heilir og sælir, lesendur góðir
Hér á eftir fer blogg dagsins, sem að þessu sinni, er svar við rafpósti er Karen Páldsóttir, söngfugl og eðalgella, sendi Ungverjanum fyrir margt löngu. Ekki þarf að hafa um það frekari orð.
Hér birtist þá svarið:
[Til að koma lesendum inn í atburðarásina, þá höfðu Ungverjinn og Karen, aka Key Neferkeyti aka Saccharomyces cerevicianes eða e-ð álíka, nýlega talast við á örmýktarsendiboðanum]
Jú, rétt er það. Langt síðan [að maður hafði e-ð heyrt]. Um það bil fjórar og hálf mínúta eru liðnar frá því er þú lagðir á mig, á veraldarvefnum. Stafir þínir, innanpíkubleikir (eða ekki) horfnir af skjá mínum. Aðra eins sorg, hef ég aldrei upplifað.
Annars hefur fátt gerst, síðustu 4,5 mínúturnar. Ég las reyndar snilldarblogg Vidars Pálssonar, hvur er staddur í Amriku að nema fræði sagna. Hann bloggar listavel um selfoss. Staður sá, hefur löngum verið efni þess sem þetta ritar, til að hafa horn í síðu [þ.e. ég þoli ekk Selfoss] og hvað þá Kentucky staðinn. Pleisið á bara ekki tilverurétt. Ef horft er á konung Kentuckystaðanna á Frónni, í Hafnarfirði að sjálfsögðu, og drottningu hans, í Skeifunni, og barn þeirra við Smáralind, er ljóst að staðurinn á Selfossi er ljóti andarunginn. Og ennfremur ljóst að staðurinn verður ekki fallegur svanur. Og mjög sennilega ekki fallegri en Svanur, sá er flestir betur þekkja af öldum ljósvakans í GettuBetur. Nei, Kentucky á Selfossi er staðurinn, ef fólk vill hafa horn í síðu e-s. Ekki það, að Ungverjinn hafi ekki fengið sinn skerf af vansteiktum frönskum [u. sultkrumpli], og hlandvolgum Tower-Zinger borgurum. Nei. Ef fólk á leið um landið sunnanvert, er rétt að benda á afleggjarann að Laugarvatni. Á Laugarvatni er að finna fína bensínstöð sem selur pylsur. Eru þær betri en Kentucky dauðans á selfossi, og ódýrari í kaupbæti.
Jæja, ég læt þetta vera lokaorð svarsins, sem skuldað hefur verið í hátt í mánuð.
kveðja,
Eggert
<< Home