nei, heldur meira svona eins og fjárlög íslenska ríkisins í 10 ár, svona gróft áætlað. 2400milljarðar íslenskra króna.
Það sem veldur Ungverjanum hugarangri, er að konan tók sjálf þá ákvörðun að byrja að reykja. Phillip-Morris fullnægði einungis þeirri þörf hennar.

Spurning um að byrja að reykja???

ég tek heilsuna fram yfir peninga. hvað með hinn almenna heimsborgara?

|