17.10.02

í fréttum er þetta helst...

Ungverjinn tók fyrsta alvöruprófið um daginn, þriðjudag. Það er frá skemmstu að segja, að Ungverjanum tókst, að venju, að gera e-r klaufavillur, en prófið er örugglega í höfn. Gott að segja frá því.

Af félagslífi...

Gáláboll! Egyetem Ézerét, Szombat 20:00 óra

Þetta er fyrirsögnin á auglýsingu fyrir árshátíð LSD (læknaskólinn Debrecen). Ungverjinn mun að sjálfsögðu ekki láta sig vanta. Félagi Bjartur er kominn á blind-date fyrir skrallið. Ung snót, fönguð í svörtustu Afríku varð fyrir valinu. Uganda, nánar til tekið og heitir Juanita (hljómar reyndar mjög grunsamlega...) en snoppufríð er hún stúlkan, og hefur þónokkuð milli eyrnanna af fyrstu kynnum að dæma.

Djöfuls Tík

Á ferðum sínum um Bloggheima, rakst Ungverjinn á þónokkra umræðu um grein á tikin.is, hverja er að finna hér á matseðli. Er tíkin söm við sig, og bullar og bullar og bull...
Það skiptir engum togum, en að fyrir er tekin sú vanmetna stétt Kassadömur (og herrar, eins og réttilega kemur fram í greininni). Verður Ungverjinn að lýsa yfir samstöðu með Kassadömum/herrum. Allt of oft eru viðskiptavinir með kjaft og leiðindi og hefur Ungverjinn eitt sinn skipt sér af slíkum manni, er grætti unga afgreiðslustúlku í bakaríi í Hafnarfirði. Það var ljótt að sjá. Maðurinn taldi greinilega að stúlkan hefði bara allt um það að segja hvað bakað væri mikið af hinum og þessum tegundum og hvort notuð væru egg eða ekki, og hvað væri alltaf of mikið af korni í FJÖLKORNABRAUÐI!!! Heimska fólks á sér lítil takmörk.

Hafi neytendur lent oft lélegri kassadömu í sömu búðinni, er tilvalið að leggja leið sína í Fjarðarkaup á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þið beygjið til vinstri, í stað þess að heimsækja Forseta vorn Hr. Ólaf R. Grímsson, hvurn faðir minn kallar Grís, og er það vel. Í Fjarðarkaupum er mjög samkeppnishæft verð, mjög gott vöruúrval og ávallt þjónusta með bros á vör.

þessi skilaboð voru í boði Fjarðarkaupa

Óþolandi helvítis

nei. lífið leikur við Ungverjann þessa dagana.

|